Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 50
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM veik tjáning var til staðar á ljósa svæði sumra virkra kímmiðja í kverkeitlum fjarlægðum vegna endurtekinna sýkinga úr einstaklingum með eða án sóra. Tvílitun með flúorljómandi mótefnum leiddi í ljós að algengustu angafrumur ljósa svæðisins (CNA.42+) tjáðu ekki peptíðið heldur var um að ræða lítinn undirhóp CD13+ angafrumna. Alyktun: LL-37 tjáning í kverkeitlum er helst að finna í neutrófílum. Ennfremur virðast CD13+ angafrumur, staðsettar í virkum kímmiðjum, tjá peptíðið sem bendir til þess að LL-37 gæti tekið þátt í stjórnun ónæmissvara og haft áhrif á myndun eða hrörnun kímmiðja. V 95 Ónæmisglæðirinn LT-K63 nær að yfirvinna aldurs- háðar takmarkanir í myndun kímmiðja og mótefnaseytandi frumna gegn próteintengdu pneumókokkafjölsykru bóluefni í nýbura músum Stcfanía P. Bjarnarson12, Brenda C. Adarna1, Maren Henneken1, Giuseppe Del Giudice3, Emanuelle Trannoy4, Ingileif Jónsdóttir1'2 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines. Ítalíu, 4Sanofi pasteur, Frakklandi stefbja@landspitali. is Inngangur: Langtímavernd gegn sýkingum byggist á B minnisfrumum. Myndun þeirra tengist flokkaskiptum og sækniþroskun mótefna sem fer fram í kímmiðjum eitilvefja. Við höfum sýnt að próteintengd pneumókokkafjölsykra (Pnc-TT) með ónæmisglæðinum LT-K63 eykur mótefnamyndun og vernd gegn pneumókokkasýkingum í nýburamúsum. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna myndun kímmiðja og mótefnaseytandi frumna (AbSC) í nýburamúsum (1 vikna) eftir frumbólusetningu með Pnc-TT (Pnc-TT) og áhrif LT-K63, samanborið við fullorðnar mýs. Efni og aðferðir: Nýburamýs og fullorðnar mýs voru bólusettar undir húð (s.c.) með Pnc-TT eða ásamt LT-K63. Mýs sem fengu saltvatn eða einungis LT-K63 voru notaðar sem viðmið. Miltu voru einangruð, á degi 14 eftir frumbólusetningu nýburamúsa og degi 10 úr fullorðnum ntúsum, helmingur miltans var skorðað í OCT og snöggfryst. Skornar voru 7 pm þykkar vefjasneiðar og litaðar með PNA sem einkennir virkjaðar kímmiðjur, IgM sem litar B frumur sem hafa ekki hafa farið í gegnum flokkaskipti og IgG sem litar þær sem hafa farið í gegnum flokkaskipti. Hinn helmingur miltans var nýttur til að meta fjölda IgG sértækra AbSC miltisfrumna bæði fyrir fjölsykru- og próteinhluta bóluefnisins með ELISPOT. Niðurstöður: I Pncl-TT bólusettum nýburum voru marktækt færri PNA, IgG eða IgM jákvæðar kímmiðjur en í fullorðnum. Einnig voru kímmiðjur í nýburum minni og form þeirra ekki eins fullmyndað og í fullorðnum músum. Sértækar IgG AbSC voru vart mælanlegar í nýbura-músum, sérstaklega gegn fjölsykruhluta bóluefnisins. Þegar ónæmisglæðirinn LT-K63 var gefinn með bóluefninu varð aukning á fjölda kímmiðja bæði í nýfæddum og fullorðnum músum, en minni aldursháður munur. Mikilvægast var að kímmiðjur í nýburum voru stærri og form þeirra líkara því sem sást í fullorðnum músum. Ónæmisglæðirinn LT-K63 jók einnig marktækt fjölda IgG AbSC gegn fjölsykru- og próteinhluta bóluefnisins í nýburamúsum. Ályktun: LT-K63 nær að yfirvinna takmörkun í kímmiðj umyndun nýburamúsa ogmyndunfj ölsykrusértækra IgG mótefnamyndandi miltisfrumna. V 96 Ný rannsóknaraðferð til greiningar á jarðhnetu- ofnæmi Valentínus I>. Valdimarsson1-2, Sigurveig P. Sigurðardóttir2, Inga Skaftadóttir2, Michael Clausen3, Björn R. Lúðvíksson1-2 'Læknadeild HI, 2rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræði-deild, 3göngudeild ofnæmis, lungna og svefns, Landspítala valentv@hi.is Inngangur: Fæðuofnæmi er algengur sjúkdómur sem veldur flestum tilfellum ofnæmislosts í börnum. Greining þess er oft vandkvæðum bundin. U.þ.b. 20% telja sig vera með fæðuofnæmi en einungis um 2% eru greindir með IgE miðlað ofnæmissvar. Hér er lýst aðferð til greiningar fæðuofnæmis sem grundvallast á virkjun hvítfrumna í blóði. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru einstaklingar með (n=5) eða án (n=3) jarðhnetuofnæmi. Sértæk flúorskinsmerkt músamótefni fyrir CD63 og CD203c var blandað í heilblóð með eða án ofnæmisvaka (jarðhnetur) og svörun metin í frumuflæðissjá (basófílvirkjunarpróf/BVP). Ofnæmi var einnig metið með mælingu á sértæku IgE með ImmunoCAP aðferð og ofnæmishúðprófum (SPT). Niðurstöður: Hlutfall sértækt merktra frumna (BVP) jókst marktækt frá 4,19 +0,6% í 60,88 ±31,9% (p=0,008) hjá þeim sem voru klínískt með jarðhnetuofnæmi en ekki hjá viðmiðunarhópi. Marktæk fylgni var á milli svörunar BVP miðað við SPT (R=0,817; p=0,013) en hins vegar náði fylgni milli BVP og sértæks IgE ekki marktækni (R=0,602; p=0,102). Samanburður á næmi og sértæki er umtalsvert betri fyrir BVP en SPT og sértækt IgE (sjá töflu I). BVP SPT Sértækt IgE > 0,35 kUA/L Sértækt IgE > 15 kUA/L Sértæki 100% 100% 75% 100% Næmi 100% 83% 100% 56% Tafla I. Nœmi og sértœki reiknað miðað við álit ofnœmislœknis um einstaklinga meó eða án jarðhnetuofnœmi. Ályktanir: BVP er gott til þess að greina jarðhnetuofnæmi og jafnvel vænlegra en SPT og mæling á sértæku IgE. SPT og mæling á sértæku IgE sem er hærra en 15 kUA/L greinir of marga falskt neikvætt en mæling á sértæku IgE hærra en 0,35 kUA/L greinir of marga falskt jákvætt. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.