Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 25
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM mælt með ELISA aðferð, og C4B fundið með frádrætti C4A frá heildar C4. Niðurstöður: Samanburður 124 sjúklinga og 46 heilbrigðra sýnir að sterk samsvörun er milli styrks C4A og C4B í blóði og tjáningar viðkomandi gens. Styrkur C4B/C4A var marktækt lægri í arfberum samsvarandi gens (C4B*Q0/C4A*Q0). Arfberar bættu sér upp skort á afurðinni með aukinni framleiðslu hinnar C4 gerðarinnar, en þetta var meira áberandi hjá arfberum C4A*Q0, og hjá þeim var styrkur C4 í heild hærri en þeirra sem höfðu C4B*Q0 (p=0,046). Sjúklingar með hjartaöng (N=42) höfðu sama styrk C4, C4A og C4B og heilbrigðir. Styrkur C4B (p=0,003) og heildarstyrkur C4 (p=0,001) var mun lægri í sjúklingum með kransæðastíflu (N=82) en í heilbrigðum. Þessi munur var ekki einfaldlega vegna aukinnar tíðni C4B*Q0 í sjúklingunum því styrkur C4B (p=0,005) og heildarstyrkur C4 (p=0,05) var einnig lægri hjá þeim hópi sem hafði fulla tjáningu á bæði C4A og C4B. Ályktanir: C4B og C4 í heild er lækkað í sjúklingum með kransæðastíflu miðað við heilbrigða og sjúklinga með hjartaöng. Þessar niðurstöður er ekki unnt að skýra einungis á grundvelli aukinnar tíðni C4B*Q0 meðal sjúklinganna. V 39 Fylgni bólgumiðilsins C3 við áhættuþætti kransæða- sjúkdóms 'Perla Þorbjörnsdóttir,, * 2Siguröur Þór Sigurðarson, 2Sigurður Böðvarsson, 2Guðmundur Þorgeirsson, 'Guðmundur Jóhann Arason 'Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, 2lyfjadeild Landspítala garason@landspitali. is Inngangur: Magnakerfið er einn öflugasti bólgumiðill mannslíkamans. Það kemur við sögu í kransæðasjúkdómi og gæti einnig komið við sögu í áhættuþáttum hans. Markmið: Að kanna fylgni ntilli styrks C3 og helstu áhættuþátta kransæðasj úkdóms. Aðferðir: Skoðaðir voru 74 íslenskir sjúklingar með hjartaöng (angina pectoris),84 með innlögn vegna hjartaáfalls, 109 með fyrri sögu um kransæðastíflu og 132 heilbrigðir. Efnaskiptaheilkenni (metabolic syndrome) var greint ef 3 eftirfarandi þátta voru til staðar: sykursýki eða hár fastandi blóðsykur (pre-DM) (>6,1 mmól/L), háþrýstingur (>130/85 mmHg), lágt HDL-kólesteról (HDLC) (<1,04 mmól/L í körlum og 1,29 mmól/L í konum), há fastandi þríglyseríð (>1,69 mmól/L),og ofþyngd (LÞS >25). C3 var mælt með rafdrætti í mótefnageli. Niðurstöður: í viðmiðunarhópi var styrkur C3 hærri í efnaskiplaheilkenni (p<0,001) og fólki með hækkuð þríglyseríð (p<0,001), ofþyngd (p=0,002), háþrýsting (p=0,019), sykursýki (p=0,076 - NS) eða HDLC-lækkun (0,188 - NS). Fylgni var milli C3 styrks og líkamsþyngdarstuðuls (r=0,359, p=0,02). Samanburður viðmiðunarhóps og sjúklinga sýndi að C3 gildi voru hækkuð í hjartaöng (p=0,035), kransæðastíflu (p<0,001) og í sjúklingum sem höfðu lifað af fyrri kransæðastíflu (p=0,004), en þessi hækkun var bundin við þann hluta sjúklingahópsins sem uppfyllti skilyrði efnaskiptaheilkennis (p<0,001). Tíðni efnaskiptaheilkennis var hærri (p=0,005) í kransæðasjúkdómi (53%) en viðmiðunarhópi (24%) og efnaskiptasjúkdómur við komu hafði sterkt forspárgildi fyrir síðari greiningu kransæðasjúkdóms (p<0,001). Ályktanir: Styrkur C3 sýnir fylgni við efnaskiptaheilkenni og einstök skilmerki hans, og getur hugsanlega spáð fyrir um kransæðasjúkdóm síðar meir. V 40 Endurþrengsli í stoðneti kransæðasjúklinga hefur ekki áhrif á heilsutengd lífsgæði Álfhildur Þórðardóttir, Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, Karl Andersen Hjartadeild, lyflækningasviði I, Landspítala alfhildurth@gmail.com Inngangur: Mælingar á heilsutengdum lífsgæðum (HL) eru mikilvægar hjá skjólstæðingum okkar. Þekkt er að kransæðavíkkun (PCI) bætir HL. Minna er hins vegar vitað um hvort að endurþrengsli í stoðneti kransæðasjúklinga hafi einhver áhrif á HL. Markmiö: Rannsóknin var gerð til að meta hvort að endurþrengslin hafi einhver á hrif á HL einstaklingsins. Aðferð: Við rannsökuðum 87 sjúklinga sem gengust undir kransæðavíkkun með stoðnetsísetningu. Sjúklingarnir svöruðu spurningalistanum SF-36 v2 um HL sama dag og þeir gengust undir kransæðavíkkun og aftur sex mánuðum síðar er þeir komu innkallaðir í endurþræðingu til að meta ástand stoðnetsins, þ.e. hvort um endurþrengsli væri að ræða (miðað var við 50% þrengsli). Niðurstöður: Á meðal þeirra 87 þátttakenda voru 69 (79%) karlmenn og 18 (21%) konur. Meðalaldur var 62,8 ár (±11,55). Fimmtíu og tvö prósent voru með háþrýsting, 29% reyktu, 40% voru með of hátt kólesteról og 67% voru með jákvæða ættarsögu. Tuttugu og tveir sjúklingar (25%) höfðu myndað endurþrengsli sem komu í ljós er þeir voru endurþræddir sex mánuðum síðar. Ekki fannst marktækur munur(p>0,05) á HL þeirra sem voru með endurþrengsli og þeirra sem ekki höfðu myndað endurþrengsli. Hvorki kom fram munur í andlegum þáttum HL prófsins né líkamlegum þáttum. Ef litið var yfir hópinn í heild sinni höfðu líkamleg HL aukist um 15% (p<0,001) á sex mánaða tímabilinu, en enginn munur var á þeim er myndað höfðu endurþrengsli í stoðneti og þeirra sem ekki höfðu gert það (p n.s.). Sá þáttur er sneri að andlegum hluta HL breyttist hjá hvorugum hópnum. Ályktun: Líkamleg heilsutengd lífsgæði batna þó nokkuð (15%) hjá báðum hópunum. En ekki virðist skipta máli hvort einstaklingur hafi framkallað endurþrengsli í stoðneti hvað varðar heilsutengd lífsgæði. V 41 Kynjamunur á heilsutengdum lífsgæðum kransæða- sjúklinga Álfhildur Þórðardóttir, Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, Karl Andersen Hjartadeild. lyflækningasviði I, Landspítala alfliildurth@gmail.com Inngangur: Það er þekkt að konur koma verr útúr rannsóknum á heilsutengdum lífsgæðum en karlmenn. Minna er þó vitað um kynjamun hjá sjúklingum sem hafa gengist undir kransæðavíkkun. Læknablaðið/fylgirit 54 20 07/93 25 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.