Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 47
AGRIP VEGGSPJALDA / VISINDI A VORDÖGUM g/L m.v. [IgA] =2,11 ± 1,04 g/L; p<0,001). Hins vegar fannst álíka kynjamunur á styrk IgA í sermi hjá blóðgjöfum. Styrkur IgA hækkaði marktækt með aldri hjá einstaklingum með ofstarfsemi á skjaldkirtli (p<0,01) og svipaða fylgni mátti sjá hjá blóðgjafahópnum. Neikvæð fylgni reyndist vera milli styrks IgA og TRAb (correlation coefficient = -0.322, p=0,0455) og einnig milli styrks IgA og antiTPO í sermi (correlation coefficient = -0,376, p=0,0204). Ályktun: Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að algengi IgA skorts sé ekki aukið hjá einstaklingum með ofstarfsemi á skjaldkirtli á íslandi. Neikvæð fylgni IgA við styrk sjálfsmótefna gegn skjaldkirtli bendir til hugsanlegs hlutverks IgA í meingerð sjálfsofnæmissjúkdóma í skjaldkirtli. V 87 Ónæmisglæðirinn DC-Chol eykur ónæmissvar nýburamúsa gegn próteintengdum pneumókokkafjölsykrum og vernd gegn pneumókokkasýkingum Brcnda C. Adarna1-2, Hávard Jakobsen1-2, Stefanía P. Bjarnarson1'2, Jean Haensler’, Emanuelle Trannoy3, Ingileif Jónsdóttir1-2 ‘Ónæmisfræðideild Landspítala, ’læknadeild HÍ, ’sanofi pasteur, Marcy I'Etolie, Frakklandi brenda@landspitali.is Inngangur: Ónæmisglæðirinn DC-Chol, eykur blandað Thl/Th2 svar gegn ýmsum bóluefnum í fullorðnum músum. Ónæmissvör nýbura eru hæg og dauf og þörf fyrir örugga og öfluga ónæmisglæða til að auka ónæmissvörun nýbura. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif DC-Chol á ónæmissvar nýburamúsa gegn próteintengdum pneumókokkafjölsykrum (Pnc-TT). Aðferðir: Fullorðnar mýs og nýburamýs (einnar viku gamlar) voru bólusettar tvisvar sinnum undir húð með 0,5 pg af Pnc- TT með/án DC-Chol. Fjölsykrusértæk mótefni í sermi voru mæld með ELISA. Tveim vikum eftir seinni bólusetningu voru mýsnar voru sýktar um nef með pneumókokkum (106 CFU) og fjöldi pneumókokka í blóði og lungum (CFU/mL) talinn. Niðurstöður: Bólusetning fullorðinna og nýburamúsa með Pnc- TT með og án DC-Chol olli marktækri hækkun á sérstækum mótefnum, miðað við óbólusettar mýs (p<0,001). Ef DC-Chol var gefið með Pnc-TT jókst mótefnasvörun í fullorðnum (p<0,001) og nýburamúsum (p=0,017) miðað við Pnc-TT eitt og sér. í nýburamúsum olli DC-Chol aukningu á IgGl (p=0,013), IgG2a (p<0,001), IgG2b (p=0,001) og IgG3 (p=0,003), sem endurspeglar aukna virkni bæði Thl og Th2-frumna. I fullorðnum músum var aukningin aðeins marktæk fyrir IgG2a (p=0,004) og IgG3 (p=0,005), en IgGl og IgG2b voru þegar há eftir bólusetningu með Pnc-TT án ónæmisglæðis. Bólusetning fullorðinna músa með Pnc-TT, með eða án DC- Chol, veitti fullkomna vernd gegn blóðsýkingu og bólusetning nýburamúsa dró marktækt úr blóðsýkingu (p<0,001) og þær sem fengu DC-Chol voru algerlega verndaðar. Bæði í nýburamúsum og fullorðnum dró bólusetningin úr lungnasýkingu (p<0,001). Ályktun: Þessi rannsókn er sú fyrsta til að sýna virkni DC-Chol í nýburamúsum, en samfara aukinni mótefnamyndun fékkst stóraukin vernd gegn pneumókokkasjúkdómi. DC-Chol