Þjóðlíf - 01.04.1988, Page 56

Þjóðlíf - 01.04.1988, Page 56
ERLENT O Símaþjónusta Gulu bókarinnar 62 42 42 Sí Minningin um Chiang Kai-shek er í hávegum höfð. Frá skrúðgöngu á þjóðhátíðardegi Taiwan. Taiwan Öldungarnir falla Lee Teng-Hui varð forseti Taiwan í janúar eftir lát Chiang Ching- kuo, fyrrverandi forseta og sonar ChiangKai-sheks, foringja Þjóðern- issinna. Hinn nýi forseti er fyrsti innfæddi Taiwanbúinn sem kemst til æðstu metorða innan stjórnar Kuomindangsflokksins og stendur frammi fyrir örlagaríkum breytingum í Taiwan. Lee Teng-Hui hagnýtti sér stuðning hinna öldruðu meðlima sem sitja í innsta valda- kjarna Kuomindang sem hefur tögl og hagld- ir í stjórnkerfi Taiwan. Peir kusu hann til forystu í flokknum en í staðinn mæta þeir áformum forsetans ,sem vill losna við þá úr áhrifastöðum. í febrúar samþykkti mið- nefnd flokksins áskorun til öldunganna, sem hörfuðu með stjórn Chiang Kai-shek til eyj- unnar eftir byltinguna í Kína 1949, að segja af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hver er ástæðan fyrir þessu? Jú, sam- kvæmt yfirlýsingu Wu Pohsiung, innanríkis- ráðherra og fylgismanns hins nýja forseta, er ætlunin að skapa nýja tíma í stjórnmálum Taiwan og koma á stjórnarskrárbundnu lýð- ræði. Stjórnmálaskýrendur eru efins um alvör- una hér að baki en mikilvægar breytingar hafa alltént átt sér stað í alþjóðamálum sem gera tilkall Kuomindangs til þess að vera hin eina lögmæta ríkisstjórn Kína, hálf ankanna- lega. í dag er svo komið að aðeins 22 ríki í heiminum styðja enn kröfu Kuomindan- gsstjórnarinnar til Kína. Lang flest ríki við- urkenna Kínverska alþýðulýðveldið. Enn er þetta þó viðkvæmt mál á Taiwan. Önnur staðreynd blasir líka við. Nú eru aðeins 15- 20% af hinum 19.6 miljónum Taiwanbúa úr hópi þeirra sem flýðu til Taiw- an eftir ósigurinn 1949 eða beinir afkomend- ur þeirra. Hin nýja kynslóð Taiwanbúa lítur söguna öðrum augum og vill byggja sjálfstætt ríki með lýðræðisfyrirkomulagi á eyjunni. Kínverjar vara þó við öllum sjálfstæðisþreif- ingum Taiwanbúa og hóta hernaðarafskipt- um því samkvæmt hugmyndum kommúnist- anna í Peking er Taiwan enn hluti af Kína. Það gæti orðið þrautin þyngri fyrir hina nýju ráðamenn forsetans að ætla að breiða í einu vetfangi yfir völd gömlu þjóðernissinna Chiang Kai-sheks. Á 300 sæta löggjafarþingi Kuomindangs eru aðeins 73 meðlimir sem hafa verið kjörnir til starfa á Taiwan. 227 þingmenn eru öldungar sem fengu sín þing- sæti til lífstíðar á meðan Kuomindangstjórn- in háði enn baráttu sína á meginlandinu á fimmta áratugnum. Á Þjóðarsamkundunni er kýs forseta og varaforseta, eru aðeins 106 fulltrúar af alls 920 meðlimum sem hafa fengið þar inni eftir að Kuomindangstjórnin hörfaði frá Kína fyrir nær 40 árum. 56

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.