Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 50

Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 50
50 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 við höfum tekið þátt í að safna fé til góðgerðarmála.“ Latibær er ekki bara sjónvarps­ þættir. Það má nefna ýmiss kon ar átök sem hafa haft sitt að segja svo sem 28% aukningu í sölu á grænmeti og ávöxtum í ASDA­verslununum í Bretlandi á sínum tíma og 29% aukningu í átaki í Mexíkó. Þá má nefna orkuátak í nafni Latabæjar víða um lönd, Latabæjaríþrótta klúbba fyrir börn í Mexíkó, nú stendur yfir átak bresku ríkis stjórnarinnar til að fá börn til að hreyfa sig í gegnum „Change4Life“­ átakið sem Latibær er hluti af og svo má nefna ýmiss konar góðgerðarstarf. Reynslan hefur safnast í sarp inn og segir Magnús að hjá Latabæ verði til mikil þekk ing í sjónvarps­ og kvik­ mynda brans anum. „Íslendingar höfðu ekki áður selt íslenskan sjónvarpsþátt út fyrir landsteinana á þessum skala og í dag eru menn, sem taka þátt í framleiðslu á Latabæ, t.d. tilnefndir til Grammy­verðlauna. Þá erum við með eina mestu reynslu í heiminum af að nota „greenscreen“ við upptökur. Þekk ingin er orðin gríðarleg. Þá út vegar Latibær fjölda manns vinnu og setur milljarða inn í ís lenska hagkerfið.“ áhrif um allan heim Jú, saga Latabæjar hefur oft verið ævintýri líkust. „Ég hef þó oft spáð í það hvort þetta hafi verið þess virði. Myndi ég gera þetta aftur? Svarið væri líklega nei. Þetta er kannski bara of erfitt. Kannski of mikil fórn að mörgu leyti. Ég hef ekki upplifað það í mörg ár að fara í bíó um helgar án þess að hugsa um vinnuna. Ég hef aldrei upplifað að fara eitthvað yfir helgi án þess að fá tuttugu eða þrjátíu símtöl sem tengjast vinnunni. Ég hef aldrei farið að sofa án þess að vita að ég myndi gera eitthvað daginn eftir sem ég hafði aldrei gert áður og ég varð að finna lausnina á því. Mig langaði til að borga öllum mínum fjárfestum og mig langaði til að standa mig og gera betur og þá ákvað maður að vinna lengur eða skipu­ leggja sig betur. Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa gert mitt besta. Ég held ég hefði ekki sjálfur getað gert betur. Var þetta gaman? Þetta var stund um æðislegt. Vá hvað við gerð um frábæra hluti. Það er til dæm is frábært að ferðast út um allan heim og uppgötva t.d. allt í einu að 70% af stærsu þjóðum í heimi þekkja Latabæ, sem er væntanlega þekktasta íslenska vörumerkið. Það er ótrúlegt að vera í bíl í Mexíkó og sjá allt í einu krakka í Latabæjarbúning­ um. Svo hef ég fengið ótrúleg bréf frá foreldrum. Ég fékk bréf frá foreldrum sem eiga barn sem fæddist með garnirnar fyrir utan og gat ekki borðað – en það borðaði í fyrsta skipti þegar það horfði á Latabæ. Ég hef líka fengið bréf frá foreldrum barna sem liggja á sjúkrahúsi sem hafa beðið mig að koma þangað. Það er ábyrgð í því að vera frumkvöðull. Og það tekur á. Maður getur ekki gert allt sem mann langar til að gera. Svo ganga endalausar sögur um mann, sem taka líka á fjöl ­ skyld una. Ég finn að Latibær hefur gríðar ­ leg áhrif út um allan heim. Ég hef unnið með Michelle Obama og ríkisstjórnum; ég fékk til dæmis nýlega símtal frá forseta Kólum­ bíu, sem bað mig að koma, en hann vill gera mikið átak þar í landi.“ Magnús, sem er tæplega fimm tugur, er unglegur og léttur á sér sem fyrr. Samt segir hann: „Það er eitt: Ég vil ekki vera of gamall í búningnum. Ég þarf ennþá að hoppa og fara í splitt. Ég held það sé líka gott að vita hvenær maður á að hætta. Ég er með samning til tveggja ára í viðbót og er það hálfgerð skylda að leika íþróttaálfinn – ég vona að ég hangi það tímabil.“ „Íslendingar höfðu ekki áður selt íslenskan sjónvarpsþátt út fyrir landsteinana á þessum skala og í dag eru menn, sem taka þátt í framleiðslu á Latabæ, t.d. tilnefndir til Grammy­ verðlauna. Þá erum við með eina mestu reynslu í heiminum af að nota „greenscreen“ við upptökur. Þekkingin er orðin gríðarleg.“ Fáðu frekari upplýsingar í síma 510-1050 eða í gegnum netfangið vaktarinn@vaktarinn.is Eiginleikar Vaktarans • Gefur góða heildaryfirsýn af árangri markaðsherferða og almannatengsla. • Myndræn framsetning á fréttum og umfjöllunum í aðgengilegu viðmóti. • Auðveld skýrslugerð um fjölmiðlaumfjöllun fyrirtækisins yfir skilgreint tímabil. • Tölfræðiupplýsingar um allar birtingar á vöktuðum miðlum. www . v a k t a r i n n . i s Vaktarinn gerir notendum sínum kleift að fylg jast vel með allri umöllun í samfélagsmiðlum og ölmiðlum um vörumerki tengd þeim og samkeppninni. Með þeim hætti geta notendur Vaktarans brugðist skjótt við neikvæðri umræðu eða magnað upp jákvæða. HVAÐ SEGJA NEYTENDUR UM ÞITT VÖRUMERKI? og frumkvöðlar

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.