Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 39

Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 39
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 39 þróun sparneytnari og umhverf­ isvænni bíla, sem er án vafa ein lykilskýringin á vinsældum okkar bíla,“ segir Friðbert. Hekla selur þrjú merki bifreiða sem framleiddar eru hjá verk­ smiðjum í eigu Volkswagen – VW, Skoda og Audi – en til viðbótar selur Hekla Mitsubishi ­bifreiðir. Friðbert segir að áhersla VW á að framleiða fjöl­ breytt úrval bíla, allt frá smæstu smábílum upp í lúxusjeppa, skipti miklu máli við að tryggja styrk fyrirtækisins á heimsvísu, því árferði geti verið mjög mis­ munandi eftir markaðssvæðum. Sem dæmi nefnir hann að hér á landi hafi flokkur smábíla vaxið hraðast á þessu ári og þar sló hinn nýi VW Up í gegn, en á sama tíma hafi Audi­lúxusbílar verið meðal þeirra mest seldu í Sádi­Arabíu. „Þótt smábílaflokk­ urinn hafi vaxið hratt eru þeir þó enn tiltölulega lítill hluti heildar­ sölunnar. Vinsælustu bílarnir okkar eru í næstu stærðarflokk­ um fyrir ofan VW Up, þ.e. VW Golf og svo Skoda Octavia, sem hefur sannað sig síðustu ár sem einstaklega góður og sparneytinn fjölskyldubíll.“ nýr­VW­Golf­kominn­til­ landsins Þróunin hefur verið hröð á bíla­ markaðnum síðustu ár og það er vel við hæfi að á þessu 60 ára afmæli Volkswagen á Íslandi sé kynntur til leiks nýr VW Golf sem mun án efa setja sitt mark á bílaflota landsmanna á næstu árum. Friðbert segir að nýi Golf­ inn sé mikilvægur fyrir VW enda hefur Golf verið einn vinsælasti bíll í Evrópu um nokkurt skeið. „Hann er örlítið stærri en síð­ asta módel og í boði eru mjög eyðslugrannar og umhverfis­ vænar vélar í Golfinn sem hafa mælst mjög vel fyrir. Eins er mikið lagt upp úr öryggis­ mál um þar sem margvísleg tækni grípur inn í til að verja far þega bílsins – bæði ýmiss konar akstursaðstoð sem getur komið í veg fyrir óhapp og eins öryggisviðbrögð sem auka vörn farþega á sekúndubroti ef óhapp er yfirvofandi.“ Þessu til viðbótar segir Frið­ bert að allar innréttingar bílsins séu stílhreinar og mjög vand­ aðar. Í fyrstu útgáfum VW Golf var ekki lagt mikið upp úr þeim þætti, en nú sé öldin önnur og jafnvel hægt að fá nuddbúnað í ökumannssæti Golfsins, sem segir sitt um þægindin. Bjallan­var­25­hestöfl­í­ upphafi Það er því himinn og haf milli nýjustu afurðar VW­verksmiðj­ anna og bílsins sem var kynntur fyrir landsmönnum í desember 1952. „Þýski alþýðubíllinn“ var hann kallaður í fyrstu auglýsing­ unni frá Heklu, var heil 25 hest­ öfl og kostaði 30.000 krónur. Fimmtán árum síðar voru hest öflin orðin 50 og þótti mikið. Á 25 ára afmæli VW á Íslandi, árið 1977, höfðu um 12.000 VW­bílar verið seldir hér á landi, en í dag er búið að selja 33.277 VW bíla. Friðbert segir ekki hægt ann­ að en hrífast af sögu bæði VW á Íslandi og ekki síður sögu Heklu, sem nær enn lengra aftur í tímann. Hekla var stofn uð af Sigfúsi Bjarnasyni og fleir um árið 1933 og starfaði fyrst um sinn við innflutning á ýmsum vörum á borð við ávexti. Svo jókst vöruframboðið og starfaði Hekla sem heildsala með alls kyns vörur, allt frá smærri raftæk­ jum upp í landbún aðar tæki og vinnuvélar, en sala bifreiða fór að verða sífellt stærri hluti starf­ seminnar upp úr seinna stríði með tilkomu Land Rover og VW. Hekla var fjölskyldufyrirtæki alla tuttugustu öldina, því eftir að Sigfús féll frá tók sonur hans, Ingimundur, við stjórn fyrirtækis­ ins og síðar bræður hans Sverrir og Sigfús Sigfússynir. Þeir seldu svo Heklu árið 2002 og lauk þar með næstum sjötíu ára tengslum fyrirtækisins við fjölskyldu Sigfúsar Bjarnasonar stofnanda. Nú er Hekla í eigu Franz Jezorskis og Friðberts Friðbertssonar, sem keyptu fyrir tækið árið 2011. Endurnýjun­bílaflotans­ mikilvæg „Það eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi með eins langa og mikla sögu og Hekla og það er spennandi en jafnframt krefj andi verkefni að taka við rekstri fyrirtækisins á tímum sem þess um,“ segir Friðbert. Hann segir að þrátt fyrir að mark að­ urinn hafi vaxið talsvert á þessu ári frá árinu á undan sé enn langt í land með að sala nýrra bíla komist aftur í eðlilegt horf. „Árið 2011 voru um 5.000 bílar seldir hér á landi en í ár verða þeir sennilegast um 8.000, þar af voru um 3.500 seldir til bílaleigna. Ef horft er til meðal ­ sölu síðustu áratugi sést að markaðurinn hér á landi er í jafn vægi þegar seldir eru um 12.000 bílar á ári og því erum við enn ekki komin í eðlilega endurnýjun bílaflotans.“ Það er engan veginn æskilegt að sögn Friðberts að bílafloti landsmanna nái ekki að endur­ nýjast nægilega hratt þannig að meðalaldur bíla í umferð hækki. Yngri bílar séu sparneytnari, mengi minna og séu öruggari en eldri bílar og því sé allra hag ur að nýrri bílar séu frekar á götunum en eldri. Nú þegar sé bílaflotinn á Íslandi einn sá elsti í Evrópu og mikilvægt að snúa þessari þróun við. „Þar ætlum við hjá Heklu að vera í fararbroddi, enda með einstaklega sterk vörumerki frá VW og Mitsubishi sem mæta vel þörfum markaðarins á Íslandi í dag. Fólk kallar eftir smærri og sparneytnari bílum og í þeim flokkum höfum við mikið úrval bíla, með hinn nýja VW Golf í fararbroddi, sem henta vel íslenskum aðstæðum. Við svörum þannig kallinu – rétt eins og Hekla gerði með innreið VW á markaðinn fyrir sextíu árum,“ segir Friðbert. Fyrsta Volkswagen-auglýsingin frá Heklu var birt í desember 1952. „Þýski alþýðubíllinn“ var hann kallaður í auglýsingunni. Hann var heil 25 hestöfl og kostaði 30.000 krónur. Nýi Golfinn frá Heklu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.