Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 46

Frjáls verslun - 01.07.2012, Side 46
46 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Auðvelt aðgengi og frumkvöðlar S íðasta vetur stóð Klak – Nýsköp ­ unar miðstöð atvinnu lífsins fyrir Nýsköpunarhádegi Klaks með stuðningi Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísi. Nýsköpunarhádegin voru haldin á þriðjudögum í hádeginu allan veturinn, alls tuttugu og sex talsins. Að jafnaði voru tveir til þrír frum mæl ­ endur í hverju hádegi, um sextíu alls, og opnar umræður í kjölfarið. Átta af frum ­ mælendum voru sérfræðingar að utan. Um þrjátíu manns tóku þátt í umræðunum að meðaltali sem þýðir að um átta hundruð manns hafi tekið þátt í opnum umræðum um fyrirtækjasköpun, nýsköpun, atvinnu ­ sköpun og verð mæta sköpun. Þetta voru lykilaðilar í nýsköp unar umhverfinu og að langmestum hluta frumkvöðlar. Það sem er áhugavert við þessa fundarröð er að þetta voru um fræður um framtíð Íslands. Nýsköpunarhádegi Klaks snerust í stór um dráttum um þrjú þemu: A) Ný ­ sköp unarlandið Ísland. B) Nýsköpun í at vinnu greinum. C) Árangursrík sprota ­ fyrirtæki. Það er of langt mál, efni í heila bók, að segja frá öllu því sem rætt var um en t.d. ræddi Jeffrey Wieland hjá Face book um kosti Kísildalsins fyrir sprota fyrirtæki og benti á að það væri fyrst og fremst samvinnan og metnaðurinn sem gerði dalinn að útungunarstöð sprotafyrirtækja; Magnús Geir Þórðarson, leikhús stjóri Borgarleikhússins, fjallaði um verð ­ mæta sköpun og þá sífelldu nýsköpun sem verður að vera í gangi í leikhúsinu; Margrét Pála í Hjallastefnuninni ræddi um samfélagslega nýsköpun og hvernig hægt er að breyta hugsun og hegðum með sam eiginlegu átaki; Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, benti á að árangurs­ rík fyrirtæki þurfa að spinna frá sér ný fyrir tæki til þess að til verði öflugar atvinnu greinar; Vilborg Einarsdóttir, fram kvæmdastjóri Mentors, fjallaði um ný sköpun í menntun og hvernig nýjar aðferðir í kennslu og við að læra auka árangur; Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf stæðis flokksins, sagði að Ísland hefði enga nýsköpunarstefnu og þyrfti í raun að fá atvinnustefnu líka til þess að efla mætti atvinnulífið; Guðjón Már í Oz fjallaði um hvernig mætti auka framtaksfjármagn á Íslandi margfalt með því að nýta aflands ­ krónur í nýsköpunarhagkerfið; Orri Hauks son, framkvæmdastjóri Samtaka iðn aðarins, sagði að margt gott hefði verið gert í nýsköpunarumhverfinu en að hvert ár ætti að vera ár nýsköpunar, og áfram mætti telja. Niðurstaðan var fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg umræða um ný sköp un á Íslandi. Umræðan snerist um framtíð Íslands, um hvernig nýsköpunarhagkerfið á Ís ­ landi væri að þróast. Þetta er mikilvæg umræða vegna þess að hún snýst um breyt ingar í hagkerfinu, verðmætasköpun, atvinnusköpun, menntun, skipulag og áherslur. