Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 21
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM voru einstæðir en 16% kvenna. Af hópnum voru 33% starfandi, 42% á bótum og 14% atvinnulausir. Sjúklingum var fylgt eftir í 3-7 ár. Á þeim tíma létust 17, eða 10% af heildarhópnum. Á fyrsta ári eftir útskrift af gjörgæslu létust fimm, á öðru ári fimm og á þriðja ári sjö, en engir eftir það. Samtals létusl því 23 (13%) af heildarhópnum. Fjölþátta aðhvarfsgreining sýndi að fjöldi tekinna taflna hafði forspárgildi um dánarlíkur eftir fyrstu komu á gjörgæslu en ekki kyn, aldur, félagsleg staða, APACHE-stigun, fyrri sjálfsvígstilraunir né aðalgeðgreining. Cniræða: Þetta er ungur sjúklingahópur, meirihluti konur, endurteknar tilraunir eru algengar, fíkn er algeng og félagslegar kringumstæður oft erfiðar. Dánarhlutfall var 3% á gjörgæslu/ sjúkrahúsi sem er hátt fyrir aldurshópinn og dánarhlutfall var áfram hátt fyrstu þrjú árin eftir sjálfvígstilraun (10%) þrátt fyrir að >80% væri fylgt eftir innan geðgeirans. Fjöldi tekinna taflna hafði best forspárgildi varðandi síðari dánarlíkur sem hugsanlega gefur til kynna hversu alvarlegur ásetningurinn er. Svo virðist sem þessi sjúklingahópur sé í sérstakri áhættu og hugsanlegt að auka megi lífslíkur hans með því að fylgja honum nánar eftir og huga að félagslegum úrbótum fyrstu árin eftir sjálfsvígstilraun. V 28 Aðgreiningarhæfni þunglyndis- og felmturskvarða PHQ skimunartækisins Valdís E. Pálsdóttir1, Hafrún Kristjánsdóttir2, Guðmundur B. Arnkelsson' 'Félagsvísindadeild HÍ,2geðsviði Landspítala hafrunkr@landspitali. is Inngangur: Samkvæmt breskum rannsóknum leita einstaklingar með geðrænan vanda fyrst til heilsugæslu. Hérlendis virðist þriðjungur skjólstæðinga heilsugæslu búa við geðrænan vanda en meirihluti þeirra fær meðhöndlun hjá heilsugæslulæknum. Almennt er talið að ómeðhöndlaðar lyndisraskanir hafi alvarlegar afleiðingar og skjót og rétt greining og meðferð því lykilatriði. Patient Health Questionnaire er 58 atriða skimunarlisti fyrir átta geðröskunum og hentugur til notkunar í heilsugæslu. Markmið: Rannsókninni er ætlað að meta aðgreiningarhæfni þunglyndis- og felmturskvarða PHQ. Aðferð: Þátttakendur eru 203 einstaklingar sem tóku þátt í hugrænni atferlismeðferð á nokkrum heilsugæslu- stöðum. Allir þátttakendur svöruðu PHQ listanum og MINI geðgreiningarviðtalinu. Niðurstöður og umræður: Aðgreiningarhæfni þunglyndiskvarða PHQ reyndist mjög góð, AUC = 0,88. Ef miðað er við 10 stig eða fleiri á myndu 83% þunglyndra finnast en aðeins 22% sem ekki þjást af þunglyndi myndu ranglega skimast þunglyndir. Aðgreiningarhæfni felmturskvarða PHQ er einnig góð, AUC = 0,83 en erfiðara að finna góð viðmið sökum lágs algengis í úrtakinu. Ef miðað er við 10 stig líkt og gert er á þunglyndiskvarðanum myndu minna 68,2% þeirra sem þjást af felmtursröskun finnast, en 20% ranglega skimast með felmtursröskun. V 29 Mynstur öndunarhreyfinga hjá sjúklingum með ný- greint slag Guðbjörg Þóra Andrésdóttir1, María Ragnarsdóttir’, Haukur Hjaltason2, Elías Ólafsson2-4 ■Sjúkraþjálfun Bl, Landspítala, 2taugalækningadeild Landspítala, 3sjúkra- þjálfun 14D Hringbraut, 4læknadeild HÍ gthora@landspitali. is Inngangur: Truflanir á öndun sjásl oft hjá sjúklingum með nýgreint slag, en fáir hafa rannsakað þetta. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna hvort mynstur öndunarhreyfinga sjúklinga með nýgreint slag er 1. eins og hjá heilbrigðum einstaklingum, 2. eins, hvort sem slagið er í vinstra eða hægra heilahveli. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru einstaklingar sem lagðir voru inn á taugalækningadeild Landspítala vegna bráðaslags á 22 mánaða tímabili (9/'04 til 7/'06) og voru með verulega hreyfiskerðingu. Útilokaðir voru einstaklingar með lungnasjúkdóma, hjartabilun, mikið málstol, heilabilun, aðra sjúkdóma sem truflað gætu færni, slag í heilastofni og fyrra slag í gagnstæðu heilahveli. Öndunarhreyfingar allra voru mældar með ÖHM-Andra sem mælir hreyfingar kviðar og brjóstkassa. Líkamleg geta var metin með MAS-kvarða. Einkenni gaumstols voru metin með stafaútstrikunarprófi. Niðurstöður: Þátttakendur voru 18, 10 með lömun í vinstri líkamshelmingi (meðalaldur 62,2± 14,2 ár) og 8 með lömun í þeim hægri (meðalaldur 65,1 ± 8,9 ár).Tíðni og ferill öndunarhreyfinga í hvíldaröndun var óreglulegur hjá sex einstaklingum, (4 með Cheyne-Stokes öndun) og enn óreglulegri í djúpöndun, einkum hjá vinstri lömuðum. Rannsóknarhópurinn var með marktækt meiri óreglu (p=0,003) í djúpöndun í ferli öndunarhreyfinga en einstaklingar án taugasjúkdóma (14 hryggiktarsjúklingar), en óregla á tíðni í djúpöndun var á mörkum þess að vera marktæk (p=0,058). Meðalöndunartíðni slagsjúklinga var marktækt örari en heilbrigðra í hvíld (p<0,05) og djúpöndun (p<0,001). Ferill öndunarhreyfinga var marktækt minni hjá einstaklingum með slag en heilbrigðum í djúpöndun (p<0,001). Ekki var marktækur munur á hægri og vinstri lömuðum í öndunartíðni, reglu í öndunartíðni, reglu í ferli öndunarhreyfinga og magni öndunarhreyfinga. Ályktanir: Einstaklingar með slag sýndu mikla óreglu í ferli og tíðni öndunarhreyfinga. Einnig var öndunartíðni hærri og öndun grynnri en hjá heilbrigðum, einkum í djúpöndun. Þetta er í fyrsta sinn sem vísbendingar koma fram um að mynstur öndunarhreyfinga sé truflað hjá sjúklingum eftir slag í heilahveli, en frekari athuganir þarf til að draga víðtækari ályktanir. V 30 íslensk viðmið fyrir orðaflæðispróf María K. Jónsdóttir12, Anton Örn Karlsson2 ‘Landspítala,2HÍ marijon@landspitali. is Inngangur: Svokallað orðaflæðispróf (e. verbal fluencey) er algengt taugasálfræðilegt próf. Gerður er greinarmunur á tvenns konar orðaflæði; merkingarflæði (t.d. telja upp dýr) og hljóðungaflæði (telja upp orð sem byrja á ákveðnum bókstaf). Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.