Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 155
„Eigmlega aðkyllist ég ekki þetta aðlögunarhugtak “
nema bara aðalfjölskyldan
sem byggi í ósköp venjulegu
húsi, það kostaði einfaldlega
of miklar útskýringar, þótt
vissulega væri eftirsjá í
Gamla húsinu.
Nú eru litríkir karakterar
braggasagnanna löngu orðnir
landsfrægir. Voru það aldrei blenditar tilfinningar að sjá þá lifna á hvíta tjald-
inu?
Við þekkjum það allir bókalesendur hvað manni getur brugðið við að sjá
persónur sem maður hefur kynnst í skáldsögum vera skyndilega dregn-
ar fram fyrir augu manns í Kki einhverra leikara á sviði eða tjaldi, og ég
held ég verði að segja að ég fékk vænan skammt af því sjokki þegar far-
ið var að túlka fólk úr mínum eigin bókum. En þegar kom að umræddri
bíómynd var ég búinn að taka út þann hroll að mestu; Djöflaeyjan hafði
þá verið færð þrisvar upp á leiksvið og mér var löngu orðið ljóst að túlk-
unin á uppdiktuðum persónum verður aldrei nákvæmlega eins og mað-
ur sjálfur hefur gert sér þær í hugarlund. Aðalatriðið er að leikararnir séu
góðir fyrir sinn hatt, og það hafa þeir oftast verið í mínum tilvikum.
Braggamir hljóta að hafa verið forvitnilegur menningarkimi. Hvernig kom
braggalíftð þérfyrir sjónir þegar þú varst að alast upp?
Fordómarnir í garð braggalýðsins voru auðvitað miklir, en án þess að
ætla að fara að draga upp einhverja glansmynd af mínu æskuheimili þá
get ég sagt að þar varð maður aldrei var við fordóma í garð hinna fátæku
- sjálfsagt í og með vegna þess að mínir foreldar voru og litu á sig sem
venjulegt baslandi alþýðufólk - fordómarnir lágu allir í hina áttina, í
garð ríka pakksins. Við leigðum lengst af litla kjallaraíbúð í Hlíðunum,
en þegar ég var 10 ára fluttum við inn í hið nýbyggða Háaleitishverfi, í
næsta nágrenni við stærsta kampinn sem þá stóð enn, Múlakamp. Og
sannarlega þótti mér það spennandi heimur. Ég eignaðist þar marga
vini, bar út þangað blöð og rukkaði, og það var oft skrautlegt, - ég stofn-
aði fótboltafélag með nágrannastrákunum, meðal annars nokkrum harð-
H'3