Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 138
Brian McEarlane
um framsögn sína en slíkur feluleikur er mun meira áberandi í kvik-
myndinni. Kvikmyndina skortir kannski bókmenntaleg merki um fram-
sögnina eins og persónu og tíð, en framsagnarferlið birtist engu að síð-
ur í þáttum eins og sjónarhomi myndskeiða, römmun þeirra og
innbyrðis tengslum (t.d. varðandi stdðsetningu og myndfléttur). Stofn-
unarkóðarnir og afar einstaklingsbundin notkun þeirra hjá einstökum
kvikmyndagerðarmönnum getur dregið úr eða vakið athygh á framsagn-
arferlum kviknwndarinnar en þau geta ekki upprætt þessi ferli, ekki einu
sinni þegar „kvikmyndir vekja með okkur,“ eins og Metz skrifar, „þá
kennd að við séum vitni að nánast raunverulegu sjónarspiliV7 I fi-am-
sögn kvikmynda tilheyrir yfirflutningur skáldsagna á hvíta tjaldið eigin-
legri aðlögun, ekki yfirfærslu. I þeim dæmum sem athuguð eru hér á eft-
ir verður yfirflutningurinn kannaður út frá því að hve miklu letm
umræddar kvikmyndir sýni gagnvirkni sérlegra kvikmyndakóða og kóða
utan kvikmynda og að hve miklu leyti framsagnarhættir þeirra jafhist á
við - eða reyni að jafiiast á við - framsagnarhætti skáldsagnanna sem þær
byggja á.
Eitt meginhlutverk þessarar rannsóknar verður að greina á milli:
(i) Þeirra þátta í viðkomandi skáldsögu sem hægt er að yfirfæra
beint þar eð þeir eru ekki bundnir einhverju tilteknu táknkerfi
- þ.e. þeir eru í reynd fi'ásagnarlegir, og
(ii) þeirra þátta sem taka til margbrotinnar aðlögunar þar eð áhrif
þeirra eru nátengd táknkerfinu sem þeir birtast í - þ.e. fram-
sögninni.
Eg kaus að lokum „framsögn“ fremur en „frásögn“ af þ\h að það síðara
er oft tengt á mjög takmarkandi hátt við það sem lýtur að persónu og tíð.
Með ffamsögn á ég við alla þá tjáningartækni sem stýrir framsetningu -
og viðtökum - frásagnarinnar.
Hvemig við skiljum „aðlögun “
Hinn „aðgreinandi þáttur“ aðlögunar, segir Dudley Andrew, er „að sam-
ræma táknkerfi kvikmyndanna við það sem náðst hefur í öðru kerfi“.
Samkvæmt honum er „sérhver frásagnarmynd aðlögun fyrri hugmynda
Metz, Imyndaða táknmyndin, s. 4.
136