virðist ákjósanlegur ónæmisglæðir fyrir nýbura. V 88 Notkun eitraðra einstofna mótefna til að kanna hlutdeild einstakra frumutegunda í meinmyndun sóra (psoriasis) Jóhann E. Guöjónsson1, Johnston A2, Helgi Valdimarsson2, Elder JT1J ‘Department of Dermatology, University of Michigan Medical Center, Ann Arbor, MI, Bandaríkunum, 2ónæmisfræðideild, Landspítala, 3Ann Arbor Veterans Affairs Health System, Ann Arbor, MI, Bandaríkjunum andrewj@landspitali. is Inngangur: Flestir eru núorðið sammála um að sóri sé sjálfsofnæmissjúkdómur sem er miðlaður af T eitilfrumum. Hins vegar eru skiptar skoðanir um hlutfallslegt mikilvægi CD4+ og CD8+ T frumna í my ndun sóraútbrota. Birtar niðurstöður benda til þess að CD4+ T frumur séu nauðsynlegar til þess að útbrotin myndist. Hins vegar eru langflestar þeirra T frumna sem eru í yfirhúð sóraútbrota fáklóna (oligoclonal) CD8+ T frumur. Með sértækri eyðingu CD8+T frumna úr sóraskellum sem þegar hafa myndast, eða eru i þann veginn að brjótast út, má fá hugmynd um mikilvægi þeirra i meinmyndun sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Húð með sóraskellum var grædd á mýs sem hafa engar T, B eða virkar NK frumur (NOD/SCID/ 7Cnu")- Mýsnar voru síðan ýmist sprautaðar með saltvatni, óeiturtengdum eða eitur(saporin)tengdum mótefnum gegn CD8+ T frumum. Niðurstöður: Eiturtengda mótefnið reyndist einvörðungu drepa CD8+ T frumur þegar því var bætt út í in vitro ræktir hnattkjarna hvítfruma sem einangraðar voru úr blóði (PBMCs). Jafnframt hurfu sóraútbrotin alveg eða að mestu leyti úr græðlingum músa sem gefið var eiturtengda mótefnið gegn CD8+ T frumum, en héldust óbreytt hjá þeim sem fengu saltvatn eða eitur(saporin)tengt viðmiðunarmótefni (isotype control). Jafnframt kom í ljós með ónæmislitun að engar CD8+ T frumur voru greinanlegar i græðlingum þeirra músa sem fengu eiturtengda mótefnið en þessar frumur voru ennþá til staðar i græðlingum viðmiðunarmúsanna. Ályktanir: Ofangreint músamódel er nothæft til að kanna þætti sem orsaka sóraútbrot og þar með lyf sem geta eytt slíkum útbrotum eða komið í veg fyrir þau. Ennfremur virðast CD8+ T frumur gegna lykil hlutverki í myndun sóraútbrota. V 89 Börn sem fá ífarandi pneumókokkasjúkdóm hafa lægri mótefni gegn meinvirknipróteinum pneumókokka en jafnaldrar þeirra sem bera pneumókokka í nefkoki Ingilcif Jónsdóttir12, Gunnhildur Ingólfsdóttir1, James C. Paton3, Karl G. Kristinsson2-4, Pórólfur Guðnason5 'Ónæmisfræöideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3háskólanum í Adelaide, Ástralíu, Jsýkladeild Landspítala 5landlæknisembættinu Reykjavík ingileif@landspitali.is Inngangur: Unnið er að þróun breiðvirkra próteinbóluefna gegn pneumókokkasjúkdómi og hafa meðal annars meinvirknipróteinin CbpA, Ply, PsaA og PspA verið prófuð í dýrum, en leitað er að nýjum próteinum til að nota í bóluefni. Markmið rannsóknarinnar var að greina ónæmisfræðilega þætti sem tengjast áhættu á ífarandi pneumókokkasjúkdómi í börnum. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.