Þjóðlíf - 01.04.1988, Qupperneq 45

Þjóðlíf - 01.04.1988, Qupperneq 45
VIÐSKIPTI Gegn hvalveiðum íslendinga Miklir hagsmunir í húfi. Er ástœða til þess að óttast aðgerðir Grœnfriðunga í Bretlandi? Víðtækar aðgerðir Grænfriðunga í Bretlandi skaða ekki einungis viðskiptahagsmuni íslendinga heldur koma þær breskri fiskvinnslu illa. Aðgerðirnar felast í undirskriftaherferð, auglýsingum með áskorunum til almennings um að kaupa ekki íslenskan fisk. Reiknað er með að þessar aðgerðir geti staðið í tvö ár en áhrifin gætu varað mun lengur. Gænfriðungar njóta samúðar almennings, hafa góð sambönd við fjölmiðla og virðast hafa úr nægu fjármagni að spila. Munu bresk stjórnvöld þrýsta á íslensk um að leggja niður hvalveið- ar? Rök íslenskra stjórnvalda í hvalveiðimálinu eru kölluð „smá- smuguleg“ og ,,kreddufull“. Grænfriöungar í Bretlandi hófu aögerðir sín- ar í byrjun febrúar. Gríðarstórt auglýsinga- spjald var sett upp við eina af fjölförnustu götum Lundúnaborgar. Fjórum vikum síðar var það spjald horfíð en þá voru samskonar spjöld sett upp víða í 8 stærstu borgum Bret- lands. Á þessum spjöldum var skorað á fólk að kaupa ekki fisk af íslendingum vegna þess að þeir veiddu hvali. Á sama tíma sendu Grænfriðungar bréf til Tesco-verslunarkeðj- unnar, sem er stærst sinnar tegundar í Bret- landi, og Bird’s Eye, fískframleiðslufyrir- tækisins. í bréfínu greina Grænfriðungar frá að þeir ætli að nefna opinberlega þessi tvö fyrirtæki og biðja almenning um að snið- ganga þau, nema þau hætti viðskiptum sín- um við íslendinga. Þessar aðgerðir fengu talsverða umfjöllun fjölmiðla í Bretlandi, einkum í morgunútvarpi á Rás 4 í breska ríkisútvarpinu, BBC. í þessum þáttum kom strax fram skýr afstaða bresku fyrirtækjanna um að þau létu ekki undan viðskiptajsving- unum af þessu tagi. Undirskriftaherferð í lok mars hófu Grænfriðungar síðan að- gerðir við Tescoverslanir vítt og breitt um land, — á samtals 73 stöðum í Englandi, Skotlandi og Wales. Par dreifðu þeir límmið- um með áskorunum til fólks um að kaupa ekki íslenskan fisk. Þeir dreifðu einnig póst- kortum sem viðskiptavinir verslananna áttu að undirrita og senda verslunarstjórum. Á kortunum var yfirjýsing þess efnis að við- komandi viðskiptavinur ætlaði ekki að kaupa fisk í Tesco-verslunum á meðan ein- hver hætta væri á að sá fiskur hefði verið veiddur af íslendingum. Samtímis söfnuðu Grænfriðungar undir- skriftum undir áskorun til íslenskra stjórn- valda um að hætta hvalveiðum og á fyrsta degi söfnuðust þúsundir undirskrifta. Auk þessara aðgerða og áróðursspjalda hafa allt frá upphafi birst öðru hvoru auglýsingar á forsíðum allra helstu blaða í Bretlandi frá Grænfriðungum þar sem þeir ítreka boðskap sinn og áskoranir. Grænfriðungar láta ekki í té upplýsingar um framtíðaráform sín. Ekki er t.d. víst þegar þetta er skrifað hvort undirskriftalist- arnir verða afhentir sendiherra íslands í Lundúnum um miðjan maí eins og í fyrstu var áætlað. Hins vegar er ljóst að þeir verða á hverjum laugardegi við Tesco-verslanir vítt og breitt um Bretland með undirskriftalista, Iímmiða og póstkort. Kunnáttumenn í áróðri Þessar aðferðir eru úthugsaðar og það má 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.