Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Side 61
„Djöflaeyjan ... vekur allt liðið úr Thulekampinum upp til nýs tífs ... “
lensku hétu braggarnir „herskálar“, og voru í rauninni aldrei
annað en nákvæmlega það, ætlaðir hermönnum tdl tímabund-
ins skjóls gegn regni og vindum, og þegar þeir löngu orðnir
fúnir og ryðgaðir voru enn notaðir sem mannabústaðir hér í
norðlægum vetrarhörkum, þá sáu íbúarnir ekki margt
skemmtilegt við sína íverustaði. Af þessu drógu dám þau skrif
sem hægt er að finna ffá blómatíma „kampanna“ ... [Þar] er
oftast að finna skelfilega útmálun á eymd og hörmungum, ekki
síst í blaðaviðtölum við herskálabúa, og raunar fróðlegt að sjá
síðari tíma viðtöl við sömu íbúa sem minnast þá braggahverf-
anna sem einhverrar frjálsrar hippanýlendu, þar sem listamenn
og hfskúnstnerar áttu áhyggjulausa daga við söng og glens. Allt
getur þetta verið rétt og satt, en mestu máh skiptir að þarna
safnaðist saman allskyns fólk, héðan og þaðan af landinu,
drykkjumenn, galdrakonur, íþróttagarpar, heimshornaflakkar-
ar, á óborganlegum tíma í sögu þjóðarinnar, þegar samfélag
norrænna víkinga, sem furðu lítið hafði breyst í þúsund ár, var
skyndilega komið inn á þjóðbraut veraldarinnar, og nýjasta
popptónlistin ómaði í loftinu og glæsibílar streymdu um göt-
ur og flugvélar fýlltu lofdn - þá hlaut eitthvað skemmtilegt að
gerast. Og með það í huga var lagt af stað með pakkið góða í
Thulekampinum ...
Þar sem djöflaeyjan rís varð afar vinsæl. Sagan þótti skemmtileg og vel
skrifuð, ffásagnarhátturinn aðgengilegur.10 Einar Kárason fylgdi sögu-
hetjum sínum eftír í tímans rás í tveimur bókum til viðbótar. Fyrst Gull-
eyjunni sem kom út 1985 en í lok herrnar var braggahverfið rifið.11
Seinna kom svo Fyrirheitna landið en þar er ekki fjallað um braggalíf.12
Um miðjan níunda áratuginn kom Þar sem djöflaeyjan rís út í skólaút-
10 Sbr.: Sveinbjöm I. Baldvinsson: „Fylgist með frá byrjun.“ Morgunblaðið L des. 1983,
bls. 42. - Gunnlaugur Astgeirsson: „Ættarsaga úr bröggunum.“ Helgarpóstutinn 24.
nóv. 1983, bls. 19. - A[mi] Bjergmannj: „I kröggum í bröggum." Þjóðviljinn 26.-27.
nóv. 1983, bls. 10. - Hjalldór] Kr[istjánsson]: „Eru fátækrahverfi hættuleg?" Tíminn
19. jan. 1984, bls. 13. - Heimir Pálsson: „Brot úr þjóðarsögu.“ Tímarit Máls og
menningar 45:4 1984, bls. 456-461.
11 Einar Kárason: Gulleyjan, Reykjavík 1985. - Sjá um viðtökur við Gulleyjunni: Ami
Bergmann: ,Af hnignun og falli braggahverfis.“ Þjóðviljinn 20. nóv. 1985, bls. 12. -
Rannveig G. Agústsdóttir: „Kamparar í blíðu og stríðu.“ DV17. des. 1985, bls. 19.
12 Einar Kárason: Fyrirheitna landið, Reykjavík 1989.
59