Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 11
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM AGRIP VEGGSPJALDA V1 Algengiogorsakirsjónskerðingarogblinduíslendinga 50 ára og eldri - Augnrannsókn Reykjavíkur Elín Gunnlaugsdóttir1-2, Ársæll Arnarsson2, Friðbert Jónasson1-2 ‘Læknadeild HÍ, 2augndeild Landspítala elingun@landspitali. is Inngangur: Skráning á sjónskerðingu og blindu fer fram á Sjónstöð íslands. Vitað er að sambærilegar stofnanir erlendis vanskrá,þó einkum þá sem ekki eru með mestu sjónskerðinguna. Síðasta íslenska rannsóknin þar sem notað var slembiúrtak til að ákvarða ofannefnt er Austfjarðarannsóknin sem gerð var fyrir um 20 árum. Markmið: Að kanna algengi og orsakir sjónskerðingar og blindu meðal Reykvíkinga 50 ára og eldri. Aðferðir: Augnrannsókn Reykjavíkur notar slembiúrtak Reykvíkinga 50 ára og eldri af jafnri aldurs- og kynjadreifingu. 1045 einstaklingar voru skoðaðir (75,8% svarhlutfall). Allir þátttakendur gengust undir augnskoðun sem fólst meðal annars í mælingum á sjónlagi og sjónskerpu. Stuðst var við staðal Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). WHO skilgreinir sjónskerðingu sem sjón <6/18 og >3/60 á betra auga með besta gleri eða sjónvídd > 5° frá athyglispunkti og blindu sem sjón á betra auga <3/60 eða sjónvídd <5°. Einnig var notaður Bandaríkjastaðall (US) sem skilgreinir sjónskerðingu sem sjón á betra auga <6/12 og >6/60 og blindu sem sjón <6/60. Ef einstaklingur reyndist hafa skerta sjón var orsök sjóntapsins ákvörðuð. Niðurstöður: Samkvæmt WHO-staðli var algengi sjónskerðingar á báðum augum 0,96% (95% CI: 0.37-1.55) og blindualgengi 0,57% (95% CI:0.12-1.03).US-staðallgafalgengisjónskerðingar 2,01% (95% CI: 1.16-2.86) og blindu 0,77 % (95% CI: 0.24-1.29). Algengi sjónskerðingar og blindu, sem bundin voru við eitt auga, voru 4,40% (95% CI: 3.16-5.65) og 1.72% (95% CI: 0.93- 2,51) samkvæmt WHO-staðli en 5,45% (95% CI: 4.08-6.83) og 3,06% (95% CI: 2.02-4.11) samkvæmt US-staðli. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum var algengasta orsök sjónmissis á báðum augum en „leti auga“ (amblyopia), ský á augasteini og gláka orsökuðu oftast sjóntap sem bundið var við eitt auga. Alyktun: Sjóntap eykst með aldri. Rannsókn þessi getur reynst gagnleg við skipulagningu heilbrigðisþjónustu og greiningu á blinduvaldandi augnsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir og meðhöndla til að auka lífsgæði aldraðra. V 2 Heilsutengd lífsgæði hjá sjúklingum eftir brottnám á auga Guðleif Helgadóttir, Heiða Dóra Jónsdóttir, Þór Eysteinsson, Haraldur Sigurðsson Augndeild Landspítala gudlefh@landspitali. is Inngangur: Könnuð eru heilsutengd lífsgæði 25 sjúklinga þar sem taka þurfti annað augað og sett var inn hydroxyapaptite kúla í augntótt á árunum 1992-2004. Allir þessir sjúklingar notuðu gerviauga. Heilsutengd lífsgæði þessa hóps eru borin saman við staðlaðan íslenskan samanburðarhóp. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar er að meta heilsutengd lífsgæði sjúklinga sem eru með gerviauga vegna brottnáms á auga á íslandi á árunum 1992-2004 og skoða hvort þau væru lakari en lífsgæði almennings. Aðferð: Tekið var auga úr 54 sjúklingum á þessu tímabili. Af þeim voru 19 sem ekki tóku þátt, bjuggu erlendis eða ekki náðist í. Það voru því 35 sjúklingar sem boðin var þátttaka. Staðlaður spurningalisti sem metur heilsutengd lífsgæði (HL-listinn) var lagður fyrir sjúklingahópinn. Niðurstöður: Af 35 sjúklingum tóku þátt 25 (71%), 16 karlmenn og 9 konur. Meðalaldur var 53 ár (23-89). Það var enginn marktækur munur á heilsutengdum lífsgæðum þessa sjúklingahóps, (HL-gildi 48,8 S=11,7) miðað við samanburðarhópinn (HL-gildi 50 s=10):p>0,05. Þeir sem kvörtuðu um væga verki í augntótt og höfðu óþægindi vegna gerviaugans voru með lakari lífsgæði. Ályktun: Það er mikið áfall að þurfa að láta fjarlægja auga. Það er ekki einungis að missa sjón á öðru auga heldur er það líka mikið áfall útlitslega. Við álitum að lífsgæði þessa hóps væri lakari en samanburðarhóps, en það reyndist ekki vera rétt. V 3 Gegnstreymi súrefnis frá slagæðlingum til bláæðlinga í sjónhimnu manna Róbert Arnar Karlsson1, Sveinn Hákon Harðarson2', Einar Stefánsson2, Gísli Hreinn Halldórsson', Samy Basit2 , Þór Eysteinsson2, Jón Atli Benediktsson1, James M. Beach1 ■Verkfræðideild HI, 2augndeild Landspítala sveinnha@gmail. com Inngangur: Kenningin um gegnstreymi (e. counter-current) spáir því að súrefni sveimi (e. diffusion) frá slagæðlingum sjónhimnu til nálægra bláæðlinga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna mögulegt gegnstreymi með því að mæla súrefnismettun (Sat02) í fyrstu gráðu slagæðlingum og bláæðlingum sjónhimnu í mismunandi fjarlægð frá sjóntaugarósi. Aðferðir: Sjálfvirkur sjónhimnusúrefnismælir var notaður til þess að mæla Sat02. Súrefnismælirinn tekur myndir á tveimur bylgjulengdum samtímis og reiknar ljósþéttnihlutfall sem er um það bil línulega tengt Sat02. Súrefnismæling var gerð á 16 heilbrigðum einstaklingum. Súrefnismettun var mæld á tveimur stöðum; u.þ.b. 0,3 láréttum sjóntaugaróss þvermálum (e. disc diameter, DD) frá brún sjóntaugaróss og tveimur DD frá brún sjóntaugaróss. Munur á Sat02 var greindur með tvíhliða pöruðu t-prófi í slagæðlingum og bláæðlingum. Niðurstöður: í slagæðlingum var Sat02 96±5% 0,3 DD frá sjóntaugarósi (meðaltal ± staðalfrávik; n=16) og 93±5% tveimur DD frá sjóntaugarósi (p=0,013). í blá-æðlingum var súrefnismettunin 57±5% tveimur DD frá sjóntaugarósi og 61±6% 0,3 DD frá sjóntaugarósi (p=0,02). Ályktanir: Súrefnismettun í blóði bláæðlinga hækkar eftir því sem það nálgast sjóntaugarós. Þessa aukningu mætti útskýra Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.