Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 43
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 78 Blóðflæðisskortur til þarma: aðlögun á smáæða- blóðflæði sem dregur úr truflunum á súrefnisháðum efnaskiptum Gísli H. Sigurðsson1, Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand3 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala, læknadeild HI, 2Department of Anesthesiology, Washington University, St. Louis, MO. Bandaríkjunum 3Department of Anesthesiology, Inselspital University Hospital, Bern, Sviss gislihs@landspitali. is Inngangur: Pað er samband milli minnkaðs blóðflæðis í þörmum, fjöllfffærabilunar og dauða hjá bráðveikum sjúklingum. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna áhrif minnkaðs mesenterial blóðflæðis (SMAF) á smáæðablóðflæði og efnaskipti í þörmum. Efniviður og aðferðir: Þrettán svín (27-31 kg) voru svæfð og lögð í öndunarvél. Átta þeirra voru útsett fyrir minnkun á SMAF (15% á 30 mínútna fresti) meðan hin fimm voru viðmiðunarhópur. SMAF var mælt með ultrasonic transit time flæðitækni og smáæðablóðflæði í slímhúð og vöðvalagi smáþarma og ristils var mælt með fjölrása laser Doppler flæðitækni (LDF). PH í slímhúð smáþarma var mælt með tonometry og efnaskipti (glukósa, laktat og pyruvat) með mikrodialysu. Helstu niðurstöður: Við minnkað SMAF varð smáæðablóðflæði í slímhúð smáþarma mjög ójafnt (herterogenous) þótt það minnkaði ekki að magni til að byrja með. Péttni glukosu í smáþarmavegg minnkaði um nærri helming þegar við 15% minnkun á SMAF (p<0.05) og hélt áfram að minnka við frekari minnkun á SMAF. Aftur á móti fór ekki að bera á hækkun á laktat/pyruvat hlutfalli fyrr en eftir 45% minnkun á SMAF og pH lækkun í slímhúð smáþarma fyrr en eftir 60% minnkun á SMAF. Súrefnisnotkun í þörmum minnkaði og laktat í bláæðablóði þarma hækkaði fyrst eftir 75% minnkun á SMAF. Ályktanir: Þessi rannsókn bendir til að breytingar á svæðisblóðflæði og smáæðablóðflæði dragi úr truflunum á súrefnisháðum efnaskiptum í þörmum við skort á blóðflæði. Lækkun á þéttni glúkósu í þarmavegg þegar við óverulega minnkun á svæðisblóðflæði bendir til að það verði fyrr skortur á efni til brennslu (substrati) en á súrefni við blóðflæðisskort í smáþörmum. V 79 Orthogonal polarization spectroscopy er ný tækni til að skoða smáæðablóðflæði í slímhúð: Mat á greiningaraðferðum Gísli H. Sigurðsson', Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand3 Jukka Takala4, Stephan Jacob4. 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala, læknadeild HÍ, 2Department of Anesthesiology, Washington University, St. Louis, MO, Bandaríkjunum, 3Department of Anesthesiology, 4Department of Intensive Care. Inselspital University Hospital, Bern, Sviss gislihs@landspitali.is Inngangur: Orthogonal polarization spectroscopy (OPS) hefur nýlega verið kynnt sem aðferð til að mæla smáæðablóðflæði í slímhúð. Það hefur verið sýnt fram á að truflanir á smáæðablóðflæði (impaired and heterogeneous microcirculatory blood flow) er algengt ástand í sýklasótt og við blæðingarlost og er líkleg orsök fyrir fjöllíffærabilun. Vandamálið hefur verið að mæla þetta klíniskt hjá sjúklingum. Fram að þessu hefur laser Doppler flowmetry verið aðalmælitækið á smáæðablóðflæði en það er erfitt að koma því við hjá sjúklingum. OPS imaging er ný tækni sem gefur möguleika á kvikmyndatöku af smáæðablóðflæði í litlum arteriolum og háræðum í slímhúð. Vandamálið við OPS hefur verið að finna mælistiku sem mælir „magn“ truflana (quantify) á smáæðablóðflæði sem eru greinileg þegar horft er á skjá tækisins. Hluti af vandamálinu er að flæðið er í þrívídd en sést í tvívídd. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna næmni OPS við mælingu á smáæðablóðflæði í slímhúð við minnkað mesenterial blóðflæði. Aðferðir: I átta svínum sem voru svæfð og ventileruð eins og sjúklingar í skurðaðgerð var blóðflæði í superior mesenteric slagæðinni minnkað í stigum um 15% í einu (15, 30, 45, 60, 75 og 90%) frá eðlilegu flæði allt í niður í 90% minnkun. 5 dýr voru til samanburðar. Smáæðablóðflæði í smágirnisslímhúð var mælt stöðugt með OPS tækni. Stafrænar kvikmyndir af smáæðablóðflæði voru vistaðar í tölvu frá hverju stigi minnkunar blóðflæðis. Myndum frá öllum 13 dýrunum var síðan ruglað áður en mat var gert. Tveir rannsakendur sem vissu ekki hvort rannsóknin sem þeir voru að skoða hverju sinni var frá dýri með minnkað blóðflæði eða frá samanburðardýri mátu breytingar á blóðflæði í öllum rannsóknardýrunum. Mælingarnar voru gerðar þannig að fjöldi háræða sem fóru yfir ákveðnar Iínur á skjánunt (number of vessel crossings) voru taldar á ákveðnu svæði sem var ákveðið fyrirfram (predefined). Niöurstöður: Inter-observer CV var 0.34 (0.04-1.41) og intra- observer CV var 0.10 (0.02-0.61). Aðeins öðrum rannsakendanna tókst að sýna fram á minnkað blóðflæði (decrease in vessel crossings) við 45% minnkun á blóðflæði í superior mesenterica slagæðinni. Umræöa og helstu niðurstöður: Sjónrænt mat á þéttni háræða mælt rneð OPS gat ekki greint nægilega vel á milli dýra sem höfðu minnkað blóðflæði og þeirra sem höfðu eðlilegt blóðflæði. Hluti af skýringunni getur verið breytingar á blóðflæði (redistribution and heterogenesity) og „suboptimal contrast" OPS myndanna. Þrátt fyrir að rannsakendur hefðu komið sér saman um aðferðina fyrirfram var „inter-observer“ munur á mati fjölda æða sem voru opnar mjög hár. Það er því augljóst að það þarf að finna nýjar leiðir til þess að mæla breytingar í smáæðablóðflæði sem eru metnar með OPS tækni. V 80 Samanburður á verkjastillingu karla og kvenna á sambærilegum aldri eftir brjóstholsskurðaðgerðir Gísli Vigfússon, Steinunn Hauksdóttir, Gísli H. Sigurösson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut gislivig@landspitali. is Inngangur: Rannsóknir sýna að kynjamunur getur haft áhrif á verkun lyfja eftir aðgerðir1. Ástæður eru margþættar svo sem hormóna áhrif, mismunandi næmni ópíat viðtækja og verkunarmáti lyfjanna, erfða- og sálrænir þættir. Gerðar hafa verið allnokkrar kannanir á verkun ópíat lyfja á karla og konur við sambærilegar aðgerðir og kringumstæður. Fáar klínískar rannsóknir hafa borið saman kynjamun og Læknablaðið/fvlgirit 54 2007/93 43 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.