Þjóðlíf - 01.04.1988, Side 11

Þjóðlíf - 01.04.1988, Side 11
INNLENT Hagsmunaárekstrar og Hæstiréttur Skipun nýs hœstaréttardómara vekur upp umræðu um lög og reglur um Hœstarétt á Islandi. Þann 11. febrúar s.l. var Benedikt Blöndal, hæstaréttarlögmaður, skipaður dómari við Hæstarétt Islands. Skipun Benedikts í starf Hæstaréttardómara braut að nokkru blað í sögu réttarins. I 68 ára sögu Hæstaréttar hafa lang flestir hæstaréttardómarar annað hvort komið úr lagadeild Háskólans eða starfað áður sem embættisdómendur á héraðsdómstigi. Benedikt kemur aftur á móti úr „praktískum" lögmannsstörfum og hefur komið víða við í þjóðfélaginu frá því að hann útskrifaðist úr lagadeild árið 1960. Þegar Benedikt tók sæti í Hæstarétti í febrúar s.l. sat hann í stjórnum nokkurra fvrirtækja og á sjálfur hlut í all mörgum fyrirtækj- um. Og eftir að hann var skipaður dómari við Hæstarétt birtist tilkynning um að hann hefði stofnað tvö fyrirtæki með „ísbjarnarbræðrum“, en það gerðist hins vegar í desember á sl. ári. Athygli vekur að ekkert bannar hæstaréttardómurum að eiga hluti í atvinnurekstri né að sitja í stjórnum fyrirtækja þó litið sé svo á að Hæstiréttur eigi að vera sjálfstæður og óháður öðrum greinum ríkisvaldsins og hagsmunum í þjóðfélaginu. Á hinn bóginn hyggst Benedikt segja sig úr stjórnum fyrirtækja sinna, þó honum beri engin lagaleg skylda til þess. Fyrir fáum vikum birtist í Lögbirtingi til- kynning þess efnis að Benedikt Blöndal hefði ásamt „Isbjarnarbræðrum" þeim Jóni og Vil- hjálmi Ingvarssonum og eiginkonum þeirra, stofnað fyrirtækið ísbjörninn hf. og enn- fremur að þeir Benedikt, Jón og Vilhjálmur hefðu einnig stofnað fyrirtækið Hafsíld hf á Seyðisfirði ásamt Jónasi Hallgrímssyni og Theódór Blöndal. Stofnun þessara fyrirtækja átti sér stað í desember.löngu áður en skipan hæstaréttardómara var á dagskrá. Hlutafé ísabjarnarins er samkvæmt Lögbirtingi ein milljón króna og er tilgangur fyrirtækisins fjárfestingarstarfsemi, bygging og rekstur fasteigna. verslun, lánastarfsemi og annar skyldur atvinnurekstur. Tilgangur Hafsfldar er hins vegar að reka síldar og loðnubræðslu. fiskverkun, verslun, skipaútgerð, fiskveiðar, rekstur fasteigna og annars skyldur atvinnurekstur. Hlutafé Hafsíldar hf er 10 milljónir. Þegar Benedikt tók við starfi Hæstaréttardómara sat hann í stjórn Hafsfldar. Á sama tíma sat hann einn- ig í stjórn Hagtryggingar hf. í Reykjavík en Hagtrygging er nátengd Sjóvá hf. og er Einar Sveinsson náfrændi Benedikts framkvæmda- stjóri í þessum tryggingafélögum. Stjórnar- formaður Sjóvá og Hagtryggingar er bróðir Einars, Benedikt Sveinsson en þeir Benedikt og Einar Sveinssynir og Benedikt Blöndal eru systkinasynir. í stjórn Sjóvá situr einnig Ágúst Fjeldsted hrl. sem hefur verið meðeig- andi Benedikts Blöndals að lögmannsstofu í Reykjavík um áratugaskeið og situr Ágúst einnig sem varamaður í stjórn Hagtrygging- ar. Hefur lögmannsstofa Benedikts, Ágústs og Hákonar Árnasonar farið með mál Sjó- vár. Þá er þess að geta að í stjórn Sjóvá sem „fulltrúi hinna tryggðu" eins og það er orðað situr Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. en Benedikt Blöndal hefur lengi tengst því fyrirtæki. Hann hefur hins vegar sagt sig úr öllum stjórnum eftir að hann varð skipaður hæstaréttardómari en um þessar mundir er verið að halda aðalfundi hinna ýmsu fyrir- tækja. Það gerir dómarinn af eigin frum- kvæði, því ekkert segir í lögum um þetta atriði. Benedikt er 53 ára gamall. Réðst sem lög- fræðingur til Bæjarútgerðar Reykjavíkur eft- ir laganám árið 1960 og starfaði þar til árs- loka 1965. Samhliða opinberum störfum hef- ur hann frá árinu 1961 rekið lögmannsstofu í Reykjavík ásamt fleirum og hann hóf þegar Benedikt Blöndal hæstaréttardómari. Skipan hans var umdeild. afskipti af atvinnurekstri ýmisskonar, var m.a. í stjórn fiskveiðihlutafélagsins Alliance og í skilanefnd þess, formaður Rúgbrauðs- gerðarinnar hf frá 1973, formaður Samtrygg- ingar ísl. botnvörpunga frá 1971 o.s.frv. Eig- inkona hans er Guðrún Karlsdóttir forstjóra Kristinssonar í Björnsbakaríi í Reykjavík á sínum tíma). Benedikt hefur einnig kennt við lagadeild HÍ, sat í Kjaradómi frá 1971 og formaður frá 1978. Hann var formaður landskjörstjórnar frá 1983. sat í stjórn Rauða krossins og for- maður þar frá 1982-1986, safnaðarfulltrúi Dómkirkjusafnaðarins 1975-1981 og hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum öðrum. Vinnubrögð Hœstaréttar Skipan Benedikts í embætti dómara við Hæstarétt var mjög umdeild. Auk hans sóttu um embættið þeir: Gísli G. ísleifsson, deild- arlögfræðingur,Hjörtur Torfason hæstarétt- arlögmaður, Jóhann H. Nielsson hrl, Jó- hannes L.L.Helgason hrl, Jón Oddsson hrl, Sigurður Helgason sýslumaður, Skúli Jón Pálmason hrl og Sveinn Snorrason hrl. Samkvæmt lögum um Hæstarétt á dómur- 11

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.