Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 92

Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 92
92 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Fyrirtækið Mekka Wine & Spirits kynnti nýja útgáfu af gini með viðhafnarteiti á Hótel Borg sl. eitt fallegt og sólríkt kvöld sl. vor. Hin nýja útgáfa ber heitið Beefeater 24 og var m.a. hönnuð með það í huga að vera martini­vænni en hefðbundið gin. Tekið var á móti áhugasömum gestum með klassíska ginkokteilnum „Clover Club“ sem vakti lukku og kveikti forvitni um hvað tæki næst við í kynningunni. Nánast óbreytt frá upphafi Það var svo hinn líflegi Morten Schonn ing, vörutegundasendi­ herra (brand ambassador) hjá Pernod Ricard, sem tók til við fræðslu og smökkun á Bee feater. Undir styrkri og skemmtilegri leið sögn Mortens var smakkað á hefð bund num Beefeater. Lon­ don Dry Gin er þurrt, meðalfyllt með ferskum einiberjum og sítrustónum með frískandi eft­ irbragði og ilmar af einiberjum. Uppskriftin hefur haldist nánast óbreytt frá upphafi. Hráefnin, sem notuð eru í þennan sígilda drykk, eru frá öllum heimshor­ num og þeim er bætt í hrein an kornspíra. TexTi: Hrund HauksdóTTir / myndir: Geir ólafsson Beefeater & tonic 3-6 cl Beefeater fullt glas af klaka limesneið fyllt upp með tónik borið fram í long drink-glasi Vorteiti með viðhöfn Á sólríku og fallegu kvöldi var haldið viðhafnarteiti á Hótel Borg þar sem fyrirtækið Mekka Wine & Spirits kynnti til leiks nýtt „super premium“-gin frá Beefeater. Mekka Wines & Spirits „Því næst var hul­ unni svipt af nýja „su per premium“­ gininu Beefeater 24 sem mesta eftir­ væntingin var fyrir.“ matur & vín

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.