Þjóðlíf - 01.04.1988, Qupperneq 24

Þjóðlíf - 01.04.1988, Qupperneq 24
MENNING VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIDNAÐARSTÖD KEA AKUREYRI SÍMI: 96~21400 Á 5. ríkisþingi Norræna félagsins í Lubeck 1938. Háttsettir gestir meðal annarra á opnunarhátíðinni hlýða á leiðtoga félagsins, Lohse héraðsstjóra halda ræðu: dr. Drechsler yfirborgarstjóri, Himmler SS-foringi og Rosenberg iandsstjóri Hitlers og verndari Norræna félagsins. Þarna var mikið um dýrðir og meðal íslenskra gesta sem þátt tóku í hátíðinni voru Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Finnbogason og Matthías Þórðarson. menningar- og viðskiptatengsl þýskra við þjóðirnar í norðri. Eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi 1933 tók flokkurinn félagið í sína þjónustu og notaði það til að afla stefnu brúnstakka vinsælda og samúðar á Norðurlöndum. í bók sinni „Hitler talar“, sem Magnús Ásgeirsson íslenskaði og Menningar- og fræðslusamband alþýðu gaf út árið 1940, heldur Hermann Hausehning því fram, að meiri hluti félagsmanna hafi verið grunlaus um það pólitíska hlutverk, sem félaginu var ætlað að gegna. „Þetta félag, sem áður hafði verið lítið eitt rómantískt tæki í þjónustu mikilsverðrar menningarstarfsemi, varð nú að verkfæri sviksamlegs áróðurs og magn- aðrar njósnaiðju, án þess að meiri hluti fé- lagsmanna hefði hugboð um. hvað var að gerast" (Rvík, 1940, bls. 142). Verndari félagsins — öfgafuliur skósveinn Það má til sanns vegar færa, að pólitískur tilgangur félagsins hafi ekki legið í augum uppi fyrstu árin eftir að það var gert að flokksstofnun nasista. Þegar leið á 4. áratug aldarinnar hljóta þó flestir, sem fylgdust með gangi mála í Þýskalandi, að hafa gert sér grein fyrir því, að hér var um hápólitísk sam- tök að ræða, — þó ekki væri nema fyrir það eitt hverjir það voru sem einkum létu að sér kveða á samkomum félagsins. Þar ber fyrst frægan að nefna, sjálfan Al- fred Rosenberg, sem var gerður að verndara Norræna félagsins 1933. Rosenberg var einn af hörðustu áróðursmeisturum nasista og öfgafullur skósveinn Hitlers allt frá því að sá síðarnefndi fór að láta á sér bera í Þýskalandi á þriðja áratugnum. Til að gefa eilitla hugmynd um viðhorf og umsvif þessa róttæka þjóðernissinna á sokkabandsárum nasismans, má vísa til greinar sem Karlheinz Riidiger skrifaði um þennan flokksbróður sinn í tímarit Norræna félagsins „Norðrið" (Der Norden) í febrúar 1942. Tilefni þeirrar greinar var sú ákvörðun Hitlers að gera Rosenberg að ráðherra yfir þeim landssvæðum, sem Þjóðverjar lögðu undir sig í Austur-Evrópu. Um feril Rosen- bergs innan flokksins segir greinarhöfundur m.a.: „Hann hefur frá upphafi veitt Foringjan- um dyggan stuðning og staðið við hlið hans í fremstu röð á örlagastundum hreyfingarinn- ar. Hann tók þátt í fyrsta andófi nasista gegn hinu marxíska ofurefli á götum Coburgs 1922. Með skammbyssu í hendi fylgdi hann Foringjanum í ræðustól í hinum fræga bjór- kjallara „Búrgerbraukeller" þann 9. nóvem- ber og þegar nasistar sóttu að „Hershöfð- ingjahöllinni“ (í Múnchen, A.B.) stóð hann í fremstu víglínu, reiðubúinn að fórna lífi op limum fyrir Foringjann og hreyfinguna. A meðan Foringinn sat í varðhaldi var það einkum skapgerðarstyrk hans að þakka, að takast skyldi að vinna bug á veikleika hreyf- 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.