Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 33

Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 33
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 33 vera með og þau sækjast eftir því að fá að vera hluti af hópnum. Þar fá allir viður kenningu, stuðning og hvatningu. Allir fá verðlaunapening í hópíþróttum, óháð frammistöðu. Þau sýna hópnum tryggð, vilja vera meðtekin og virkir þátttakendur. Athygli og sjálfstraust – Þessi kyn ­ slóð hefur fengið mikla athygli hjá foreldrum, sem hafa verið margfalt uppteknari við að veita börnum sínum athygli, hrósa þeim og blása þeim sjálfs ­ traust í brjóst en kynslóðirnar á undan. Jöfnuður og „tækifæri fyrir alla“ hafa að mörgu leyti verið staðreynd fyrir stóra hópa í samfélaginu. Börn geta stundað áhugamál og tómstundir að vild, framhaldsskóla­ og háskólanám og fengið til þess mikinn stuðning hjá foreldrum. Í tómstundum og námi hafa þau alist upp við að fá útrás fyrir sköpunargleði, áherslu á framfarir, stöðugan lærdóm og vöxt og fengið reglu lega endurgjöf. Þau gera því kröfur um að vinnustaðurinn standi undir sömu væntingum. Að stJÓrNA Y-kYNslÓðINNI Stjórnendur sem tilheyra kynslóðunum á undan eiga margir hverjir í erfiðleikum með að skilja hvernig á að fá þennan hóp til að langa til að mæta í vinnuna og skila góðum árangri. Eldri stjórnunaraðferðir virka tæpast og afleiðingin er sú að starfshvatningu og starfsánægju skortir. Frammistaða slaknar, afköst minnka, fjar vistir aukast og starfsmannavelta eykst. Óánægja starfsfólks hefur áhrif á gæði vöru og þjónustu með þeim afleið ­ ingum að ánægja viðskiptavina dalar. Stuðningur félagslega kerfisins er mikill og óttinn við að missa vinnuna er ef til vill ekki sama ógn og áður var. En þó að áherslur hafi breyst þýðir það alls ekki að þessa kynslóð skorti metn að eða hún hafi ekki áhuga á að ná góðum árangri. Því fer fjarri. Það er því heilmikið tækifæri fólgið í því að skapa starfsumhverfi þar sem þessir ein stakl ­ ingar fá að njóta sín og sýna sína bestu frammistöðu. Eitt af því sem stjórnendur sem vilja ná til þessarar kynslóðar þurfa að gera er að opna dyr. Stjórnendur þurfa að vera aðgengilegir, þau eru vön að eiga sam ­ skipti við hvern sem er, hvenær sem er og vilja engar hindranir í samskiptum milli manna. Ritarinn á ekki að halda fólki frá for stjóranum, heldur hjálpa starfsfólkinu að ná sambandi við hann. Sagt er um þessa kynslóð að hún vinni til að lifa, frekar en að lifa til að vinna. Hún skilgreinir sig í meira mæli út frá því sem hún aðhefst utan vinnu.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.