Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Side 60
Eggert Þór Bernharðsson
þar er m.a. fjallað um böm og ungmenni sem bjuggu \dð ömurlegar að-
stæður í Reykjavík, ekki síst í braggahverfunum.'’ Um þetta leyti var þó
farið að gæta nokkurra viðhorfsbreyTÍnga í bókmenntunum í garð
braggabúsetu og ýmiss konar bráðabirgðahúsnæðis. A árunum 1976-79
komu út endurminningarit Tryggva Emilssonar, Fátœkt fólk, Baráttan um
brauðið og Fyrirsunnan, sem tóku m.a. til umfjöllunar líf og kjör fólks sem
bjó við bágbomar aðstæður og horft var á málin af nokkuð öðram sjón-
arhóh en áður hafði almennt tíðkast.5 6 * Svipað var uppi á teningnum í upp-
vaxtarsögu Sigurðar A. Magnússonar, ekki síst Undir kalstj'ömu 1979 og
Möskvum morgundagsins 1981. Og í Skilningstrénu eftír Sigurð sem kom
út 1985 var sérstaklega rætt um braggahverfin í bænum.
Ahrifamestu skáldsögurnar um braggah'fið era þó án efa efrir Einar
Kárason og þær sem náðu mestri útbreiðslu. Þar sem djöflaeyjan rís kom
út árið 1983 og þar er lýst lífi fólks í Thulekampi, ímynduðu bragga-
hverfi í Reykjavík á árunum efrir stríð.81 bókinni dregur höfundur upp
m}mdir af fjölbreyttu mannlífi og litríkum persónum, gustmiklu á köfl-
um og stundum groddalegu. Þá er að finna í sögunmn merki um sam-
stöðu íbúanna en slíkt virtist einmitt einkenna mörg herskálahverfin,
ekki síst þau smærri. Þar er einnig fjallað um reisn braggabúa og sjálfs-
virðingu þótt vissulega séu mörg dæmi um brostnar vonir, eymd og
margs konar erfiðleika fólksins. Þegar Einar Kárason ræddi sögusvið sitt
árið 1995 sagði hann m.a.:9
Að hafa braggahverfi að leiksviði, það var næstum eins og að
ganga inn í ævintýralega leikmynd af því að mér fannst; veröld
sem hafði verið komið upp með ærinni fyrirhöfh og svo skilin
efrir handa þeim sem rambaði á hana. Að vísu var kannski ljóst
að í hugum þeirra sem áttu heima í braggahverfunum sálugu
vora þau kannski flest annað en ævintýraheimur; á góðri ís-
5 Aðalheiður Bjamfreðsdóttir: Myndir úr rannveruleikanum. Revkjavík 1979. - Sjá
dæmi bls. 14—16.
6 Tryggvi Emilsson: Baráttan um brauðið. Reykjavík 1978. - Tryggvi Emilsson: Fátækt
fólk. Reykjavík 1976. - Tryggtd Emilsson: Fyrir sunnan. Reykjavík 1979.
1 Sigurður A. Magnússon: Möskvar morgundagsins. Uppvaxtarsaga. Reykjavík 1981. -
Sigurður A. Magnússon: Skilningstréð. Uppvaxtarsaga. Reykjavík 1985. - Sigurður A.
Magnússon: Undir kalstjönm. Uppvaxtarsaga. Reykjavík 1979.
8 Einar Kárason: Þarsem djöflaeyjan rís. Reykjavík 1983.
9 Leikfélag Akureyrar. Leikskrá. 243. verkefhi, 24. mars 1995. [Þar sem djöftaeyjan m],
[10-11].
58