Þjóðlíf - 01.04.1988, Page 58

Þjóðlíf - 01.04.1988, Page 58
FÓLK Forsetinn og fegurðardrottningin — með nefin sín. Nefjavandi Austurríkis I ónáðinni Ekkert lát er á ónáðinni sem Leonid sálugi Brésnef fellur í austur í Sovétríkjunum. Valdatímabil hans er nefnt „tímabil stöðn- unarinnar" og víða er verið að þurrka út minningar eftir hann. Þannig hefur til dæmis líkneski af honum verið fjarlægt úr úthverfi Moskvu og hverfið, sem nefnt var eftir gamla manninum hefur verið umskírt. Félagi Brésnefs, Tsjérnenko virðist einnig ætla að fá svipaða útreið; á dögunum birtist lesenda- bréf í Prövdu, þar sem kvartað var undan því að verið væri að koma upp brjóstmynd af Tsjérnenko í Krastnojarsk. Spiegel Ungfrú Austurríki 1988, Maria Steinhart tví- tug stúlka lenti í óþægilegri umræðu eftir kjör- ið; fjölmiðlar fjölluðu rneð köpuryrðum og hæðnishrópum um nef fegurðardrottningar- innar og uppnefndu hana „ungfrú nefapa“. Ungfrúin ætlar að þjóna landi sínu með því að verða enn fegurri — á skurðarborðinu. Læknar hafa fengið það verkefni að stytta nef ungfrúrinnar. Annars brást hún þannig við gagnrýninni: „Þetta var kosning samkvæmt lýðræðisleg- um leikreglum, en þegar fólk tók að æsa sig upp yfir nefi mínu varð mé hugsað til Wald- heims forseta". Ekki var Ijóst hvort hún átti við nef forsetans eða fortíð hans, en María ákvað skurðaðgerðina: „Sagt hefur verið að það væri til skammar að ég yrði fulltrúi Aust- urríkis með þetta nef mitt. Ég vil gjarnan gæta virðingar landsins og vera virtur fulltrúi þess“. 58 j|l T<lf

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.