Frjáls verslun - 01.07.2012, Qupperneq 45
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 45
Gáttin til útlanda
með þumal fingursreglur um að einungis
eitt af hverj um tíu sprotafyrirtækjum lifi
af. Svona talar hins vegar ekki fólk sem
skilur fram taks fjárfestingar. Þá ætti að vera
um hugsunarvert að af þeim 75 fyrirtækjum
sem hafa kynnt á Seed Forum Iceland hafa
29 þeirra fengið framtaksfjármagn frá ís
lenskum og erlendum aðilum. Það eru 39%
þeirra fyrirtækja sem hafa kynnt. Það er
reyndar ótrúlegt á alla mælikvarða því að
þau eru fá, ef einhver, fjárfestaþingin sem
geta státað af slíku hlutfalli. Áttunda Seed
Forum Icelandfjárfesta þingið var haldið
3. október 2008 og þar voru þrír ráðherrar
að undirrita samning um hátækni og
sprotavettvang Íslands. Eins og gefur að
skilja var uppi fótur og fit og ráðherrarnir
hvítir í andliti af áhyggjum. Söguna um
fjármálakreppu Íslands kunna svo flestir.
Við þær aðstæður vildu opinberir aðilar og
reyndar flestir stuðningsaðilar Seed Forum
Iceland leggja framtakið niður. Auðvitað var
nærri ómögulegt að fjármagna Sprotaþing
Íslands þegar helstu styrktaraðilar, fjár mála
stofnanir, voru orðnar gjaldþrota. Þrátt fyrir
allan barlóm tók Klak – Ný sköpunarmiðstöð
atvinnulífsins á sig mestan kostnað við
þingið og hélt verk efninu áfram með
dyggri aðstoð Sam taka iðnaðarins, Eyrir
In vestments og Ný sköpunarsjóðs atvinnu
lífsins. Árið 2011 gerðist Arion banki svo
aðalstyrktaraðili Seed Forum Iceland. Frá
og með fjár festa þinginu 3. október 2008 er
búið að halda átta Seed Forum Icelandþing
og hefur 41 íslenskt fyrirtæki kynnt sig fyrir
fjár festum. Þegar er búið að fjárfesta í 12 af
þessum sprotafyrirtækjum, sem eru 29%
þeirra fyrirtækja sem hafa kynnt. Við bestu
aðstæður er þetta ótrúlegt hlutfall en við
aðstæður fjármálakreppu og þegar doði og
þunglyndi hefur einkennt fjárfesta er þetta
með ólíkindum.
FrAmtAksFJármAGN
Tveir framtakssjóðir hafa verið leiðandi í
sprotaumhverfinu á Íslandi undanfarin ár.
Annars vegar Nýsköpunarsjóður atvinnu
lífsins sem var stofnaður árið 1997 og er
hluthafi í 38 fyrirtækjum og hins vegar
Frum tak sem var stofnaður árið 2008 og
hefur fjárfest í 13 fyrirtækjum síðan. Aðrir
sjóðir eru reknir af Thule In vest ments,
Auður Capital og Eyrir In vest ments. Einnig
hafa nokkur fjár fest inga félög sýnt sprota
fyrirtækjum auk inn áhuga eins og Investia
sem var komið á fót af nokkrum Íslend ing
um sem hafa unnið mikið erlendis undan
farin ár. Jafn framt hafa bankarnir þrír,
Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki,
haft fjárfest ingasjóði sem sumir hverjir
hafa fjárfest í nýjum fyrirtækjum en þó
mjög takmarkað, þangað til Arion banki
fjár festi í tíu sprotafyrirtækjum sem tóku
þátt í Startup Reykjavík. Þá hafa nokkrir
einstaklingar, sem oft eru kallaðir við
skiptaenglar, tekið þátt í að fjármagna
nokkur sprotafyrirtæki. Einnig eru til
styrkir fyrir nýsköpunarfyrirtæki, þeir
stærstu hjá Tækniþróunarsjóði sem hefur
um sjö hundruð milljónir til ráðstöfunar.
