Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 69

Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 69
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 69 Raunverulegar lausnir og langtímahugsun Hjá Arion banka er boðið upp á frumkvöðlaþjónustu sem felur m.a. í sér frumkvöðlalán, ráð gjöf og bankaþjónustu. Að auki stendur bankinn fyrir Startup Reykjavík, en 180 umsóknir bárust í vor og voru tíu teymi af ólíkum toga valin til þátttöku – hvert teymi fékk tvær milljónir frá bankanum gegn 6% hlutafé. A r i o n b a n k i Arion banki, í sam­vinnu við Innovit og Klak, setti af stað í vor verkefnið Startup Reykjavík sem er viðskiptahraðall (e. accelerator). Tíu teymi fengu tíu vikna þjálfun og ráðgjöf frá einstaklingum víðs vegar að úr atvinnulífinu og starfs fólki Innovits og Klaks, tvær milljónir í hlutafé frá Arion banka gegn 6% hlutdeild í fyrirtækinu og aðgang að tengslaneti Global Accelerator Network. Kynntu öll fyrirtækin sig fyrir fjárfestum á loka degi verkefnisins í ágúst sl. „Mesta virðið fyrir fyrirtækin er tengslanet og ráðgjöf frá yfir fimm tíu leiðbeinendum alls stað ar að úr viðskiptalífinu,“ segir Einar Gunnar Guðmunds­ son, sér fræð ingur bankans í frumkvöðla málum. Þeir eru t.d. úr háskóla samfélaginu, stjórn end­ ur fyrir tækja og fjárfestar. „Þetta fólk hitti teymin og sneri stundum hugmyndum við, ráðlagði, opnaði dyr og bjó til tengsl fyrir fyrirtækin.“ Um 180 umsóknir bárust í vor og voru tíu ólíkar viðskiptahug­ myndir valdar til þátttöku. „Það var frábært að fylgjast með og sjá hversu miklu var áorkað. Þetta voru strembnar vikur fyrir teymin, en árangurinn var augljós og allir sammála um hversu vel tókst til.“ Startup Reykjavík hefur styrkt frum kvöðlaumhverfið og verður hald ið aftur vorið 2013 með tíu nýjum teymum. Sterkara frumkvöðlaumhverfi Einar Gunnar segir að hvati Arion banka til að fara þessa leið sé annars vegar að stuðla að og auka fyrirtækja­ og verð mæta ­ sköpun á Íslandi og í öðru lagi að bankinn bjóði þjónustu og lausnir sem raunverulega skipta máli fyrir frumkvöðla. Startup Reykja ­ vík gerir frumkvöðlum kleift að raungera hugmyndir sínar. „Þetta var líka tækifæri fyrir Arion banka til að stuðla að betra umhverfi; betrumbæta frumkvöðlaumhverf­ ið á Íslandi því það vantar svo oft brú á milli viðskiptahugmyndar og fjármagns og með þessu er bankinn að koma til móts við þær þarfir. Kostir Startup Reykjavík fyrir fjárfesta eru að úrval fjárfest­ ingarkosta hefur aukist og einnig gæðin, því viðskiptahugmynd­ irnar hafa farið í gegnum afar skilvirka gæðasíu. Þá erum við einnig að bæta og þróa þjónustu bankans við frumkvöðla, m.a. með frum ­ kvöðla lánum, bankaþjónustu snið inni að þörfum frumkvöðla. Einn ig höfum við safnað saman prakt ískum upplýsingum á vef bankans fyrir þá sem eru að hefja rekstur. Arion banki hefur ein­ lægan vilja til þess að stuðla að bættu umhverfi fyrir frum kvöðla með raunverulegum lausnum og langtímahugsun.“ stofnár: 2012 markmið fyrirtækis: Að auka og stuðla að aukinni fyrirtækja- og verðmætasköpun á Íslandi og bjóða upp á raunverulegar lausnir fyrir frumkvöðla og fjárfesta. viðskiptahugmyndin: Að standa fyrir verkefninu Startup Reykja - vík þar sem viðskiptahugmyndir eru þróaðar á tíu vikum og fá þátt- tökufyrirtæki sprotafjármagn í formi hlutafjár. Að bjóða jafnframt frumkvöðlaþjónustu í útibúum sem felur m.a. í sér frumkvöðlalán, ráðgjöf og bankaþjónustu. Einar Gunnar Guðmundsson, sér fræð ingur bankans í frumkvöðla málum. „Mesta virðið fyrir fyrirtækin er tengsla- net og ráðgjöf frá yfir fimm tíu leiðbeinend- um alls stað ar að úr viðskiptalífinu.“ ræturnar

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.