Þjóðlíf - 01.04.1988, Qupperneq 20
Læknarnir álitu mig móðursjúka
Vegna greinar í janúartölublaði Þjóðlífs um líðan reykvískra kvenna fyrir tíðír, kom á daginn að fjölmörg-
um konum virðist reynast mjög vel að taka reglulega inn blómafrjókorn.
Þær sem hafa látið til sín heyra í þessu sambandi segja að fyrirtiðaspenns, verkir og truflun á hormóna-
starfsemi hafi nánast horfið eftir reglulega inntöku blómafrjókorna í nokkrar vikur.
Á ráðstefnu sem hérlendir dreifiaðilar HIGH DESERT
blómafrjókornanna héldu á dögunum, kom stór hópur
fólks og tjáði síg um hver áhrif neyslan hefði á líkamlegt
heilsufar, andlegt þrek og úthald. Við gefum fertugri konu,
Guðbjörgu Jóhannesdóttur orðið. Hún segir frá píslar-
göngu sinni um heilbrigðiskerfið og hvernig hún vann bug
á veikindum sínum.
Ég var alltaf með verki fyrir blæðingar og hafði haft frá
unglingsárum. Fyrir níu árum var mér sagt að þessir verkir
myndu hverfa með tíð og tíma og barnsfæðingum, verkirn-
ir hurfu ekki heldur jukust. Ég fór að hafa heiftarlega verki
tveimur dögum áður en blæðingum lauk sem jukust og
vörðu í allt að tíu daga. Ég reyndi að leita mér lækninga og
fór til kvensjúdómalæknis, ég var lögð inn á sjúkrahús í
kviðspeglun. Þar var mér sagt að ég væri með blöðrur á
leginu sem orsökuðu þessa verki, og lítið væri hægt að
gera. Tíminn leið og eftir margar skoðanir og heimsóknir til
lækna og á sjúkrahús var mér sagt að ég yrði að sætta mig
við þetta þangað til ég kæmist á breytingarskeiðið. Ég fékk
verkjastillandi lyf, Lobac sem virkar líka afskaplega deyf-
andi. Ég var gjörsamlega óvinnufær hvort sem var og betra
var að vera deyfð en kvalin. Ég var mjög ósátt við þessi
málalok og missti alveg trú á lækna. Mér fannst eins og þeir
álitu mig móðursjúka ef ég leitaði til þeirra í vandræðum
mínum.
Næst fór ég til svæðanuddara og byrjaði að taka inn
náttúruvítamín og þannig fékk ég fljótlega bata, en aðeins
tímabundið. Ég varð að vera stöðugt í svæðanuddi tvisvar í
viku, ef vel átti að vera. Á þessu ímabili eignaðist ég barn,
en verkirnir löguðust ekki þrátt fyrir fullyrðingar lækna. Þá
ákvað ég að reyna hormónalyf, en ekki tók betra við þar því
ég steyptist út í kýlum og endaði með þau hjá fegrunar-
lækni og vildi láta skera þau burt. En hann sendi mig aftur
til kvensjúkdómalæknis sem benti mér á að hormónalyfin
orsökuðu kýlin svo ég hætti að taka þau. Svona gekk þetta
fyrir sig þangað til svæöanuddarinn benti mér á HIGH
DESERT sem ég hef nú tekið í þrjú ár og hef verið verkja-
laus þann tíma nema ef ég hef verið mjög þreytt. Ég þarf
ekki lengur verkjalyf og hef ekki farið til kvensjúkdóma-
læknis í tvö ár enda ekki haft ástæðu til.
Fleir konur tóku í sama streng og voru þess fullvissar að
HIGH DESERT blómafrjókorn hefðu hjálpað þeim í vanlíð-
an vegna blæðinga.