Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 54
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 104 A29T fjölbreytileiki í LTF er algengur í lungnaæxlum Pórgunnur E. Pétursdóttir1, Unnur Þorsteinsdóttir2, Páll H. Möller’, Jóhannes Björnsson1, Stefan Imreh4, Valgarður Egilsson1, Sigurður Ingvarsson5 'Rannsóknarstofu í meinafræði, frumulíffræðideild, ’íslenskri erfðagreiningu, ’skurðlækningasviði Landspítala, 4Karolinska Institutet, Microbiology and Tumorbiology Center, Stokkhólmi, 5tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum thorgep@landspitali. is Inngangur: Stutti armur litnings 3 í mönnum er afbrigðilegur í flestum æxlum. Et (elimination test) er próf sem var þróað, af samstarfsaðilum okkar á Karolinska Institutet, til að finna litningasvæði með æxlisbæligenum. Með notkun prófsins fannst svæði á 3p21.3 sem var nefnt CERl (common eliminated region 1). A svæðinu eru 34 virk gen og miðað við núverandi þekkingu þykja LIMDl (LIM domain containing gene 1) og LTF (lactotransferrin) líklegust sem æxlisbæligen. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem benda til þess að Ltf og Limdl próteinin taki þátt í að verjast myndun æxla. Markmið: Að skilgreina frekar hlutverk LIMDl og LTF í sjúkdómsferli krabbameins í mönnum. Aðferðir: Efniviðurinn samanstendur í heild af 576 mannaæxlum frá 10 líffærum. Til að meta tíðni úrfellinga var gerð LOH greining með microsatellite erfðamörkum. Utraðir voru skimaðar með SSCP aðferð fyrir fjölbreytileika í LTF (eingöngu lungnaæxli) og LIMDl og síðan var kannað með raðgreiningu hvort sá fjölbreytileiki sem fannst væru stökkbreytingar. Niðurstöður: Við rannsökuðum úrfellingatíðni á CERl og bárum saman við tíðni úrfellinga í sama efnivið á tveimur öðrum þekktum æxlisbæligenasvæðum á 3p. Úrfellingatíðnin var hæst á CERl svæðinu (84%). Við fundum fjölbreytileika í basaröðum bæði LIMDl og LTF en höfum engar stökkbreytingar fundið í LIMDl. í LTF geninu fundum við breytileika í exoni 2 í hárri tíðni (49%) miðað við kontról (27%). Um er að ræða basabreytingu sem leiðir til amínósýru skipta úr Alanine yfir í Threonine (A29T). Ályktun: Þar sem við fundum mjög háa tíðni úrfellinga á CERl bendir það til þess að á svæðinu geti verið æxlisbæligen. Úrfellingarnar voru ekki vefjasértækar þar sem há tíðni fannst í öllum æxlisgerðum eða 70-94%, nema í sarkmeinum þar sem tíðnin var 40%. Þó að lítið hafi fundist af stökkbreytingum höfum við ekki útilokað að um æxlisbæligen sé að ræða. Við munum kanna tjáningu genanna í æxlum og bera saman við eðlileg sýni. Ef tjáning er minnkuð munum við kanna hvort um „epigenetiskar“ breytingar geti verið að ræða. V 105 Aðferð til mælinga á hreyfieiginleikum hnjáliðar Brynjar Vatnsdal Pálsson1, Þóröur Helgason1, Jónína Lilja Pálsdóttir1, Páll E. Ingvarsson2, Vilborg Guðmundsdóttir2, Sigrún Knútsdóttir2, Stefán Yngvason2 'Rannsóknar- og þróunarstofu HTS, 2endurhæfingardeild Landspítala Grensási brynjarp@landspitali. is Inngangur: Raförvunarmeðferð á lærvöðvum sjúklinga með úttaugarskaða hefur verið í þróun í tengslum við hið ESB styrkta RISE verkefni í nokkur ár. Með auknum krafti og vexti vöðvanna breytast hreyfieiginleikar þeirra og breytingarnar eru rnældar til þess að fylgjast með framvindu meðferðarinnar. Markmið: Markmið verkefnisins er að þróa aðferð til að fylgjast með framvindu meðferðarinnar á einfaldan, ódýran og þráðlausan hátt.Til þess var þróað stærðfræðilegt líkan sem lýsir hreyfieiginleikum vöðvanna. Aðferðir: í RISE verkefninu hafa þrír íslenskir sjúklingar hlotið raförvunarmeðferð frá árinu 2003. í reglubundnu eftirliti hafa verið framkvæmd próf á hreyfieiginleikum hnjáliðar, með og án örvunar, þar sem pendúlssveifla neðri hluta fótleggjar er mæld með sjónvarpsmyndavél. Úr þessum mælingum er tímafall sveiflunnar unnið og notað í líkani sem reiknar kennistærðir hreyfieiginleika hnjáliðar. Kennistærðirnar eru bornar saman við aðrar mælingar sem notaðar eru til að segja til um þjálfunarástand vöðva, svo sem kraft- og flatarmálsmælingar á þversniði vöðva. Niðurstöður: Til að meta áreiðanleika líkansins var lýsing þess á sveiflunni skoðuð samanborið við tímafall unnið úr myndbandsupptökum. Líkanið lýsti sveiflunni án teljandi skekkju. Þær breytur líkansins sem notaðar voru til að meta hreyfieiginleika hnjáliðsins breyttust umtalsvert þegar örvun var beitt. Ályktun: Góð fylgni líkansins við tímafall sveiflunnar sýnir að þessi aðferð er vel nothæf til að meta hreyfieiginleika hnjáliðs á einfaldan og nákvæman hátt. Mæliskekkja er lítil og niðurstöður frá einstaka sjúklingum með og án örvunar endurspegla líkamlegt ástand og örvunarsvörun sjúklingsins. Næmni aðferðarinnar verður að ákvarða betur með samanburði við aðrar mæliaðferðir og með því að athuga og eyða óvissuþáttum. V 106 RISE: Raförvunarmeðferð aftaugaðra vöðva Páll E. Ingvarsson1, Pórður Helgason2, Vilborg Guðmundsdóttir1, Paolo Gargiulo2, Sigrún Knútsdóttir1, Stefán Yngvason1 'Endurhæfingardeild Landspítala Grensási, 2rannsóknar- og þróunarstofu HTS palling@landspitali.is Inngangur: Innan ramrna fjölsetra fjölþjóða RISE verkefnisins hafa 28 sjúklingar með útlægan alskaða á mænu - þar af þrír íslendingar - verið meðhöndlaðir með raförvun í tvö til fimm ár. Markmið: Markmið verkefnisins er að þróa meðferðarleið til að endurhæfa lærisvöðva, þróa aðferðir til að fylgjast með meðferðinni og rökstyðja breytingartillögur á stöðlum Evrópusambandsins sem leyfa ekki nægjanlega mikinn straumstyrk til að raförva vöðvaþræði beint, þ.e. án þess að örva aðliggjandi taug. Verkefnið skapar þekkingu og forsendur til að þróa meðferðar- og sjúkdómsgreiningarbúnað. Aðferðir: Sjúklingarnir, allir með útlægan alskaða á mænu, hafa í að minnsta kosti tvö ár verið í raförvunarmeðferð á fjórhöfða læris. Þeir raförva vöðvana einu sinni á dag, sex daga vikunnar. Eftir 2-4 mínútna upphitun er annars vegar örvað með löngum 54 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.