Ef áhugi er á að efla nýsköpunarhagkerfi
Íslands er þörf fyrir meira framtaks fjár
magn. Og það snýst að mestu um for
gangs röðun. Í skörulegri ræðu á þingi
demó krata sagði Bill Clinton að Bandaríkin
yrðu að fjárfesta í nýjum tækifærum og
nýjum fyrirtækjum. Hagkerfi gamla tímans
kæmi ekki aftur og það væri mikilvægt
að byggja upp nýtt og öflugra hagkerfi.
Clinton var að tala um Bandaríkin sem
nýsköpunarhagkerfi. Íslendingar þurfa
einnig að átta sig á þessu. Draumórarnir
eru ekki fólgnir í því að hugsa um tækifæri
heldur eru draumórarnir að halda því fram
að hægt sé að endurskapa gamla tíma á
Íslandi. Til að skapa tækifæri þarf hins
vegar að fjárfesta og fjárfesta mikið. Nú
er hins vegar staðan að framtaksfjármagn
fer þverrandi, Nýsköpunarsjóður hefur
einungis takmarkað fjármagn til þess
að fjárfesta þangað til hann selur hlut
sinn í þeim fyrirtækjum sem hann hefur
fjárfest og Frumtak, sem er tímabundinn
sjóður, hefur að mestu fjárfest og er að
fara yfir í tímabil stjórnunar verkefna
og að finna útgönguleiðir. Ef enginn nýr
aðili eða nýtt framtaksfjármagn kemur
inn á markaðinn mun skapast tómarúm
sem getur haft hrikalegar afleiðingar fyrir
nýsköpun í landinu og uppbyggingu
nýrra fyrirtækja. Það mun grafa undan
hagvaxtarmöguleikum þjóðarinnar til
lengri tíma litið.
„Árið 2011 gerðist Arion
banki svo aðalstyrktaraðili
Seed Forum Iceland. Frá
og með fjár festa þinginu
3. október 2008 er búið
að halda átta Seed Forum
Iceland-þing.“
Hinn 26. október næstkomandi er sextánda Seed Forum Icelandþingið. Þrír
áhugaverðir fyrirlesarar munu
fjalla um framtaksfjárfestingar:
Brian Singerman, meðeigandi
hjá Founders Fund sem var
fram taksfjárfestir í fyrirtækjum
eins og Facebook, Spotify og
SpaceX, Geir Ove Kjesbu,
fram kvæmdastjóri Investinor
sem er 80 milljarða króna
sprotasjóður í Noregi, og Robin
Rowland Hill sem er hjá Beer
and Partners á Bretlandi sem er
leiðandi í fjármögnun sprota og
smáfyrirtækja á Bretlandi.
Seed Forum Iceland hefur
dreg ið til sín fjölda erlendra
fjár festa og aðila sem þekkja
fram taksfjármagn vel. Það er
mikil vægt að kynna íslensk
sprota fyrirtæki fyrir erlendum
fjárfestum og erlenda fjár
festa fyrir tækifærum á Íslandi.
Ísland er lítið og opið hagkerfi
sem þarf erlenda fjárfestingu
og þar er ekki síst mikilvægt
að draga erlenda fjárfesta að
íslenskum sprotafyrirtækjum til
þess að opna fyrir þau erlenda
markaði. En það er mikilvægt
að íslenskir framtaksfjárfestar
fjárfesti í sprotafyrirtækjum fyrst
til þess að skapa trúverðugleika
gagnvart erlendum fjárfestum.
Íslenskir fjármagnseigendur
ættu að gera það, vegna þess
að það er góð fjárfesting og
það er fjárfesting í framtíð
Íslands.
Hinn 26. október næstkomandi er sextánda Seed Forum Iceland-þingið. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar
munu fjalla um framtaksfjárfestingar: Brian Singerman, Geir Ove Kjesbu og Robin Rowland Hill.
Sextánda Seed Forum
Iceland-þingið 26. október
næstkomandi