Þjóðlíf - 01.04.1988, Qupperneq 18

Þjóðlíf - 01.04.1988, Qupperneq 18
INNLENT Nýi meistarinn hylltur. Steinunn Ásmundsdóttir, starfsmaður Þjóðlífs, færir Þjóðlífsmeistaranum í tölvuskák blómvönd að unnum sigri. Jóhann Bjarnason, umsjónarmaður Excel 68000, tekur við blómum og hamingjuóskum fyrir hönd meistarans. Tölvuskák Nýr Þjóðlífsmeistari krýndur! Þjóðlífsmeitarinn Novag Forte B varð að lúta í lœgra haldi gegn Fidelity tölvunni Excel 68000 í mögn- uðu einvígi þar sem tölvurnar reyndu með sér á fjórum styrk- leikastigum. Glœsi- legar fléttur, fórnir — ogfíflska . . . í síðasta tölublaöi Þjóölífs var sagt frá fvrsta tölvuskákmótinu sem haldið hefur verið hér á landi, og Þjóölífsmeistarinn kynntur: Novag Forte B. Ekki fékk meistarinn að sitja lengi á friöarstóli. Áskorun barst frá nýinnfluttum meðlimi Fidelity skáktölvufjölskyldunnar frægu: Excel 68000. Skáksagan geymir mörg sorgleg dæmi um viðureignir og einvígi sem urðu aldrei aö veruleika, þannig vildi Staunton ekki tefla við Morphy á öldinni sem leið og Fischer ekki við Karpov hér um árið. En Forte B reyndi engin undanbrögð; fjögurra skáka einvígi milli hennar og Excel 68000 um titilinn „Þjóðlífsmeistari í tölvuskák". Skáktölvur hafa yfirleitt mörg styrkleik- astig og nota því rneiri tíma sem þankagang- ur þeirra verður dýpri. í einvígisskákunum fjórum var umhugsunartími tölvanna mis- jafn: 5 sekúndur á hvern leik í fyrstu skák- inni. 15 í annarri, 30 íþeirri þriðju ogsvo heil mínúta í lokaskákinni. Hér er þess að geta að á efri stigum hugsa flestar skáktölvur í miklu meira en eina mínútu um livern leik: kannski heilan sólarhring þegar vel liggur á þeim. Það er hins vegar óhætt að gera ráð fyrir því að skákáhugamenn af holdi og blóði tefli fyrst og fremst á lægri stigum — einvígis- Novag Forte B 0 0 1 ‘/2 = lVi Fidelity Excel 68000 1 1 0 ‘/2 = 2Vi kapparnir munu reynast mörgum erfiðir strax á fyrsta stigi. Dregið var um liti á formlegan hátt og kom í hlut Novag Forte B að stýra hvítu mönnun- um. Tölvurnar höfðu fimm sekúndur að jafnaði á leik. og skákin gekk því einkar greiðlega fyrir sig. Meistarinn virtist ekki í sérstaklega góðu jafnvægi. lenti fljótlega í krappri vörn og missti peð. Excel-tölvan tefldi af stakri kúnst og jók pressuna með svörtu mönnunum. Eftir 30 leiki var staða Forte B gjörtöpuð en hún streittist við í fjörutíu leiki til viðbótar. Skáktölvur eru ekki gjarnar á að gefa skákir, þær vilja annað hvort hreint og klárt mát eða þá að þær þrá- leika til jafnteflis. Áskorandinn var sem sagt í essinu sínu og í annarri skákinni hafði hann hvítt. Umhugs- unartími var fimmtán sekúndur á leik. Tölv- urnar léku hratt fyrstu tíu leikina og áttu fyrir 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.