Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 85
Farandsknggar á tjaldi
systkmum, og sjálfa hverfissög-
una sem er í skáldsögunni tvinn-
uð saman við sögu Klepps og
þróun íslenskra geðlækninga.1' I
kvikmyndinni er æska Páls færð
inn í fjölskyldualbúm móður
hans og okkur skilst að hann hafi
eitt sinn verið hamingjusamur
drengur. (sjá Töflu 1)
Róttækar styttingar hafa ekki
aðeins áhrif á ffásögnina. Einar Már þarf jafnframt að endurraða efhi
skáldsögunnar til að ná fram dramatískum þéttleika, en uppbygging
kvikmyndahandrita er um margt skyld frásögnum á hefðbundnu leik-
sviði. Uppbygging Engla alheimsins breytist við kvikmyndun úr epískri
frásögn í sögu sem lýtur dramatískri uppbyggingu. Efinn nýklassíski stíll
lifir ennþá góðu lífi í kvikmyndum samtímans löngu efdr að hann var
gerður útlægur úr öðrum listformum.
III
Klassískasta listform samtímans er Hollywood-kvikmyndin en bygging
hennar hefur haft djúpstæð áhrif á kvikmyndir um heim allan. I gerð
hefðbundinna frásagnarkvikmynda horfa menn ekki síst til kenninga
sem mótaðar eru með hliðsjón af hugmyndum Aristótelesar um einingu
fistaverksins sem hann setti fram í riti sínu Um skáldskaparlistina. Eining-
ar staðar og tíma hafa að vísu látið undan síga fýrir kvikmyndamiðlinum
sem slíkum, en eitt einkenni hans er hæfileikinn til að sýna áhorfendum
í einu vetfangi atburði á ófikum stöðum og á mismunandi tímum með
hjálp klippitækninnar. Þriðja einingin, eining atburðarásar, er aftur á
móti enn eins veigamikil og hún var á dögum Aristótelesar, eins og sést
glögglega þegar handbækur um handritsgerð eru skoðaðar, en þar er
gjaman mikið lagt upp úr því að kvikmyndahandrit myndi byggingar-
lega heild.18
Einingu atburðarásar nær höfundur fram með þrískiptingu verksins í
17 I k\’ikmyndinrd fáum við innsýn í þessa fortíð í ummælum Páls og annarra á hælinu.
18 Sjá til að mynda: Syd Field 1994 bls. 10-11, Michael Hauge 1989 bls. 82-85, Chis-
topher Vogler 1997 bls. 26-39, David Howard og Edward Mabley 1995 bls. 58-59.
83