Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 63
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 63
Vaktarinn
– öflugt markaðstæki
K e l d a n
Á hverjum degi birtast yfir sex þúsund frétt ir, greinar og at huga semdir á net inu um fyrirtæki, vöru
merki og einstaklinga á Íslandi.
Vakt arinn aðstoðar notend ur
í að fylgjast sjálfvirkt með því
sem máli skiptir, jafnt á stórum
frétta síðum og prentmiðlum sem
og samfélagssíðum, bloggi og
spjall vefjum landsins. Vaktarinn
er ódýrt markaðstæki sem gerir
notendum sínum kleift að mæla
árangur markaðsherferða og al
mannatengsla fljótt og vel.
Ingi björg Ásta Halldórsdótt ir er
markaðs og sölu stjóri Keldunn
ar sem á Vaktar ann. Hún segir
að mark aðs hneigð fyrirtæki séu
sífellt að átta sig betur á því
hversu stóru hlutverki samfélags
miðlar gegna í markaðssetningu
á vöru og þjónustu:
„Á samfélagsmiðlum eru ógrynn
in öll af skrifum og skilaboðum á
Facebook, Twitter, bloggsíðum
og öllum öðrum mögulegum síð
um sem eru vinsælar. Að ógleymd
um hefðbundnum frétta síðum
eins og t.d. visir, mbl.is, vb.is
og pressan.is. Síðustu mánuði
hafa fyrirtæki jafnt og þétt aukið
notkunina á þessum miðlum
til að ná betur til núver andi og
væn legra viðskiptavina. Þessi
aukna notkun kallar á að fyrirtæki
setji fram stefnu um not kun
sam félagsmiðla. Hversu oft á að
pósta skilaboðum á Face book?
Hversu oft á ári ætlar fyrirtækið
að kynna nýjungar, af slætti, við
burði o.s.frv. Hvaða starfsmenn
innan fyrirtækis ins eiga að koma
þessum skila boð um á framfæri
og með hvaða hætti?
vöktun vörumerkja
Oftar en ekki á sér stað umræða
á samfélagsmiðlum um vörur og
þjónustu fyrirtækja. Algengast er
að neytendur séu að lasta eða
lofa ákveðnar vörur og þjónustu.
Þá er mikilvægt fyrir þá sem vakta
vörumerkin að vera vel á varð
bergi. Notendur Vaktarans geta
því fylgst með umræðu um vörur
sínar og þjónustu, keppinautum
eða því sem efst er á baugi í
samfélagsumræðunni. Notendur
Vaktarans geta með þessu móti
nýtt sér upplýsingarnar með því
að magna upp jákvæða um ræðu
eða draga úr neikvæðri um
fjöllun. Notendur Vaktarans g eta
klæðskerasniðið vöktunina al
gjörlega eftir sínu höfði og nálg
ast rauntímaupplýsingar þegar
þeim hentar. Í hvert sinn sem orð
eða orðasambönd sem notandi
leitar að birtast á þessum miðlum
grípur Vaktarinn það og birtir í
vefviðmóti. Vaktarinn tekur sam
an þau orð sem fólk tengir við
vörumerki og birtir niðurstöður á
myndrænan hátt í öflugu viðmóti,
gagnvirkum skýrslum og Excel.
Þannig geta notendur Vaktarans
eytt minni tíma í að lesa blogg og
greinar og meiri tíma í bregðast
við umræðunni. Fjölmörg íslensk
fyrirtæki nýta sér í dag Vaktar
ann með áskrift en janframt er
hægt að óska eftir reglulegum
skýrslum. Starfsfólk Keldunnar
býður upp á sveigjanlega og
góða þjónustu eftir þörfum hvers
og eins viðskiptavinar. Vaktarinn
er ódýrt markaðstæki sem gerir
notendum kleift að mæla árangur
markaðsherferða og almanna
tengsla fljótt og vel. Hægt er að
meta skjótt t.d. hvernig mark
að urinn bregst við nýrri vöru og
þjón ustu út frá umræðunni sem
skapast á samfélagsmiðlunum.
Markaðsfólk getur m.a. nýtt sér
Vaktarann í því skyni að mæla
hvort fyrirtæki skapi og hafi áhrif
á umræðuna með aðgerðum
sínum. Jafnframt er hægt að fá
vísbendingar um árangur mark
aðsherferða eftir umræðumagni
og flokkun umfjöllunar. Einnig er
mögulegt að sjá hversu margar
greinar og umfjallanir sem inni
halda leitarorð hverju sinni birtast
í rauntíma og skoða betur hvern
miðil fyrir sig þar sem umfjöllun
á sér stað og njörva leitina niður
við ákveðin tímabil.
Það má því með sanni segja
að Vaktarinn sé mjög öflugt upp
lýsinga og mælitæki til þess að
fá skjóta og góða yfirsýn yfir allt
það sem skiptir notendur máli
hverju sinni.“
„Notendur Vaktarans
geta fylgst með
um ræðu um vörur
sínar og þjónustu,
keppinautum eða því
sem efst er á baugi
í samfélagsumræð-
unni.“
stofnár vaktarans: 2008.
stofnendur vaktarans: Stofnandi er fyrirtækið Clara en Vaktarinn
er nú í eigu Keldunnar.
viðskiptahugmynd vaktarans: Auðvelda fyrirtækjum og einstakl-
ingum að fylgjast með umræðu á netinu og prentmiðlum í rauntíma
og afturvirkt.
markmið vaktarans: Markmið okkar er að viðskiptavinir Vaktar-
ans fái góða yfirsýn yfir umræðuna um þá sjálfa, vörumerki tengd
þeim og samkeppnina. Með þessum upplýsingum geta þeir síðan
brugðist við neikvæðri umræðu, magnað upp jákvæða umræðu,
metið árangur markaðsherferða og verið meðvitaðir um stöðu sína
meðal viðskiptavina.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðs og sölustjóri Keldunnar.
ræturnar
Keldan er upplý singa- og
viðskipta vefur fyrir ís lenska
viðskiptalífið og er í farar
broddi í upplýsingamiðlun
á Íslandi. miðlun fyrirtækja-
og fasteigna upplýsinga er
vaxandi þáttur í starfsemi
keldunnar og veitir keldan nú
aðgang að öllum helstu skrám
sem reknar eru af opinberum
aðilum á Íslandi. Þá rekur
keldan vaktarann og dagatal
viðskiptalífsins.