Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 105
Aðlögun
Bazin því fram að þessi kvikmynd sé skáldsagan eins og kvikmyndin sér
hana. Svo ég útvíkki margbrotnustu myndhverfingu hans, má líkja upp-
haflega listaverkinu við kristalsljósakrónu sem á formræna fegurð sína
undir flókinni en algerlega tilbúinni niðurskipan hluta hennar. Kvik-
myndin væri þá óvandað vasaljós sem vekti ekki áhuga fyrir eigin lögun
eða gæði ljóssins sem stafar frá því, heldur fyrir það sem það birtir í hin-
um ýmsu skúmaskotum.7 Skörun vasaljóssins hjá Bresson og ljósakrón-
unnar í skáldsögu Bemanos leiðir til þess að við upplifum frumverkið í
sérkennilegum geisla kvikmyndarinnar. Auðvitað lýsist mikill hluti af
Bernano afls ekki upp en það sem lýsist upp er aðeins Bernano, og þá
einungis eins og kvikmyndin sér hann.
Kvikmyndir nútímans sýna sívaxandi áhuga á nákvæmlega þessari
gerð skörunar. Bresson færði okkur vitaskuld kvikmynd sína rnn Jó-
hönnu af Ork efdr dómskjölum og mynd hans Mouchette sækir enn og
aftur til Bemanos. Straub hefur kvikmyndað Othon efdr Corneille og
Króníku Onnu Magdalenu Bach [Chronik der Anna Magdalena Bach]. Pa-
solini sýndi áræðni þegar hann stillti Mattheusarguðspjalli upp við hlið
margra yngri texta sem það hefur innblásið (úr tónflst, myndlist og kvik-
myndalist). Síðari verk hans, Medea, Kantaraborgarsögur [J raconti di Can-
terburg] og TícLegra [II decamerone\ em einnig aðlaganir af tagi skömnar.
Öll slík verk óttast eða neita að aðlaga. Þess í stað draga þau fram ann-
arleika og sérstöðu frumtextans og kveikja þannig díalektískt samspil
fagurfræðilegra forma eins tímabils og kvikmyndaforma okkar eigin
samtíma. Þvert á þær hugmyndir sem fræðimenn hafa gert sér um „lán-
tökur“ leggur slík skörun áherslu á að greinandinn hyggi að sérkennum
frumverksins irrnan sérkenna kvikmyndarinnar. Fmmverkið fær að lifa
sínu eigin lífi í kvikmyndinni. Þrátt fyrir að afurðir þessarar aðferðar
sýnist einkar hreinskilnar em þær síður en svo saklausar eða einfaldar. Sú
mótsagnakeruida upplifun sem slík skörun kallar fram er samhljóma fag-
urfræði módemismans í öllum listgreinum. Þessi aðferð hafnar þeirri
viðteknu skoðun að aðlögun styðji einungis íhaldssama fagurfræði í kvik-
myndalist.
Algengasta og leiðinlegasta umræða um aðlaganir (og um samband
kvikmynda og bókmennta einnig) lýtur að tryggð í umbreytingu. Er þá
gert ráð fyrir að aðlögun ætli sér að endurgera í kvikmynd einhvern
kjama frumtextans. I slíkum tilvikum liggur í augum uppi að kvikmynd-
103
Sami, s. 107.