Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 82

Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 82
82 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 FJöLDI TæKIFæRA EN TAKMARKAð FJÁR- MAGN Mikil gróska hefur verið innan hönnunargeirans undanfarin ár. Að hluta má rekja þessa þróun til þess að síðastliðin tíu ár hefur fjöldi ungra hönnuða útskrifast frá Listaháskóla Íslands. Margir þeirra fá ekki vinnu við sitt hæfi, sérstaklega fata- og vöruhönnuðir, og stofna þess vegna eigin fyrirtæki. Halla Helgadóttir, fram kvæmdastjóri Hönn unarmiðstöðvar, segir að of erfitt sé fyrir mörg þessara fyrir tækja að finna fjármagn svo vöxtur þeirra geti orðið hraðari. Hönnunarmiðstöð Íslands Það er nokkuð stór hópur hönnuða sem streymir út í atvinnulífið að afloknu námi en atvinnutækifærin hér á Íslandi eru ekki nægileg. Það eru til dæmis ekki mörg fyrirtæki sem ráða til sín fata­ og vöruhönnuði en þeim fer þó fjölgandi með aukinni grósku á þessu sviði. Arkitektar og grafískir hönnuðir starfa innan stórra geira í atvinnulífinu en fata­ og vöruhönnun eru nýrri greinar á Íslandi og þess vegna ekki eins mörg tækifæri þar enn sem komið er. Fyrirtækjum á sviði fatahönn­ unar fer fjölgandi en margir stjórnendur ís lenskra fyrirtækja eru ekki búnir að átta sig al mennilega á því hvernig þau eiga að nýta sér vöru­ og iðnhönnuði.“ Stofna eigin fyrirtæki Halla segir að mikil gerjun sé innan hönnunar­ geirans og að margir nýútskrifaðir hönnuðir skapi sér vinnu sjálfir og stofni eigin fyrirtæki. „Það eru mörg ný og lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi í dag en það sem vantar er umhverfi þar sem þau ná að vaxa og dafna. Til þess þarf að laga starfsumhverfi fyrirtækja, efla stuðning og setja alvörufjármagn inn í þennan geira svo hann geti farið að skila meiru til baka og hraðar. Við eigum að mörgu leyti gott stuðnings­ um hverfi en of mikið af fjármagninu fer í stuðn ingsumhverfið sjálft og of lítið beint til fyrir tækjanna. Það er heldur ekki nægileg þekk ing á gildi og möguleikum hönnunar hér á landi. Svo vantar líka fleiri dæmi um vel­ gengni fyrirtækja á þessu sviði því það myndi auðvelda aðgengi að fjármagni. Að sumu leyti á tæknigeirinn auðveldara með að finna fjármagn í þróunarverkefni því þar eru menn búnir að sjá góðan árangur, til dæmis á sviði tölvuleikja og tölvulausna. Það er mikilvægt að við vinnum markvisst að því að efla starfsumhverfi þessara fyrirtækja svo fleiri nái flugi,“ segir Halla sem óttast að ef ekkert er að gert leggi mörg þessara fyrir ­ tækja upp laupana. Segja má að ný fyrirtæki á sviði hönnunar séu mismunandi en þau eru helst á sviði fatahönnunar og hönnunar fylgihluta, skartgripahönnunar, vöruhönnunar, vef­, viðmóts­ og grafískrar hönnunar, auk arkitektúrs. Hjá sumum starfar einn aðili en hjá öðrum jafnvel allt upp í tuttugu manns. „Það er áhyggjuefni að rekstrarumhverfið hér á landi er erfitt fyrir mörg þessara fyrir tækja þannig að um leið og þau stækka flytj ast mörg þeirra úr landi, sem er auðvitað afleitt.“ Forvitni, hugmyndaauðgi og bjartsýni Halla segir að það sem einkenni íslensk hönn ­ unarfyrirtæki sé vilji til að fara nýjar leiðir, for ­ vitni, hugmyndaauðgi, bjartsýni, gott úthald og dugnaður. „Ég held reyndar að þetta sé sameiginlegt öllum frumkvöðlum á hvaða sviði sem er – þetta eru einstaklingar sem hafa sýn, áræði og úthald til þess að fylgja verk efnum sínum eftir.“ Hvað með möguleika sprotafyrirtækja í hönn unargeiranum til útrásar? „Þau fyrirtæki sem rekin eru af fullri alvöru og fagmennsku hafa mikla möguleika erlendis enda íslenskur markaður í flestum tilfellum of lítill fyrir stærri fyrirtæki. Tækifærin eru mikil en það þarf að hlúa betur að þessu umhverfi til þess að það nái virkilega að blómstra.“ Halla segir að flestir hönnuðir séu frum­kvöðl ar. „Það að hanna er að finna upp nýja hluti, nýjar leiðir eða lausnir. Vinna hönn uðarins er að skapa eitthvað nýtt. Hönn­ uðurinn hefur hæfileika til að einfalda, skýra, upplýsa og gefa form, hann setur sig í spor þess sem neytir og greiðir leið hans að upplif­ uninni hvort sem hún er flík, vara, vefur eða bygg ing. Við þurfum að leggja meiri áherslu á þessar greinar og hlúa að þeim á þeirra eigin forsendum.“ „Það eru mörg ný og lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi í dag en það sem vantar er umhverfi þar sem þau ná að vaxa og dafna.“ Halla Helgadóttir. WOW ferðir | Höfðatún 12 | 105 Reykjavík | 590 3000 | wowferdir@wowferdir.is WOW FERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Við bjóðum ölbreyttar og spennandi pakkaferðir til allra áfangastaða WOW air. Fjölda sérferða borgarferða, golerða, skíðaferða, leikhús- og menningarferða af ýmsum toga, með og án fararstjóra. Viltu fá upplýsingar eða tilboð vegna árshátíðar eða er kominn tími á hvataferð fyrir þitt starfsfólk? Við erum við símann. Tónleikaferðir sem rokka Fótboltaferðir sem hitta í mark Skíðaferðir sem renna út Golerðir sem slá allt út Alicante sólarferðir Borgarferðir sem borga sig Innifalið er flug með sköttum og gjöldum og hótel með morgunverði. wowferdir.is FERÐIR SEM SEGJA WOW! Innifalið er flug með sköttum og gjöldum, hótel og miði á tónleika. Innifalið er flug með sköttum og gjöldum, hótel með morgunmat og miði á leik. Innifalið er flug með sköttum og gjöldum og hótel með ½ fæði. Verð á mann í tvíbýli, frá: 109.990 kr. Verð á mann í tvíbýli, frá: 84.900 kr. Verð á manní tvíbýli, frá: 79.900 kr. Verð á mann í tvíbýli, frá: 59.500 kr. Verð á mann í tvíbýli, frá: 148.900 kr. Verð á mann m.v 2 fullorðna og 2 börn, frá: 59.990 kr. Innifalið er flug með sköttum og gjöldum, hótel með ½ fæði, frítt fyrir golfsett og 1 tösku (20 kg) og akstur til og frá flugvelli. Innifalið er flug með sköttum og gjöldum og hótel með ½ fæði. í hönnun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.