Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 98

Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 aldarinnar Frumkvöðullinn Frosti Sigurjónsson, stofnandi Dohop og stjórnarformaður DataMarket, segir Ísland standa frammi fyrir stærsta viðskiptatækifæri aldarinnar. Það verði hins vegar ekki að veruleika nema stjórnmálamenn okkar gerist frumkvöðlar. Fyrir nokkrum mán ­uð um rakst ég á hug mynd um hvernig mætti leysa vanda mál sem nær allir lands ­ menn glíma við. Hugmyndin hefur reyndar verið þekkt í nær heila öld en hefur af vissum á stæðum ekki verið hrint í fram­ kvæmd. Sparnaður meðalfjölskyldu af umræddri lausn gæti hæglega numið hundruðum þúsunda á hverju ári. Ríkissjóður myndi sömu leiðis spara sér nokkur hundruð milljarða í útgjöld á ör ­ fáum árum. Ávinningur af verkefninu gæti hæglega hlaupið á hundruðum milljarða, en samt væri tilkostn­ aðurinn ekki nema örfáar millj­ ónir króna. Hér er því greinilega um spennandi viðskiptatækifæri að ræða. En til að nýta þetta tiltekna tækifæri nægir þó ekki að stofna hefðbundið hlutafélag í eigu fárra aðila, heldur þarf þjóðin sjálf að koma lausninni í fram­ kvæmd. Þetta viðskiptatækifæri er þess eðlis að enginn einn getur átt það, né hagnast á því pers ónulega. Aðeins þjóðin í heild sinni getur virkjað tæki fær ið og notið ávinningsins. Ríkis stjórn landsins og Alþingi þurfa að ger­ ast frumkvöðlar, sýna frumkvæði og gera nokkuð sem aðrar þjóðir hafa ekki enn gert. en hvaða tækifæri er hér á ferðinni? Tækifærið felst í því að þjóðin endurheimti af bönkum valdið til að búa til peningana í landinu og það vald verði framvegis eingöngu hjá Seðlabankanum. Þetta mætti gera með einfaldri lagabreytingu og jafnvel gefa bönkum nokkur ár til að aðlagast nýju fyrirkomulagi. Á aðlögunar­ tímanum myndu ríkisskuldir lækka um nokkur hundruð millj­ arða, vaxtabyrði í þjóðfélaginu lækka um tugi milljarða árlega, verðbólga verða hverfandi og hagvöxtur aukast umtalsvert. Nú kunna einhverjir að efast – þetta hljómi einfaldlega of vel til að geta verið satt. Það sé ein­ faldlega of ótrúlegt að hægt sé að ná fram slíkum endurbótum með því einu að banna bönkum að framleiða peninga. En ný leg niðurstaða hagfræðinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum staðfesta að hugmyndin geng­ ur upp. Það er staðreynd, og hefur verið í nokkur hundruð ár, að bank ar hafa lánað út peninga sem þeir hafa skuldbundið sig til að hafa tilgengilega. Bankar hafa þannig lánað sömu pening­ ana mörgum aðilum samtímis, í trausti þess að fólk geymi penin­ ga sína yfirleitt í bönkum (brota­ forðakerfi). Þegar banki veitir lán verða því til nýir pening ar í kerfinu og af þeim greiðast vext­ ir til bankans. Langmestur hluti allra peninga í landinu (95%) er einmitt búinn til sem vaxtaber­ andi skuld við banka. Þjóðin greiðir bönkum því vexti af nær öllu peningamagni í um­ ferð. Sá óþarfi kostnaður hleypur á tugum milljarða ár hvert og gerir þjóðina sífellt skuldugri. Viðskiptatækifæri aldarinnar felst í því að afþakka peninga­ framleiðslu bankanna og láta Seðlabankann um að framleiða þá 3­400 milljarða króna sem hér þarf að hafa í umferð. Bank­ arnir verði áfram milliliður milli sparifjáreigenda og lántakenda en geti ekki lánað út lausar inn stæður. Lausar innstæður verði geymdar í Seðlabanka, með milligöngu banka (heildar­ forðakerfi). Það má lesa nánar um heildarforðakerfið á www. betrapeningakerfi.is og þar má einnig finna svör við algengum spurningum. En ávinningur af heildarforða­ kerfi skilar sér ekki bara í minni vaxtakostnaði og lækkun ríkis­ skulda. Peningamagn í landinu verður einnig stöðugra, sem er meginforsenda fyrir stöðugra verðlagi. Bankaáhlaup yrðu úr sögunni þar sem allt laust fé yrði geymt í Seðlabanka. Nú má velta því fyrir sér hvers vegna ekki sé löngu búið að koma á heildarforðakerfi í flest­ um löndum. Trúlega felst hluti skýringarinnar í því að almennt berjast aðilar af meiri einurð fyrir sérhagsmunum en almennum ávinningi sem dreifist mjög víða um þjóðfélagið. Bankar hafa mik illa hagsmuna að gæta af óbreyttu fyrirkomulagi og þeir hafa mikil ítök í flestum samfé­ lögum. Íslensk stjórnvöld ígrunda nú býsna afdrifaríkar breytingar á peningakerfinu. Stefnan er sett á inngöngu í myntbandalag í von um að ná broti af þeim ávinn­ ingi sem hægt er að ná með heildarforðakerfi. Í samanburði við inngöngu í myntbandalag er upptaka heildarforðakerfis ein­ föld, ódýr og fyllilega afturkræf aðgerð sem vert er að skoða. Ísland stendur frammi fyrir stærsta viðskiptatækifæri ald­ arinnar. Það verður hins vegar aldrei að raunveruleika nema stjórnmálamenn okkar gerist frumkvöðlar og taki frumkvæði og geri grundvallarúrbætur á úreltu peningakerfi. Hvetjum þá til dáða. „Það er staðreynd, og hefur verið í nokk­ ur hundruð ár, að bank ar hafa lánað út peninga sem þeir hafa skuldbundið sig til að hafa til­ gengilega.“ LokAorðið hefur frosti sigurjónsson FroSti SigurJónSSon „Þjóðin greiðir bönk­ um því vexti af nær öllu peningamagni í umferð.“ Viðskiptahugmynd + Bókaðu núna á icelandair.is Vertu með okkur Bættu smá WAsHINGtON D.C. í líf þItt Verð frá 33.900 kr. þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina. þú hittir sögufrægar persónur á fleiri stöðum en á Arnarhóli Auðvitað hafði Ingólfur áhrif á gang sögunnar. En þú sérð mörgum sinnum fleiri áhrifamiklar persónur í Washington D.C. Þar eru örlög heimsins ráðin í miðbænum á hverjum degi. Og þar bíða þín ógleymanlegar stundir í borg sem hefur allt að bjóða ferðamönnum. Arnarhóll hefur sinn sjarma, við vitum það – en Capitol Hill er líka þess virði að sjá hana. ÍS LE N SK A S IA .I S IC E 6 04 34 0 9/ 12 Lokaorð Stjórnmálamenn okkar gerist frumkvöðlar:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.