Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 37
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM síðkomnir fylgikvillar en í 27 (21%) tilfellum komu fram fylgikvillar. Ályktun: Tíðni fylgikvilla við ísetningu og notkun lyfjabrunna á Landspítala er hærri en þekkt er úr erlendum rannsóknum. Ástæður þessa geta verið margvíslegar m.a. hvort lyfjabrunnar séu settir í veikari sjúklinga hér á landi.Tegund lyfjabrunna sem notaðir eru gætu einnig skipt máli. Þörf er á frekari rannsóknum á notkun lyfjabrunna yfir lengra tímabil á Landspítala. V 64 Langtíma (5-10 ára) árangur aðgerða við vélinda- bakflæði Aðalheiöur Jóhannesdóttir1, Kristinn Tómasson2, Margrét Oddsdóttir3 Læknadeild HÍ1, Vinnueftirlit ríkisins, atvinnusjúkdómadeild2, skurðdeild Landspítala Hringbraut3 margreto@landspitali.is Bakgrunnur: Langtíma árangur bakflæðisaðgerða um opinn skurð er góður í um 90% tilfella. Þessar aðgerðir hófust um kviðsjá á íslandi 1994 og voru fyrstu fimm árin nánast eingöngu í höndum eins skurðlæknis. Erlendis er mat á langtímaárangri oft erfitt vegna fjölda skurðlækna sem að uppgjörinu koma og hve fáa sjúklinga næst í til langtíma mats. Mat á langtíma árangri hérlendis getur því gefið mikilvægar upplýsingar. Tilgangur: Að meta lífsgæði 5-10 árum eftir bakflæðisaðgerð. Að meta einkenni frá meltingarfærum og einkenni um bakflæði svo löngu eftir aðgerð, ásamt því að athuga hvort finna mætti mun á þeim sem töldu að aðgerðin hefði heppnast vel og þeim sem töldu að hún hefði misheppnast. Efniviður og aðferðir: 158 sjúklingar sem gengust undir aðgerð 1994-1999 uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Þeim voru sendir fjórir spurningalistar. GSRS (Gastrointestinal Symptom Rating Scale), QOLRAD (Qualitiy of Life in Reflux and Dyspepsia), HL (Heilsutengd lífsgæði) og spurningar um lyfjanotkun við bakflæði. Auk þess voru sóttar upplýsingar í sjúkraskrár sjúklinganna. Sjúkraskrárupplýsingar voru bornar saman við svör sjúklinga 5-10 árum eftir aðgerðina. Niðurstöður: Svör bárust frá 120 sem gefur 76% svörun. Svarendum var skipt í tvo hópa. Þá sem voru ánægðir með árangur aðgerðar og þá sem voru óánægðir. 99 svarendur voru ánægðir, eða 83%, 21 svarandi var óánægður, eða 17%. Þeir sem töldu að aðgerðin hefði heppnast höfðu betri heilsutengd lífsgæði en þeir sem töldu að aðgerðin hefði misheppnast. Þeir höfðu einnig minni einkenni frá meltingarfærum. Samtals 35 hafa fundið bakflæðiseinkenni frá aðgerð og svöruðu þeir sértækum lista fyrir bakflæði, QOLR AD. í ljós að bakflæðiseinkenni þeirra óánægðu voru marktækt verri en þeirra sem ánægðir voru. Ályktun: 5-10 árum eftir aðgerð eru >80% sjúklinga ánægðir með árangur bakflæðisaðgerðar. Þeir ánægðu hafa marktækt betri lífsgæðiog minni einkenni frá meltingarfærum en þeir sem eru óánægðir með árangur sinnar aðgerðar. V 65 Árangur enduraðgerða vegna vélindabakflæðis. - Er eitthvað sammerkt með þeim sem fara í enduraðgerð? Hildur Guðjónsdóttir1, Kristinn Tómasson2, Margrét Oddsdóttir3 Læknadeild HI', Vinnueftirlit ríkisins, atvinnusjúkdómadeild2, skurðdeild Landspítala Hringbraut3 margreto@landspitali. is Inngangur: Með breyttu lífsmynstri hefur fólki með einkenni bakflæðis fjölgað. Árangur vélindabakflæðisaðgerða um kviðsjá er almennt vel þekktur og hafa þær gerfið góða raun. Alltaf er þó einhver hluti sjúklinga sem ekki hlýtur fullnægjandi bata af aðgerðinni og þarf á enduraðgerð að halda. Hvað er sammerkt með þeim sjúklingum og hvernig hefur þeim reitt af? Efniviður og aðferð: Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám allra sem farið hafa í endurtekna kviðsjáraðgerð vegna vélindabakflæðis á Landspítala til ársins 2004 (N=42). Allar upplýsingar um mælingar, einkenni og lyfjanotkun sjúklings frá því fyrir upprunalega aðgerð allt til dagsins í dag voru skráðar sem og upplýsingar úr aðgerðarlýsingum og almenn sjúkrasaga. Sjúklingarnir fengu allir senda heim tvo spurningalista, Heilsutengd lífsgæði - HL og Gastrointestinal Symptom Rating Scale - GSRS, ásamt viðbótarspurningum. Kannað var hvort þessi sjúklinga hópur ætti eitthvað sammerkt sem hægt væri að nota til að spá fyrir um hugsanlegan árangur aðgerðar. Þessi hópur sjúklinga var borinn saman við sjúklingahóp úr rannsóknarverkefni Aðalheiðar Rósu Jóhannsdóttur: Langtíma (5 ára) árangur aðgerða við vélindabakflœði með tilliti til einkenna fyrir aðgerð (fyrir fyrri aðgerð þessa hóps), annarra sjúkdóma og stigaskorunar á HL og GSRS-spurningalistunum. Niðurstöður: 33 sjúklingar sendu inn svöruðum spurningalistum (79% svörun). 23 eru ánægðir með árangur enduraðgerðar (70%) og af þeim 10 sem ekki eru ánægðir eru sjö með einkenni sem mætti rekja til bakflæðis eða aðgerðarinnar sjálfrar. Sjúklingar sem hafa farið í endurtekna kviðsjáraðgerð vegna vélindabakflæðis hafa mun verri og margþættari einkenni bakflæðis fyrir upprunalega aðgerð en sjúklingar sem fengið hafa bót meina sinna eftir eina aðgerð. Þeir hafa einnig marktækt hærri tíðni annarra sjúkdóma (co-morbiditet) sem vitað er að hafa mjög mikil áhrif á lífsgæði fólks. Þegar borinn saman við samanburðarhópinn kemur í ljós að skor á HL og GSRS-spurningalistunum er marktækt lakara meðal enduraðgerðarsjúklinga. Ályktanir: Ánægja sjúklinga sem fara í enduraðgerð er minni en þeirra sem fá bata eftir eina aðgerð. Sjúklingar með flókna sjúkrasögu og sjúklingar með svæsin einkenni bakflæðis sýna verri árangur af kviðsjáraðgerðum en bakflæðissjúklingar sem eru að öðru leyti við góða heilsu. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 37

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.