Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 17
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM og því er kjörmeðferð að fjarlægja leg. Til að forða legnámi hjá ungri stúlku var gefin metótrexat meðferð, en aðrir möguleikar eru lokun æða með æðaþræðingu, brottnám á hluta af legi eða bíða átekta eftir sjálfkrafa fylgjufæðingu. V17 llla skilgreindar sjúkdómsgreiningar við útskrift af bráðamóttöku og sjálfsmorðshætta Oddný S. Gunnarsdóttir',Vilhjálmur Rafnsson2 'Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar Landspítala, 2rannsóknarstofu í heilbrigðisfræði, læknadeild, HÍ oddnysgu@landspitaIi. is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta tengsl illa skilgreindra sjúkdómsgreininga við dánartíðni vegna allra dánarmeina, slysa og sjálfsmorða, hjá þeim sem útskrifaðir voru af bráðamóttöku Landspítala Hringbraut. Um það bil 20% þessa hóps fengu sjúkdómsgreiningu í flokknum: einkenni, merki og óeðlilegar klínískar útkomur. Aðferðir: Þetta er framsýn rannsókn og rannsóknargögnin eru rafrænar skrár frá bráðamóttöku Landspítala Hringbraut á tímabilinu 1995-2001. Sjúkdómsgreiningar við útskrift voru skráðar samkvæmt Alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskránni. Þeir sem fengu illa skilgreindar greiningar voru bornir saman við þá sem fengu skilgreindar líkamlegar sjúkdómsgreiningar. Dánarmein voru fundin með tölvutengingu við Dánarmeinskrá. Reiknuð voru staðlað dánarhlutfall, áhættuhlutfall og öryggismörk (ÖM) þar sem notuð var tímaháð fjölþáttagreining. Niðurstöður: Dánarhlutföll vegna þeirra sem fengu illa skilgreinda sjúkdómsgreiningu miðað við dánartölur þjóðarinnar voru 1,57 fyrir karla og 1,83 fyrir konur. Áhættuhlutfall vegna slysa var 1,64 (95% ÖM 1,07-2,52) og vegna sjálfsmorða 2,08 (95% ÖM 1,02-4,24) fyrir þá sem útskrifaðir voru heim með illa skilgreinda sjúkdómsgreiningu miðað við þá sem fengu skilgreinda líkamlega sjúkdóms greiningu. Ályktun: Þeir sem útskrifaðir voru heim af bráðamóttökunni og fengu greiningu í flokknum: einkenni, merki og óeðlilegar klínískar útkomur, skipa sér í nýjan áður óþekktan hóp sjúklinga, sem er síðar í meiri sjálfsmorðs hættu en aðrir. Forvarnir gegn sjálfsmorðum ættu að beinast að þessum hópi ef frekari rannsóknir styðja það. V18 Miðlægt andkólínvirkt heilkenni í kjölfar eins með- ferðarskammts af prometazíni Elísabet Benedikz', Guðborg A. Guðjónsdóttir', Leifur Franzson1, Jakob Kristinsson1-2 'Eitrunarmiðstöðin, slysa- og bráðasviði, Landspítala, 2rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, HÍ ebenedik@landspitali. is Inngangur: Miðlægt andkólínvirkt heilkenni (central anticholinergic syndrome) er hliðstætt eitrunareinkennum atrópíns á miðtaugakerfið. Útlæg andkólínvirk einkenni geta einnig komið fram. Lyf sem hafa andkólínvirk áhrif geta valdið heilkenninu. Hægt er að nota fýsóstigmin, sem hemur asetýlkólínesterasa miðlægt, sem mótefni. Prómetazín er fentíazínafleiða sem hamlar verkun histamíns og asetýlkólíns. Hér er lýst hvernig einn venjulegur meðferðarskammtur af prómetazíni olli miðlægu andkólínvirku heilkenni. Sjúkratilfelli: 44 ára karlmaður var lagður inn vegna yfirliða og hjartsláttartruflana. Hann var með væga greindarskerðingu og fyrri sögu um flogaveiki (petit mal), endurteknar öndunarfærasýkingar, sarkóídósu, óljósa brjóstverki og hjartsláttartruflanir. Hann tók engin lyf. Um nóttina kvartaði hann yfir því að geta ekki sofið. Vakthafandi deildarlæknir lét gefa honum prómetazín 50 mg po. Tveimur klukkustundum síðar var sjúklingurinn óáttaður og æstur. Honum voru þá gefin 50 mg til viðbótar af prómetazíni og zópiklón 7,5 mg. Varð hann þá ennþá æstari og óviðráðanlegri. Reynt var að róa hann með halóperidóli í æð, sem ekki bætti ástandið. Við skoðun var sjúklingurinn með óráði og náðist ekkert samband við hann en inn á milli var hann sofandalegur. Hann hafði mikinn mótor óróa og varð því að setja á hann fjötra. Hann var með víð sjáöldur og heita, þurra húð. Blóðþrýstingur var eðlilegur og hjartsláttur var 100 slög á mínútu. Líkamshiti var 37,5 °C. Kviður var þaninn og þarmahreyfingar minnkaðar. Þrátt fyrir vökvagjöf hafði hann ekki losað þvag í meira en sex klukkustundir. Sjúkdómsgreiningin, miðlægt andkólínvirkt heilkenni, var byggð á sögu og klínísku ástandi sjúklingsins. Skammtur af fýsóstigmíni (1 mg í æð) var gefinn og hurfu þá einkennin innan nokkurra mínútna. Ályktun: Skyndilegt óráð eftir gjöf róandi lyfja og/eða geðlyfja sem hafa andkólínvirk áhrif geta verið merki um miðlægt andkólínvirkt heilkenni og ætti að forðast að nota önnur lyf með sambærilega verkun. í þessum tilfellum má reyna meðferð með fýsóstigmíni séu engar frábendingar til staðar. V 19 Úthlutun verkefna meðal hjúkrunarfræðinga á bráða- deildum Bylgja Kærnested', Helga Bragadóttir2 'Lyflækningasviði I, Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild HI bylgjak@landspitali. is Inngangur: Úthlutun verkefna er ein af þeim óbeinu hjúkrunarmeðferðum sem hjúkrunarfræðingar þurf að kunna skil á og vera færir í. Markmið: Að varpa ljósi á hvaða verkefnum hjúkrunarfræðingar úthluta til sjúkraliða og annarra starfsmanna, að skoða hversu reiðubúnir hjúkrunarfræðingar eru til að úthluta verkefnum, hvert viðhorf þeirra er til úthlutunar verkefna, hvaða þættir tengjast úthlutun verkefna hjúkrunarfræðinga, og hvað hvetur og letur úthlutun verkefna. Aðferð: Rannsóknin var lýsandi og úrtakið þægindaúrtak. Þátttakendur vor allir fastráðnir hjúkrunarfræðingar (N=96) sem störfuðu á fimm deildum á Lyflækningasviði I á Landspítala í febrúar 2005. Notast var við skriflegan spurningalista. Svarhlutfall var 71%. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknar gefa til kynna að algengast sé að hjúkrunarfræðingar úthluti einföldum umönnunarstörfum til sjúkraliða en skrifstofustöfum og störfum tengdum umhverfi deilda til annarra starfsmanna. Almennt töldu þátttakendur Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.