Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Síða 109
Aðlögun
Þrátt fyrir að e&iislegir eiginleikar mállegra og kvikmyndalegra tákna
séu gerólíkir og þrátt fyrir að við vinnum gerólíkt úr þeim á frumstigi
telur Cohen, eins og Metz á undan honum, að örlög þeirra séu þau
sömu: Þau eru dæmd til merkingarauka. Þetta á sér í lagi við um skáld-
lega beitingu þeirra þar sem sérhver táknmynd vísar til táknmiðs en kall-
ar einnig fram keðjuverkun annarra tengsla sem stuðlar að þróun hins
skáldlega heims. Myndmál virkar þannig t.d. með svipuðum hætti, hvort
heldur er í kvikmynd eða skáldsögu. Af þessari vísbendingavirkni tákna
dregur Cohen svofellda ályktun:
Frásagnareðli bindur skáldsögu og kvikmynd hvað sterkustum
böndum og er sú hneigð sem mest gegnsýrir tungumál beggja
miðla. I skáldsögu jafnt sem kvikmynd eru táknaklasarnir
skynjaðir í samfelldri tímaröð, hvort sem táknin eru bók-
menntaleg eða sjómæn. Þessi samfella birtir smám saman
byggingu, frásagnarlega heild sem er aldrei fullkomlega til
staðar í neinum einum hópi en er þó alltaf vísað til í sérhverj-
um klasa af þessari gerð.13
Frásagnarkóðar virka því ávallt á stigi vísbendinga eða merkingarauka og
eru af þeim sökum sambærilegir í skáldsögu og í kvikmynd. Sagan getur
verið sú sama ef frásagnareiningarnar (persónur, atburðir, hvatir, afleið-
ingar, samhengi, sjónarhorn, myndmál og svo framvegis) eru leiddar
fram með svipuðum hætti í tveimur verkum. Samkvæmt skilgreiningu er
þessi framleiðsla þó ferli merkingarauka og vísbendinga. Greining að-
lögunar hlýtur því að vísa á árangur jafngildra frásagnareininga í gerólík-
um táknkerfum kvikmynda og tungumáls. Frásögnin sjálf er táknkerfi
sem er báðum aðgengileg en er einnig hægt að leiða af báðum. Ef sögu-
þráður skáldsögu er á einhvern hátt talinn sambærilegur við kvikmynd-
aða aðlögun hennar, þarf jafhframt að rannsaka þau skýrt afinörkuðu en
um leið jafhgildu ferli vísbendinga sem framleiddu frásagnareiningar
sögunnar, annars vegar í orðum og hins vegar í hljóð-myndrænum tákn-
um. Hér fellur merkingarfræði vel að innsæi Gombrich: Slíkar rann-
sóknir bera ekki saman listgreinarnar heldur beina þær athyglinni stíft
að hvorri um sig. Og þar sem vísbendingar eru liður í beitingu bók-
menntamáls og kvikmyndatákna og í kerfinu sem þau tilheyra, þá leiðir
107
13 Sami, s. 92.