Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 38
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
Heldur síðar riðlast hins vegar maður á konu í fleti, rétt eins og hann sé
að nauðga henni. Atvikið á kannski að vitna um ölvun en er einkar
klaufalega valið þar eð klippt er milh þess og ástfangins fólks sem Hrð-
ist fylgjast með því, Þorgríms og Þórdísar - sem skemmtir sér hið besta.
IV
Enda þótt kvikmynd nýti sér lifandi menn til að myndgera persónm' og
þær séu þar með leiknar, eru þær auðvitað í sömu mund skynheildir,
líkamsmyndir á hreyfingu. Sem slíkar gegna þær bæði frásagnar- og
sýningarhluttærki en eru jafhframt hluti af byggingu. F)nir vikið ræðst
gerð þeirra ekki aðeins af leikheldur og af því hvernig þær tengjast öðru
myndefhi, hvernig myndavélinni er beitt og klippingum háttað; hvernig
Ijós og hljóð eru nýtt og hvernig búningar og sviðsmyndir era hönnuð
eða valin.
Persónur Útlagans era ekki helsti styrkur hans. Finna má að ýmsum
þáttum sem skapa heildarmynd þeirra, meðal annars því hvernig efnirdð-
urinn úr Gísla sögu er aukinn, sniðinn, skorinn og felldur í nýtt sam-
hengi. Sem dæmi um persónulýsingar myndarinnar skal tekin Þórdís
Súrsdóttir.
Eitt af magnaðri brögðum frásagnarinnar í Gísla sögu er að Þórdís
sést afar sjaldan á sögusviðinu og tekur örsjaldan til niáls. Þegar hún tal-
ar og birtist verða hins vegar oftast stórtíðindi. Hún segir til að mynda
ekki aukatekið orð frá upphafi sögu og til þess er Gísli leggur hönd á
brjóst henni og hún bregst við með orðunum: „Því er svo köld hönd þín
Þorgrímur?“ (29) Að Þorgrími vegnum vekur hún heimamenn sína; hún
elur barn goðans og giftist Berki; hlustar seinna á Gísla fara með tvíræða
vísu, kemur með túlkun hennar upp um hann sem launveganda og reyn-
ir loks að hefha hans gengins. Flest hefur þetta áhrif á líf Gísla. Þó er það
ekki Þórdís sem ræður örlögum hans - fremur sjálfur hann.24 I sögunni
er yfir henni dulúð þess sem hefur sig sjaldan í frammi og er þó sínálæg-
ur í atburðarás. Þar era orð hennar og athafnir einnig sett í samhengi
sem vekur margræðni; lesendur eru því hvattir til að hugleiða það sem
innra með henni býr og ekki síður hvaða hlut hún eigi að atburðarás.
Þórdís myndarinnar er allt önnur persóna. Hún stendur strax í upp-
24 Tekið skal fram að í styttri gerð sögunnar kentur skýrar fram en í hinni lengri að
Gísli beri sjálfur ábyrgð á því hvert lífshlaup hans verður
36