Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Síða 93

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Síða 93
Farandskuggar á tjaldi megi ýmsum sögulegum atburðum stað innan myndarinnar. Rögnvald- trr tannlæknir ekur til dæmis um á splunkunýjum jeppa, en nokkru eftir andlát hans sjáum við Pál í öryrkjablokkinni þar sem hann situr og fylg- ist með því þegar Berlínarmúrinn fellur. Gerist sagan árið 1999 eða heil- um áratug fyrr? Klæðaburður persónanna er að sama skapi eins tímalaus og frekast getur og erfitt er að tengja hann nokkru ákveðnu skeiði í sögu íslensku þjóðarinnar. Þetta er töluverð áherslubreyting frá kvikmyndinni Bíódögum (1994), en í henni leituðust Friðrik Þór og Einar Már við að draga upp sem skýrasta mynd af íslenskri fortíð.35 Ef við skoðum upphafssenu Bíódaga sést glögglega hversu sögulegur tími kvikmyndarinnar er samviskusam- lega útfærður. Verslunin Málariim, sem stóð á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis, hefur til dæmis verið endurgerð í sinni upprunalegu mynd þó að slíkt sé óþarfa trúnaður við þá fortíð sem myndin sækir merkingu sína til. Svipað er uppi á teningnum í Djöflaeyjunni (1996) þar sem braggahverfi rís í öllu sínu veldi. Af hverju skyldi hinn sögulegi bakgrunnur ekld vera til staðar í Engl- um alheimsins? Friðrik Þór sagði í viðtali við Arna Þórarinsson að hon- um hafi ekkert litist á að gera aðra kvikmynd með Einari Má um sjöunda og áttunda áratuginn í íslenskri sögu: „Eg fór því fljótlega að velta fyrir mér tímaleysi hennar, hvernig við gætum shtið hana ffá ákveðinni tíma- setningu“. Einar Már tekur rmdir þetta sjónarmið í sama viðtali og bæt- ir við: „[Sjennilega fór mestur tími og átök í að losna við tímann, til þess að sagan geti gerst og aðalpersónumar lifað hér og nú rétt eins og fyrir tíu-fimmtán árum.“36 Tímaleysi myndarinnar fór ekki framhjá gagnrýn- endum en Sæbjörn Valdimarsson bendir á það í dómi sínum að verið sé 35 Um þessa kvikmynd sagði Már Jónsson meðal annars í grein sinni „Fortíðin á hreyfimynd“: „Sögulegar kvikmyndir verða að segja eitthvað í alvöru um fortíðina og auka skilning áhorfenda á henni: Svona var þetta, þannig var hitt. Atburðaflétt- an má ekki geta gerst hvenær eða hvar sem var eða með öðrum orðum vera orðin svo mikil bíótugga að ekki skipti máh hvert umhverfið er og sagan að baki. Fortíð- in verður að fá að njóta sín, vera tíl, verða til. Imynduð lögmál kvikmyndagerðar mega ekki ráða öllu. Þetta er áreiðanlega hægt á Islandi ekki síður en erlendis. Af ís- lenskum myndum sem ég hef séð komast Bíódagar Friðriks Þórs Friðrikssonar (1993) [sic] næst því að miðla eiginlegri og sannri tílfinningu fyTÍr hðinni tíð, sem kannski tókst aðallega vegna þess að Friðrik á sjálfur endurminningar af brúsapöll- um og annarri menningu í Skagafirði á sjöunda áratug þessarar aldar.“ Már Jónsson 1999 bls. 972. 36 Ámi Þórarinsson 1999 bls. B 28 og B 29. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.