Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 131
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 131
• Afhverjuhafaupplýsing-
ar til almennings verið
misvísandi?
• Afhverjusiturfólktryggt
í embættum sínum þrátt
fyrir alvarleg mistök?
• Af hverju ganga allar
umbætur svo hægt?
Breivikmálinu er fjarri því lokið
þótt dómur yfir Anders Behring
Breivik hafi fallið síðsumars.
Jens Stoltenberg, forsætisráð
herra Noregs, sætir núna gagn
rýni fyrir hægar endurbætur á
stjórnsýslunni; að berja ekki í
brestina af ákveðni og festu.
Hann verður gagnrýndur fram
að kosningum á næsta ári og
þessi gagnrýni er farin að hafa
áhrif. Kannski endar það svo
að það verður Breivik sem fellir
forsætisráðherrann.
Stoltenberg hefur sagt að brest
urinn í viðbúnaði landsmanna
gegn hryðjuverkaógn hafi verið
„stærri og rist dýpra en hann
óraði fyrir“. Og hann hefur
ítrek að lýst ábyrgð sinni á stjórn
landsins þegar ógæfan dundi
yfir. Með þetta leggur hann út
í kosningar og ríkisstjórn hans
stendur tæpt.
• En hver er þessi brestur í
stjórnkerfinu?
• Hvernig á að berja í
brestinn?
• Er munur á því að bera
hina almennu ábyrgð og
að bera ábyrgð á því sem
beinlínisfórúrskeiðis?
Þetta eru spurningar sem
norsk ir kjósendur verða að taka
af stöðu til þegar kosið verður til
þings í haust.
SLÖkSTjórnUnkOSTAðI
MAnnSLíF
Í óháðri rannsóknarskýrslu um
atburðina 22. júlí 2011 kemur
fram að brestirnir í stjórnkerfinu
ollu því að ekki tókst að koma í
veg fyrir hyðjuverkin. Eða í það
minnsta hefði mátt takmarka
afleiðingarnar með betri stjórn
un. Það er þó ekki víst að með
réttum viðbrögðum hefði mátt
koma alveg í veg fyrir manntjón
en með réttum viðbrögðum
hefðu fleiri komist lífs af.
Það er rakið til bresta í stjórnkerfinu að stjórnarráðið stóð óvarið. Átta létu þar lífið og tugir
slösuðust. Og það er rakið til
bresta í stjórnun hjá lögreglu að
Breivik fékk 26 mínútna for skot á
lögregluna á Útey. Á þeim mínút
um myrti hann tugi ungmenna.
Þrátt fyrir þetta sýnir ný könn
un núna rétt fyrir áramót að
traust almennings á opinberum
stofnunum hefur ekki rýrnað. En
gagnrýni þeirra sem eiga um
sárt að binda er hávær. Einhver
verður að taka á sig ábyrgðina.
SEXSTjórnUnArVILLUr
Við hina óháðu rannsókn
komu í ljós sex atriði í stjórnun
sem brugðust. Þetta eru allt
klassískar veilur sem stjórnun
arfræðingar fjalla oft um – en
eitt er um að tala og annað í að
komast.
• Skorturáeftirfylgni
Ákvarðanir stjórnvalda ná ekki
fram að ganga. Það skortir á
eftirfylgni. Þetta lýtur sérstak
lega að lokun Grubbegate,
göt unnar á bak við stjórnarráð
ið. Þar stóð allt opið og Breivik
náði að leggja sprengjubílnum
nánast undir húsveggnum.
Allir vissu um þennan veik
leika en lokun götunnar náði
aldrei fram að ganga vegna
tregðu hjá embættismönnum í
ráðuneytunum og í borgarkerf
inu og vegna þess að forsætis
ráðherra fylgdi málinu ekki
eftir. Fjölmiðlar kölluðu lokun
„móðursýki“ og fegrunarnefnd
borgarinnar sagði að farartálm
ar væru ljótir. Enginn tók af
skarið og spurði hvort skipti
meira máli: útlitið eða öryggið.
• kerfislægtregða
Vitneskja um veikleika í við bún
aði var þögguð niður í stjórn
kerfinu. Þarna berast böndin
sérstaklega að svokölluðu
kerfismálaráðuneyti, það er
ráðuneyti sem sinnir þörfum
stjórnkerfisins fyrir húsnæði,
útbúnað og þar með öryggis
ráðstafanir.
Gangur mála í ráðuneytinu
virðist hafa verið afar tregur.
Ábendingar um veikleika voru
flokkaðar sem ríkisleyndarmál
og þeim stungið undir stól. Í
sjálfu kerfismálaráðuneytinu ríkti
kerfislæg tregða.
• Virðingarröð
Í frægu kvæði Steins Steinarr
um byggingu Hallgrímskirkju
eru húsameistara lögð þessi
orði í munn:
Mín hugmynd er sú, að hver
trappa sé annarri lægri
Þetta á líka við um öll stjórn
kerfi. Þar er ein trappa annarri
lægri. Þar ríkir virðingarröð og
menn fá bágt fyrir ef vikið er frá
réttri röð. Ári fyrir hryðjuverkin
lét t.d. strfsmaður öryggis
gæslu í stjórnarráðinu vita uppi
á skrifstofu forsætisráðherra að
tölvukerfið, sem nota átt við að
koma út boðum um vá, væri
ónothæft.
Þetta var brot á virðingarröð.
Boðin áttu að fara til næsta
yfirmanns en ekki beint á topp
inn. Starfsmaðurinn var fluttur
til í starfi vegna agabrots – en
boðkerfið stóð ónothæft 22.
júlí. Þetta er vandinn hvað á
að gera við „whistle blowers“.
Þeir brjóta virðingarröð. Oftast
eru þeir reknir eða hraktir úr
starfi. Stjórnkerfi þola ekki „litla
Landsbankamenn“.
• ómenningístjórnsýslu
Jens Stoltenberg forsætisráð
herra hefur oftar en einu sinni
vikið að „ómenningu í stjórn
kerfinu“ þegar hann ræðir
hyrðjuverkin 22. júlí. Þetta styðst
líka við niðurstöður óháðu
rannsóknarnefndarinanr. Með
ómenningu er átt við að starfs
menn opinberra stofnana leitist
ekki endilega við að ná settum
markmiðum. Allir kraftar fara
í valda og hagsmunabaráttu
innanhúss en sjálf vinnan situr á
hakanum.
Forsætisráðherra hefur fullyrt
að yfirstjórn lögreglunnar hafi
„Aðeins nokkrir
mánuðir eru í kosn
ingar. Forsætisráð
herra verður að
hugsa um áróðurs
stöðu sína. Hann
verður að sannfæra
kjósendur um að
í raun og veru sé
unn ið að endur
bótum.“
„Í hinni óháðu rann
sókn er bent á að
tilraunir til að koma
á markmiðsstjórn
un í opinberum
stofn unum hafi ekki
skilað árangri.“