Þjóðlíf - 01.04.1988, Page 70

Þjóðlíf - 01.04.1988, Page 70
ÍÞRÓTTIR Gríðarleg uppbygging. Suður-Kóreumenn hafa lagt allt í sölurnar til að skipuleggja leikana sem allra best og m.a. byggt fjölmörg gríðarstór íþróttamannvirki: „Sækjast eftir aukinni virðingu". öryggi erlendu gestanna, verður mætt með fyllstu hörku. Skiptir þá ekki máli hvort ógn- in kemur að norðan eða að innan, eins og Park Seh-Jik komst að orði. Hann sagði að lögregla og her í Seoul hefði samvinnu við ýmsa erlenda og alþjóðlega aðila í sambandi við öryggi gesta á leikunum. Hann sagði að hvorki væri ástæða til að óttast ódæðisverk innlendra hryðjuverkasveita né erlendra, en hann taldi að eins og alltaf gætu slys átt sér stað. Pað er ljóst að með þessum ólympíuleik- um sækjast SuðurKóreubúar eftir auknum tengslum við þjóðir heims og ekki síður eftir aukinni virðingu. Séu efnahagslegar fram- farir mældar í hagvexti og framleiðni þá hafa þær verið með eindæmum í landinu síðasta einn og hálfan áratug eða svo. Margir tala hiklaust um eitt helsta efnahagsundur ver- aldar. Pað hefur hins vegar reynst Suður- Kóreubúum auðveldara að krækja sér í gjaldeyri iðnríkja Vesturlanda en að öðlast virðingu þeirra. Ólympíuleikarnir eru þeirra tækifæri til þess að sýna íbúum heims hversu þeir eru megnugir og enn sem komið er lofar undirbúningurinn góðu. Ásgeir Friðgeirsson/Lundúnum una til landsins. Park Seh-Jik neitaði ekki þessum orðrómi en sagði að Suður-Kóreu- búar legðu á það mikla áherslu að þarna gætu allir átt áhyggjulitlar stundir í öruggu umhverfi. Eins og sjá má af hinum ýmsu viðbrögðum Park Seh-Jik, þá hafa suður-kóreönsk yfir- völd tekið þá stefnu að binda ekki hendur sínar að neinu leyti og þau vilja hafa sem flestar leiðir færar við að leysa hin óteljan- legu vandamál sem fylgja stórviðburðum af þessu tagi. Öryggismál eru ofarlega í hugum fólks vegna ólympíuleikanna í Seoul og er það tvennt sem einkum veldur því. I fyrsta lagi óttast margir hryðjuverk norður-kóreanskra aðila, sérstaklega eftir að uppvíst varð að einn slíkur hópur sprengdi á flugi eina suður- kóreanska farþegaflugvél með á fjórða hundrað farþega innanborðs. í öðru lagi telja margir að til átaka geti komið innanlands vegna hins ótrygga stjórn- málaástands þar, en á síðasta ári flykktust námsmenn og hópar millistéttarfólks út á götu og kröfðust lýðréttinda. Það var auð- heyrt á máli Park Seh-Jik, sem í þrjátíu ár gegndi herþjónustu og er nú í röðum áhrifa- mestu manna í landinu, að allri ógnun við 70

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.