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þarf að skapa verðmæti á Íslandi og það verður ekki eingöngu gert með því að ganga á náttúruauðlindir. Í raun hefur Ísland fyrir margt löngu þróast úr framleiðsluhagkerfi, í þjónustu hag ­ kerfi og er smám saman að færast í sérfræð ingahagkerfi. Það þýðir að verð ­ mætasköpun framtíðarinnar verður að miklum hluta að snúast um þekkingu og hvernig á að nýta þekkingu á nýstárlegan hátt. Það er borin von að hægt sé að búa til einhvers konar framleiðsluhagkerfi, nema þá í hátækni, sem á að keppa við lönd þar sem hráefniskostnaður og vinnuaflskostnaður er mun lægri og aðgengi að mörkuðum mun betra. Þrátt fyrir að þetta ætti að vera augljóst er ótrúlega lítið talað um, hvort sem er í stjórn mála umræðunni eða í atvinnu líf ­ inu, hvernig Íslendingar ætla að byggja upp sína framtíð og nýta ný sköpun til verð mætasköpunar. Það var kannski þess vegna sem mönnum varð á orði að umræðan sem fór fram í Nýsköp unar ­ hádegi Klaks væri um ræðan sem ætti að vera á Alþingi og í stjórna r ráðinu. Þetta var umræðan um framtíð Íslands. Þessi umræða um framtíð Íslands mun halda áfram í vetur. Í há deg ­inu alla þriðju daga í vetur munu sérfræðingar og áhugamenn um fyrir­ tækjasköpun, ný sköpun, atvinnu sköpun og verðmæta sköpun hittast í Ofanleiti 2, höfuðstöðvum Klaks, og ræða um nýsköpunarlandið Ísland, nýsköpun í atvinnugreinum, fram taksfjárfestingar, nýsköpunarfyrirtæki og árangursrík sprotafyrirtæki. Tilgangurinn er að skapa vettvang þar sem hægt er að miðla þekk ­ ingu og eiga umræður um málefni tengd nýsköpun. Markmiðið er að upplýsa, hvetja og ýta á ákvarðanir og aðgerðir. Það er framtíð í því. um framtíð Íslands TexTi: eyþór ívar Jónsson nýSköpunarhádegi klakS a. nýSköpunarlandið ÍSland. B. nýSköpun Í atvinnugreinum. C. árangurSrÍk SprotaFYrirtæki nýsköpunarhádegi klaks snerust í stórum dráttum um þrennt 2011 – haust C) 6. september: Kísildalurinn – tækifæri fyrir íslensk sprotafyrirtæki? B) 13. september: Klasar – geta klasar skapað verðmæti á Íslandi? C) 20. september: Útrás sprotafyrirtækja – hvaða leiðir eru færar? A) 27. september: Nýsköpunarstefna Íslands – er hún til? C) 4. október: Samfélagsleg sprotafyrirtæki – er það góður bissness? C) 11. október: Árangursríkir frumkvöðlar – hvað geta þeir sagt okkur? B) 18. október: Opin nýsköpun – er eitthvert vit í því? B) 25. október: Nýsköpun í menntun – er það máttur? A) 1. nóvember: Nýsköpun í samfélaginu – er þörf fyrir nýsköpun? B) 8. nóvember: Verðmætasköpun leiklistar – getur leiklist verið nýsköpun? B) 15. nóvember: Skapandi greinar – hvað er svona skapandi við þær? C) 22. nóvember: Viðsnúningur fyrirtækja – er viðsnúningur verðmætasköpun? C) 29. nóvember: Markaðssetning nýjunga – hvað þarf til að skapa buzz? A) 6. desember : Nýsköpunarlandið Ísland – hvar er það? 2012 – vor A) 10. janúar: Horfur 2012 – Verður þetta gott ár til verðmætasköpunar? A) 17. janúar: Kennsla í nýsköpun – Hvernig virkjum við börnin? C) 24. janúar: Menntun og þjálfun frumkvöðla – skilar hún árangri? C) 31. janúar: Markaðssetning áhugaverðra fyrirtækja – Hvað virkar? B) 7. febrúar: Nýsköpun í heilbrigðisgeiranum – Hvernig má skapa aukin verðmæti úr bættri heilsu? A) 14. febrúar: Erlendar fjárfestingar í nýsköpun – Eru þær líklegar? C ) 21. febrúar: Árangursrík fyrirtæki og þátttaka þeirra í atvinnu - uppbyggingu – Hvað geta þau gert? C) 28. febrúar: Innganga á erlenda markaði – Hvaða leiðir eru færar? A) 6. mars: Hugmyndaverkvangur – Hvað þarf til að háskólar, atvinnulíf og stofnanir skapi saman? C) 13. mars: Mannauður og nýsköpun– Hvernig hvetjum við fólk til að skapa? A) 20. mars: Fjármögnun sprotafyrirtækja – Hvernig aukum við framtaks fjármagn? A) 27. mars: Endurskipað stoðkerfi sprotafyrirtækja – Hvernig verður sprotastarfsemi efld á Íslandi? Umræður

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.