Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 46
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM E) Samlegðaráhrif PD-1.3A, C4AQ0 og lágs MBL koma fram í bæði SLE og öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum: i) Allar samsetningar eru algengari hjá SLE sjúklingum. ii) PD-1.3A samfara lágu MBL eða C4AQ0 sýnir tilhneigingu um tengsl við sjálfofnæmissjúkdóma samanborið við heilbrigða ættingja. iii) 91% SLE sjúklinga og 85% ættingja með sjálfofnæmis- sjúkdóma hafa einn eða fleiri af áhættuþáttunum þremur. F) PD-1.3A, C4AQ0 eða lágt MBL sýna ekki tengsl við sjálfmótefni í sermi. Ályktun: í þessum íslensku SLE fjölskyldum þar sem áhættuþættirnir PD-1.3A, C4AQ0 og lágt MBL eru undirliggjandi, er jafnframt hækkuð tíðni annarra sjálfs- ofnæmissjúkdóma og sjálfsmótefna. Niðurstöður okkar sýna að PD-1.3A, C4AQ0 eða lágt MBL sýna ekki jafn sterk tengsl við aðra sjálfsofnæmissjúkdóma. Hins vegar koma fram samlegðaráhrif áhættuþáttanna í tengslum við bæði SLE og aðra sjálfofnæmissjúkdóma. V 85 Samanburður á tjáningu PD-1 ónæmisviðtakans á frosnum einkjarna hvítfrumum úr SLE sjúklingum og heilbrigðum Helga Kristjánsdóttir'-2, Iva Gunnarsson3, Elisabeth Svenungsson3, Kristján Steinsson1, Marta E. Alarcon-Riquelme2. 1 Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Landspítala,2 Department of Genetics and Pathology, Rudbeck Laboratory, Uppsala University, Svíþjóð,3 Unit for Rheumatology, Karolinska University Hospital, Solna, Svíþjóð helgak@landspitali.is Inngangur: PD-1.3A arfgerðinnni hefur verið lýst sem áhættuþætti fyrir SLE og er talin leiða til breyttrar tjáningu PD-1 ónæmisviðtakans, sem gegnir lykilhlutverki í viðhaldi sjálfsþols. Markmið: A. Ákvarða aðstæður fyrir ræsingu T-fruma með aCD3+CD28 og bera saman tjáningu PD-1 viðtakans á frosnum og ferskum eitilfrumum. B. Bera saman tjáningu PD-1 viðtakans hjá SLE sjúklingum og heilbrigðum viðmunarhópi. Efniviður: A. Einkjarna hvítfrumur úr íslenskum og sænskum SLE sjúklingar og heilbrigðum viðmiðunarhópi. Aðferðir: Einkjarna hvítfrumur einangraðar á þyngdarstigli og ræstar ferskar og frystar með veggbundnu aCD3 og óbundnu aCD28 í háum (lOpg/ml) og lágum styrk (lpg/ml). Eftir 0, 24 og 48 klukkustundir voru frumurnar merktar með flúorljómandi einstofna mótefnum gegn PD-1, CD3, CD4, CD8, CD25 og tjáning yfirborðssameindanna greind í frumuflæðisjá. Niðurstöður: A.Styrkur aCD3+CD28 ræsingar og ræktunartími fyrir ferskar og frystar PBMCs úr viðmiðunar einstaklingum. • Ferskar PBMC sýndu aukna tjáning PD-1 viðtakans eftir ræsingu með aCD3+CD28 í 24 og 48 klukkustundir rneð bæði háum og lágum styrk aCD3+CD28. • Á grundvelli þessa niðurtaðna voru frystar PBMC ræstar í 48 klukkustundir með háurn styrk aCD3+CD28 og fengust sambærilegar niðurstöður við ferskar frumur. B. Tjáning PD-1 viðtakans á frystum PBMC frá SLE sjúklingum og viðmiðunar einstaklingum. • Við 48 klukkustundir var tjáning PD-1 viðtakans aukin hjá bæði SLE sjúklingum og viðmiðunarhópi. SLE sjúklingar sýndu hins vegar marktækt minni tjáningu PD-1 viðtakans (p=0,012). • Greining mismunandi hópa eitilfruma sýnir aukna tjáningu PD-1 viðtakans hjá CD4+CD25+ T-frumum eftir ræsingu með aCD3+CD28 í 48 klukkustundir hjá bæði SLE sjúklingum og viðmiðunarhópi. SLE sjúklingar sýndu marktækt minni tjáningu (p=0.05). • Tjáning PD-1 viðtakans á CD4+CD25- T-frumum var ekki marktækt frábrugðin hjá SLE sjúklingum samanborið við viðmiðunarhóp. Ályktun: Ræsing ferskra og frystra PBMC með aCD3+CD28 í 48 klukkustundir leiðir til sambærilegrar tjáningar á PD- 1 viðtakanum. Fyrstu niðurstöður á samanburði á tjáningu PD-1 viðtakans hjá SLE sjúklingum og viðmiðunarhópi sýna marktækt niinni tjáningu PD-1 viðtakans hjá SLE sjúklingum. Þessi munur er helst vegna minni tjáningar PD-1 viðtakans hjá CD4+CD25+ T-frumum hjá SLE sjúklingum. Verið er að kanna hvort minni tjáning PD-1 viðtakans hjá SLE sjúklingum tengist PD-1.3A arfgerðinni eða hvort aðrir þættir liggja að baki. V 86 Algengi IgA skorts hjá einstaklingum með sjálfs- ofnæmissjúkdóma í skjaldkirtli Árni Egill Örnólfsson* 1, Guðmundur Haukur Jörgensen1, Ari J. Jóhannesson2, Sveinn Guðmundsson3,Lennart Hammarström4, Björn Rúnar Lúðvíksson1 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2innkirtladeild Landspítala, 3Blóðbankinn, JDiv. of Clinical Immunology, Karolinska University Hospital Huddinge, Svíþjóð bjomlud@landspitali. is Inngangur: IgA skortur er algengasti mótefnaskorturinn og einn algengasti nteðfæddi ónæmisgallinn. Algengi IgA skorts var nýlega rannsakað hjá íslenskum blóðgjöfum og reyndist vera 1:570. Á undanförnum árum hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl IgA skorts við hina ýmsu sjálfsofnæmissjúkdóma en ekki hefur verið sýnt ótvírætt fram á að samband sé milli IgA skorts og sjálfsofnæmissjúkdóma í skjaldkirtli. Markmið: Meta algengi IgA skorts hjá einstaklingum með ofstarfsemi í skjaldkirtli á íslandi og athuga tengsl IgA og sjálfsmótefna gegn skjaldkirtli. Aðferðir: IgA styrkur í sermi var mældur hjá 319 einstaklingum með ofstarfsemi á skjaldkirtli og borinn saman við styrk IgA í sermi 609 blóðgjafa. Styrkur IgA var einnig skoðaður í tengslum við styrk mótefna gegn TSH viðtaka (TRAb) og thyroid peroxidasa (anti TPO). Niðurstöður: Af þeim 319 sýnum sem mæld voru greindist enginn einstaklingur með sértækan IgA skort. Konur með ofstarfsemi á skjaldkirtli höfðu marktækt lægri styrk IgA í sermi en karlar með ofstarfsemi á skjaldkirtli ([IgA] = 2,67 ± 1,16 46 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.