Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 37

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 37
„Hann er kominn. “ - „Hann erfarinn. “ ar frásagnir af einangrun og sálarangist útlagans. Þá sjaldan sem vottar fyrir því er það furðu áhrifalítið en kemst þó frekast til skila þegar Gísli leikur Hergilseyjarfíflið. I myndskeiðinu með Alfdísi konu Refs dettur það hins vegar dautt, enda er áhersla lögð á meinleysistal, sem á að orka groddalegt, en fátt gert til að áhorfendum verði hverft við. Alfdís er til dæmis ekki nægilega ógnvekjandi. Hún er látin vera dálítið rytjuleg en hvorki stórskorin né með ýkja mikinn raddstyrk. Meðal grófra ‘fúkyrða’ sem hún tekur sér í munn er til dæmis „grjónapungur11.20 Það hefur Ind- riða G. Þorsteinssyni, sem samdi söguna Utlagann eftir kvikmyndahand- riti Agústs og Gísla sögu, ekki þótt nógu mergjað. Hann breytir því að minnsta kosti í „lúsapungur“.21 Stundum hafa lítil atvik táknræna skírskotun eins og þegar Þórður huglausi traðkar á blómi þegar hann flýr undan mönnum Barkar. Enda þótt slegið sé á full melódramatíska strengi er myndskeiðið ágætlega unnið. Fyrst sést þrællinn í heilu líki hlaupa um hraun og síðar sand þar sem fátt gleður augað „nema eitt blóm“.22 En skyndilega miðar mynda- vélin á fót hans sem eyðir eina blóminu er á vegi hans verður - skömmu áður en skorið er á ‘lífsblóm’ hans sjálfs. Textatengslin sem rísa með Síð- asta blómi Thurbers gera lokaskeið Þórðar að nöturlegri smámynd af öðru stærra; styrjaldarfórnum og sífelldum atlögum mannskepnunnar að lífi og gróandi. Svipaða sögu er að segja af athöfn Gísla þegar hann seilist í spjótið er bana skal Þorgrími og banað hefur Vésteini. A þeirri stundu sjá áhorf- endur hann gegnum uppistöður vefstaðarins á Hóh. Þar með er hugur þeirra leiddur að konum/nornum sem áhrifavöldum atburðarásar. Veislan á Sæbóli er gagnstætt dæmi. Ætla mætti að í henni væri leit- ast við að sýna hóflausan drykkjuskap þar eð ölæði veldur miklu um ffamgang mála í kjölfar hennar, víg Þorgríms og undankomu Gísla. Sú er þó ekki raunin heldur er í fyrstu brugðið upp furðu settlegri þjóðlífs- mynd, þar sem konur hlæja og pískra en karlar dreypa á öli og kveða „Atlakviðu“, kvæðið forna um ættarvíg. Svo að ekki fari milli mála að þama er áfengi haft um hönd - enda þótt lítt sjái á mönnum - er Börk- ur látinn grípa á lofti tvö orð úr kviðunni og segja: „bjóri svásum“.23 20 Ágúst Guðmundsson 1981. 21 Indriði G. Þorsteinsson 1981 bls. 44. 22 James Thurber 1946 [blaðsíðutal vantar]. 23 Ágúst Guðmundsson 1981. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.