Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 41
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM og nætursvita. Sökum háþrýtsings var hann sendur í hjartaómun sem sýndi víkkun á ósæðarrótinni.Tölvusneiðmynd af brjóstholi og kviðarholi í kjölfarið sýndi vel afmarkaða fyrirferð í risristilshengi hægra megin í kviðarholi, hliðlægt við skeifugörn og framan við efri pól hægra nýra ásamt annari minni fyrir ofan. Við aðgerð var framkvæmt hægra ristilbrottnám þar sem blöðrulíka breytingin lá þétt við ristilinn í risristilhengju. Aðgerðin var fylgikvillalaus. Vefjarannsókn staðfesti sogæðaæxli. Tuttugu og tveir svæðiseitlar voru án afbrigða. Eftir aðgerð fékk sjúklingur lungnabólgu sem var meðhöndluð. Engar illkynja breytingar greindust og var ekki mælt með frekari meðferð. Umræða: í ljósi þess hve sjaldgæfur þessi sjúkdómur er verður að teljast mjög óvenjulegt að tveir einstaklingar séu greindir á sama ári og skornir upp í sama mánuði hérlendis. V 73 Verkir og verkjameðferð skurðsjúklinga á Land- spítala Lára Borg Ásmundsdóttir1'2, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir', Herdís Sveinsdóttir1-2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali laraasniu@landspitali.is Inngangur: íslenskar og erlendar rannsóknir hafa endurtekið sýnt að sjúklingar hafa talsverða verki eftir skurðaðgerð. Markmið rannsóknar var að kanna algengi verkja hjá skurðsjúklingum og lýsa væntingum til og reynslu af verkjameðferð eftir skurðaðgerð og viðhorfum til verkjameðferðar. Efniviður og aðferðir: Úrtakið var 216 sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð á Landspítala á tímabilinu 6.-25. febrúar 2006. Gagna var aflað með APS-spurningalistanum og var spurt um styrk verkja á tölukvarða frá 0-10 við mismunandi aðstæður og jafnframt um áhrif verkjanna. Við gagnaúrvinnslu var notað lýsandi tölfræði, Pearson r og t-próf. Listinn var lagður fyrir að kvöldi aðgerðadags/daginn eftir aðgerð. Niðurstöður: Þátttakendur voru 216 (62% þeirra konur) og var meðaldur 54, ár. 81% greindi frá verk eftir aðgerð og var meðaltalsstyrkur versta verkjar 5,87 (sd 2.64) og sólarhring eftir aðgerð 4,02 (sd 2,18). Konur greindu frá hærri styrk verkja en karlar (t(109)=2,36; p<0,05) eftir aðgerð. Verkir höfðu áhrif á getu sjúklings sjúklings til að hósta, draga djúpt andann eða hreyfa sig í rúmi, á daglegar athafnir, getu til göngu og á svefn. 85% sjúklinga var ánægðir með verkjameðferð sína. Biðtími eftir verkjalyfjum var stuttur. Upplýsingar um verki eftir aðgerð fengu 73% þátttakenda og um mikilvægi verkjameðferðar 47%. Almennt voru upplýsingarnar gagnlegar eða mjög gagnlegar. Fylgni var á rnilli verkja fyrir aðgerð við ýmsar breytur rannsóknarinnar.Viðhorf til verkjameðferðar voru frekar íhaldssöm og voru eldri íhaldssamari en yngri. Ályktanir: Skurðsjúklingar á Landspítala hafa verki eftir aðgerð sem koma mætti í veg fyrir með bættri fræðslu um verki og verkjameðferð og með betri verkjameðferð. Truflandi áhrif verkja á daglegar athafnir eftir aðgerð getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér og því þarf að taka á vanmeðhöndlun verkja. V 74 Gæði frá sjónarhóli aðstandenda á gjörgæsludeildum Landspítala Margrct Ásgeirsdóttir, Ólöf S. Sigurðardóttir, Helga Hrönn Þórsdóttir, Elísabet Þorkelsdóttir, Agnes Gísladóttir, Linda Björk Loftsdóttir, Auðna Ágústsdóttir 'Gjörgæsludeild Landspítala, 3kennslu- og fræðasviði Landspítala margas@landspitali. is Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna gæði þjónustu frá sjónarhóli aðstandenda sjúklinga á gjörgæsludeildum Landspítala. Markmið rannsóknarinnar var að fá svör við rann- sóknarspurningunum: 1) Hvert er mat aðstandenda á gæðum þjónustu á gjörgæsludeildum Landspítala samkvæmt fjórum víddum MiniKUPP spurningalistans? 2) Hvar er aðgerða þörf til að bæta gæði samkvæmt aðgerðarvog? 3) Er marktækur munur á mati aðstandenda á gæðum sjúkrahúsþjónustu eftir lýðfræðilegum bakgrunni (aldri, kyni, heimilisaðstæðum, þjóðerni, menntun, starfi, aðdraganda innlagnar, tengslum við sjúkling, og hve lengi sjúklingur lá á gjörgæsludeild) miðað við víddir spurningalistans MiniKUPP? Aðferðir Úrtakið var þægindaúrtak og þátttakendur voru 92. Notaður var spurningalisti sem byggður var á MiniKUPP, mælitæki til að meta gæði þjónustu á sjúkrastofnun.að viðbættum atriðum sértækum fyrir aðstandendur á gjörgæsludeildum. Spurningalistinn var forprófaður með „cognitive interviewing“ aðferð með sjö aðstandendum. Spurningalistinn metur gæði út frá mati aðstandenda á reynslu og mikilvægi 38 atriða. Hann er flokkaður í fjórar víddir; faglega færni, einstaklingsmiðaða nálgun, félagslegt andrúmsloft og aðbúnað. Tölfræðileg úrvinnsla var bæði lýsandi en einnig var reiknuð út aðgerðarvog. Aðgerðarvog var reiknuð út frá svörum frá hópi aðstandenda þar sem voru borin saman reynsla og mikilvægi fyrir hvert atriði og vegið hvar er skortur á gæðum og hvar eru gæði fullnægjandi eða rífleg. Unnið var úr opnum spurningum með innihaldsgreiningu Niðurstöður Frumniðurstöður rannsóknarinnar sýna að aðstandendur mátu reynslu sína að meðaltali hærri en mikilvægi atriða innan allra víddanna. Þó voru nokkur atrið þar sem umbóta er þörf. Ýtarlegri niðurstöður verða birtar á veggspjaldi. Ályktanir: Almennt er veitt gæðaþjónusta á gjörgæsludeildum Landspítala. V 75 Alvarleg sýklasótt og sýklasóttarlost á gjörgæslu- deildum Landspítala: Eðli, orsakir og dánartíðni Einar Bjorgvinsson', Sigurbergur Kárason'2, Gísli H. Sigurðsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala gislihs@landspitali.is Inngangur: Sýklasótt er heilkenni sem orsakast af almennu bólguviðbragði í líkamanum við alvarlega sýkingu og hefur háa dánartíðni. Alvarlegustu stigin eru svæsin sýklasótt og sýklasóttarlost. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna eðli og umfang þess síðastnefnda á gjörgæsludeildum Landspítala á einu ári. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.