Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 38

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 38
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir Heldur síðar riðlast hins vegar maður á konu í fleti, rétt eins og hann sé að nauðga henni. Atvikið á kannski að vitna um ölvun en er einkar klaufalega valið þar eð klippt er milh þess og ástfangins fólks sem Hrð- ist fylgjast með því, Þorgríms og Þórdísar - sem skemmtir sér hið besta. IV Enda þótt kvikmynd nýti sér lifandi menn til að myndgera persónm' og þær séu þar með leiknar, eru þær auðvitað í sömu mund skynheildir, líkamsmyndir á hreyfingu. Sem slíkar gegna þær bæði frásagnar- og sýningarhluttærki en eru jafhframt hluti af byggingu. F)nir vikið ræðst gerð þeirra ekki aðeins af leikheldur og af því hvernig þær tengjast öðru myndefhi, hvernig myndavélinni er beitt og klippingum háttað; hvernig Ijós og hljóð eru nýtt og hvernig búningar og sviðsmyndir era hönnuð eða valin. Persónur Útlagans era ekki helsti styrkur hans. Finna má að ýmsum þáttum sem skapa heildarmynd þeirra, meðal annars því hvernig efnirdð- urinn úr Gísla sögu er aukinn, sniðinn, skorinn og felldur í nýtt sam- hengi. Sem dæmi um persónulýsingar myndarinnar skal tekin Þórdís Súrsdóttir. Eitt af magnaðri brögðum frásagnarinnar í Gísla sögu er að Þórdís sést afar sjaldan á sögusviðinu og tekur örsjaldan til niáls. Þegar hún tal- ar og birtist verða hins vegar oftast stórtíðindi. Hún segir til að mynda ekki aukatekið orð frá upphafi sögu og til þess er Gísli leggur hönd á brjóst henni og hún bregst við með orðunum: „Því er svo köld hönd þín Þorgrímur?“ (29) Að Þorgrími vegnum vekur hún heimamenn sína; hún elur barn goðans og giftist Berki; hlustar seinna á Gísla fara með tvíræða vísu, kemur með túlkun hennar upp um hann sem launveganda og reyn- ir loks að hefha hans gengins. Flest hefur þetta áhrif á líf Gísla. Þó er það ekki Þórdís sem ræður örlögum hans - fremur sjálfur hann.24 I sögunni er yfir henni dulúð þess sem hefur sig sjaldan í frammi og er þó sínálæg- ur í atburðarás. Þar era orð hennar og athafnir einnig sett í samhengi sem vekur margræðni; lesendur eru því hvattir til að hugleiða það sem innra með henni býr og ekki síður hvaða hlut hún eigi að atburðarás. Þórdís myndarinnar er allt önnur persóna. Hún stendur strax í upp- 24 Tekið skal fram að í styttri gerð sögunnar kentur skýrar fram en í hinni lengri að Gísli beri sjálfur ábyrgð á því hvert lífshlaup hans verður 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.