Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 15
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 12 Þættir tengdir þátttöku verðandi foreldra á íslandi í foreldrafræðslu Guðrún Kristjánsdóttir'2, Margrét Eyþórsdóttir2, Helga Gottfreðsdóttir' 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala gkrist@hi.is Inngangur: Með foreldranámskeiðum átti að koma í veg fyrir ungbarna og mæðradauða í byrjun 20. aldar. Á íslandi hófust slík námskeið um 1954 og feður tóku þátt frá 1956. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þátttöku í foreldranámskeiðum og áformum verðandi foreldra til að sækja þau og hvernig félagslýðfræðilegir þættir, fæðingasaga og fæðingatengdir þættir tengjast þátttöku og hvernig áform þeirra tengjast útkomu fæðingar. Efniviður og aðferðir: Úrtakið var tilviljunarúrtak 152 foreldrar af sængurlegudeildunum (sængurkvennagangur og Hreiður) (58% heimtur) og 68 foreldrar af vökudeild (79% heimtur). Gögnum var safnað í heimsókn til foreldra eftir heimferð með spurningalista þar sem spurt var um félags- og lýðfræðilega þætti, fæðingasögu og tegund fæðingar, hvort þau hefðu sótt foreldrafræðslu eða áform um að sækja slíka. Líkan var sett upp með þáttum sem rannsóknir telja að hafi áhrif á þátttöku. Skoðuð var fylgni milli rannsóknarbreytanna og þátttöku í foreldrafræðslu og marktækar breytur síðan keyrðar í aðfallsgreiningu. Helstu niðurstöður: Marktækur munur var á þátttöku foreldra í foreldrafræðslu eftir því á hvaða deild foreldrar lentu eftir fæðingu barnsins. Ungt fólk í sambúð með fyrsta barn var marktækt líklegra til að hafa sótt foreldrafræðslu að teknu tilliti til allra annarra þátta. í öllum foreldrahópum tóku foreldrarsem áttu sitt fyrst og annað barn þátt í foreldrafræðslu, en enginn þeirra sem var að eiga sitt þriðja eða fjórða barn. Foreldrar barna af vökudeild höfðu í 20,6% tilvika tekið þátt, 11,8% á sængurkvennagangi og 35% þeirra sem fætt höfðu í Hreiðrinu. Aformin um þátttöku sem ekki stóðust voru flest hjá foreldrum af Vökudeild. Alyktanir: Niðurstöður benda til að almenn þátttaka í foreldrafræðslu sé lítil. Jafnframt benda þær til þess að þeir sem á annað borð sækja fræðsluna séu pör sem eiga von á sínu fyrsta barni. Huga þarf að því að stærsti hluti þeirra sem fæða barn sem leggst inn á Vökudeild og þeirra sem leggjast inn á sængurkvennagang hefur ekki sótt skipulega foreldrafræðslu. Bæta þarf undirbúning fyrir fæðingu af hálfu heilsugæslustöðva og þróa skipulega undirbúningsleiðir fyrir verðandi foreldra. V 13 Sársaukaupplifun 0-2 ára barna við stungu: Forprófun á Modified Behavioral Pain Scale (MBPS) í íslenskri þýðingu Guðrún Kristjánsdóttir'2, Rakel B. Jónsdóttir1-2, Elísabet Harles1, Kolbrún Hrönn Harðardóttir1 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala gkrist@hi.is Inngangur: í bráðaaðstæðum þarf iðulega að framkvæma sársaukafull greiningarinngrip, s.s. blóðtökur. Rannsóknir sýna að ef tekið er tillit til upplifun barna í slíkum aðstæðum má koma í veg fyrir óþarfa vanlíðan og tafir í framkvæmd ástungu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa MBPS (Modified Behavioral Pain Scale) í íslenskri þýðingu á eins mánaðar til tveggja ára gömlum börnum. Leitast var við að svara hvort MBPS væri áreiðanleg og réttmæt aðferð til að meta bráðan sársauka við sambærilegar sársaukafullar aðstæður. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin styðst við þægindaúrtak 49 barna sem gengust undir meðferðar- og greiningartengdar ástungur á almennri heilsugæslustöð og á bráðamóttöku barna. Meðalaldur var 8,7 mánuðir. Tveir rannsakendur mátu börnin við sömu aðstæður með MBPS, fyrst við hlutlausar aðstæður fyrir ástunguna og síðan við ástunguna. Ástungur voru 13 vegna CRP, 7 vegna stungu í bláæð og 29 í vöðva. Áreiðanleiki var metinn með því að bera saman niðurstöður beggja matsaðila. Réttmæti var mælt með mun á sársaukaskori við hlutlausar aðstæður og við ástungu. Loks voru athuguð tengsl sársaukamælinga við lýðfræðilega þætti (aldur og kyn) og aðstæðubundna þætti (vettvangur gagnasöfnunar og tegunda ástungu). Helstu niðurstöður: Meðalsársaukaskor í hlutlausum aðstæðum reyndust 2,96 (±1,79) og 2,96 (±1,74) og 4,27 (±2,66) og 4,39 (±2,51). Marktæk sterk jákvæð fylgni (r=0,87) reyndist milli sársaukaskors hinna tveggja matsaðila við hlutlausar aðstæður og einnig milli sársaukaskora við ástungu (r=0,90). Marktækur munur reyndist vera á sársaukaskori við hlutlausar aðstæður og við stungu (t(48)= -3,34, p<0,05) með t-prófi paraðra úrtaka. Ekki reyndist fylgni við lýðfræðilega eða aðstæðubundna þætti og sársaukaskors með MBPS, hvorki í hlutlausum né sársaukafullum aðstæðum. Ályktanir: Af niðurstöðum má ætla að íslensk þýðing MBPS sársaukamatstækisins sé nægilega áreiðanlegt og réttmætt og henti við mat á bráðum sársauka við ástungur á börnum á aldrinum eins mánaðar til tveggja ára. Ástand barns er einn af þeim þáttum sem ekki var sérstaklega tekið tillit til í þessari forprófun en athuga þarf það sérstaklega í frekari prófun á næmi mælitækisins. V 14 Matarvenjur skólabarna á unglingsaldri: Niðurstöður heimildarannsóknar og vettvangsathugunar með rýni- hópum Guðrún Margrét Gunnsteinsdóttir12, Guðrún Kristjánsdóttir1-2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala gkrist@hi.is Inngangur: Rannsóknir sýna að matarvenjur hafi áhrif á heilbrigði og námsframmistöðu barna. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvernig breytingar unglingsáranna í samspili við félagslegt umhverfi og skóla hafa áhrif á matarvenjur þeirra og hvaða þættir séu þar sem skipa lykilhlutverki í mótun matarvenja. Efniviður og aðferðir: Fræðilegt efni var safnað í gegnum gagnasöfnin PubMed, ProQuest og OVID. Heimildarleit gaf 29 greinar; 21 rannsóknir, fimm fræðilegar greinar og þrjár með almennri umfjöllun. Efnisgreining heimilda leiddi til efnisflokka sem stuðst var við í vettvangsathugun sem fór fram í fjórum grunnskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og nágrenni. Rætt var við skólastarfsmenn, kennara, skólahjúkrunarfræðing og 12 nemendur úr 9. og 10. bekk sem mynduðu fjóra fókushópa. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.