Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 93
Farandskuggar á tjaldi
megi ýmsum sögulegum atburðum stað innan myndarinnar. Rögnvald-
trr tannlæknir ekur til dæmis um á splunkunýjum jeppa, en nokkru eftir
andlát hans sjáum við Pál í öryrkjablokkinni þar sem hann situr og fylg-
ist með því þegar Berlínarmúrinn fellur. Gerist sagan árið 1999 eða heil-
um áratug fyrr? Klæðaburður persónanna er að sama skapi eins tímalaus
og frekast getur og erfitt er að tengja hann nokkru ákveðnu skeiði í sögu
íslensku þjóðarinnar.
Þetta er töluverð áherslubreyting frá kvikmyndinni Bíódögum (1994),
en í henni leituðust Friðrik Þór og Einar Már við að draga upp sem
skýrasta mynd af íslenskri fortíð.35 Ef við skoðum upphafssenu Bíódaga
sést glögglega hversu sögulegur tími kvikmyndarinnar er samviskusam-
lega útfærður. Verslunin Málariim, sem stóð á horni Ingólfsstrætis og
Bankastrætis, hefur til dæmis verið endurgerð í sinni upprunalegu mynd
þó að slíkt sé óþarfa trúnaður við þá fortíð sem myndin sækir merkingu
sína til. Svipað er uppi á teningnum í Djöflaeyjunni (1996) þar sem
braggahverfi rís í öllu sínu veldi.
Af hverju skyldi hinn sögulegi bakgrunnur ekld vera til staðar í Engl-
um alheimsins? Friðrik Þór sagði í viðtali við Arna Þórarinsson að hon-
um hafi ekkert litist á að gera aðra kvikmynd með Einari Má um sjöunda
og áttunda áratuginn í íslenskri sögu: „Eg fór því fljótlega að velta fyrir
mér tímaleysi hennar, hvernig við gætum shtið hana ffá ákveðinni tíma-
setningu“. Einar Már tekur rmdir þetta sjónarmið í sama viðtali og bæt-
ir við: „[Sjennilega fór mestur tími og átök í að losna við tímann, til þess
að sagan geti gerst og aðalpersónumar lifað hér og nú rétt eins og fyrir
tíu-fimmtán árum.“36 Tímaleysi myndarinnar fór ekki framhjá gagnrýn-
endum en Sæbjörn Valdimarsson bendir á það í dómi sínum að verið sé
35 Um þessa kvikmynd sagði Már Jónsson meðal annars í grein sinni „Fortíðin á
hreyfimynd“: „Sögulegar kvikmyndir verða að segja eitthvað í alvöru um fortíðina
og auka skilning áhorfenda á henni: Svona var þetta, þannig var hitt. Atburðaflétt-
an má ekki geta gerst hvenær eða hvar sem var eða með öðrum orðum vera orðin
svo mikil bíótugga að ekki skipti máh hvert umhverfið er og sagan að baki. Fortíð-
in verður að fá að njóta sín, vera tíl, verða til. Imynduð lögmál kvikmyndagerðar
mega ekki ráða öllu. Þetta er áreiðanlega hægt á Islandi ekki síður en erlendis. Af ís-
lenskum myndum sem ég hef séð komast Bíódagar Friðriks Þórs Friðrikssonar
(1993) [sic] næst því að miðla eiginlegri og sannri tílfinningu fyTÍr hðinni tíð, sem
kannski tókst aðallega vegna þess að Friðrik á sjálfur endurminningar af brúsapöll-
um og annarri menningu í Skagafirði á sjöunda áratug þessarar aldar.“ Már Jónsson
1999 bls. 972.
36 Ámi Þórarinsson 1999 bls. B 28 og B 29.
91