Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 26
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM Markmið: Rannsóknin var gerð til að meta hvort konur er tilheyra þessum sjúklingahópi (hjartasjúklingar), endurspegli það sem aðrar rannsóknir á heilsutengdum lífsgæðum ( HL) hafa sýnt. Aðferð: Við skoðuðum 87 sjúklinga sem gengust undir kransæðavíkkun (PCI) með stoðnetsísetningu. Sjúklingarnir svöruðu spurningalistanum SF-36 v2 um HL sama dag og þeir gengust undir kransæðavíkkunina og aftur sex mánuðum síðar. Mælitækið SF36 er spurningalisti sem skiptist í átta hluta. Fjórir þættir meta lílamlega heilsu og fjórir meta andlega heilsu. Niðurstöður: Á meðal þeirra 87 þátttakenda voru 69 (79%) karlmenn og 18 (21%) konur. Meðalaldur var 62,8 ár (±11,55). Fimmtíuogtvö prósent voru með háþrýsting, 29% reyktu, 40 % voru með of hátt kólestról og 67% voru með pósitífa ættarsögu. Karlkynsþátttakendurnir komu betur út hvað líkamleg HL varðar. Bæði fyrir kransæðavíkkunina (p<0,02) og sex mánuðum síðar ( p<0,01). Batinn í þessum hluta hjá karlmönnunum var 16,5% en 17,9% hjá konum. Það mældist ekki marktækur munur á milli kynjanna á andlegum þáttum HL( p>0,l ) við upphaf rannsóknarinnar en hins vegar komu karlmennirnir betur út andlega, sex mánuðum eftir kransæðavíkkunina og var munurinn marktækur (p<0,05). Samt sem áður var batinn hjá körlunum bara 1,6 % og 0,3 % hjá konunum í andlegum HL. Ályktun: Karlmenn koma betur út, í könnun á HL hvað varðar líkamlega þætti. Bæði fyrir kransæðavíkkunina og sex mánuðum síðar. PCI hefur aðallega jákvæð áhrif á líkamleg HL. Konur virðast ná enn meiri líkamlegum bata en karlmenn eftir PCI. V 42 Gagnsemi 64 sneiða tölvusneiðmyndatækis til grein- ingar á endurþrengslum í stoðnetum Sigurdís llaruldsdóttir* 1 Birna Jónsdóttir2, Jónína Guðjónsdóttir2, Axel F. Sigurðsson2, Kristján Eyjólfsson1, Þórarinn Guðnason1, Sigurpáll S. Scheving1, Ragnar Danielsen'.Torfi F. Jónasson', Guðmundur Þorgeirsson1, Karl Andersen1 Hjartadeild Landspítala', Læknisfræðileg myndgreining, Domus Medica2, læknadeild HÍ3 sigurdih@landspitali.is Inngangur: Stoðnetsísetningum er nú beitt í vaxandi mæli hjá sjúklingum með kransæðaþrengsli. Búast má við endurþrengslum hjá 20-30% þessara sjúklinga en oft reynist erfitt að greina endurþrengsli þar sem ekki er til gott greiningarpróf. Nýlega hafa rutt sér til rúms 64 sneiða tölvusneiðmyndatæki sem bjóða upp á mun betri myndgæði en eldri tölvusneiðmyndatæki. Markmið: Að kanna með hversu miklum áreiðanleika hægt væri að greina endurþrengsli í stoðnetum með 64 sneiða tölvusneiðmyndatæki. Aðferðir: Sjúklingar sem gengust undir sína fyrstu stoðnetsísetningu voru teknir inn í rannsóknina á tímabilinu aprfl 2005 til ágúst 2006 en sjúklingar með bráða kransæðastíflu og nýrnabilun voru útilokaðir. Sex mánuðum eftir kransæðaþræðingu og stoðnetsísetningu gengust sjúklingar undir tölvusneiðmyndarannsókn og endurþræðing var gerð. Niðurstöður: Níutíuogþrír sjúklingar með samtals 143 stoðnet voru metnir. Karlmenn voru 82% hópsins og meðalaldur var 63 ár (staðalfrávik 9,9). Lyfjahúðuð stoðnet voru notuð hjá 28% sjúklinga. Sextíuogtvö prósent sjúklinga höfðu háþrýsting, 51% háar blóðfitur, 13% höfðu sykursýki, 22% reyktu og 70% höfðu jákvæða ættarsögu. Tíðni endurþrengsla reyndist 22%. Næmi tölvusneiðmynda til greiningar endurþrengsla reyndist 26% og sértæki 91%. Jákvætt forspárgildi var 38% og neikvætt forspárgildi 85%. Ályktanir: Tölvusneiðmyndatækni má nota með nokkrum áreiðanleika til að greina endurþrengsli í stoðnetum. Rannsóknin reyndist hafa hátt sértæki og neikvætt forspárgildi og gagnast því vel til að útiloka endurþrengsli. V 43 Histamín og þrombín örva nituroxíð myndun í æða- þelsfrumum l lannes Sigurjónsson'. Brynhildur Thors2, Haraldur Halldórsson2, Guðmundur Þorgeirsson23 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofa HÍ í lyfjafræði, 3Iyflækningadeild Landspítala hanness@hi.is Inngangur: Vanstarfsemi æðaþelsins markar upphaf ýmissa sjúkdóma, svo sem æðakölkunar og háþrýstings. Grundvallarþáttur í skertri æðaþelsstarfssemi er minnkuð geta til þess að framleiða nituroxíð (NO). Lykilensím í myndun NO er endothel NO synthasi (eNOS) sem meðal annars er örvað af skerspennu inni í æðinni og af áverkunarefnum G- prótein tengdra viðtaka. Áhrif histamíns og þrombíns á eNOS örvun og boðleiðir slíkrar örvunar hafa lítið verið kannaðar í æðaþelsfrumum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif og örvunarferli histamíns, þrombíns og jónferju á NO myndun í æðaþelsfrumum. Efni og aðferðir: Æðaþelsfrumur voru ræktaðar úr bláæðum naflastrengja. Frumunum var gefið geislavirkt hvarfefni í formi amínósýrunnar L-arginíns. Frumurnar voru meðhöndlaðar með ýmsum áverkunarefnum og ensímhindrum. Eftir það var örvunarástand eNOS og NO myndun áætluð með mælingu á geislavirku L-citrullíni í sindurteljara. Fosfórýlering á eNOS á serll79 var ákvörðuð með western blotting og sértæku fosfórunarmótefni. Inósítol fosföt voru aðskilin með jónskiptasúlum. Niðurstöður: Histamín, þrombín og jónferja örvuðu eNOS til myndunar NO. H89 sem er AMPK/PKA hemill hindraði fosfórun eNOS og hamlaði þar með örvun eNOS af völdum histamíns og jónferju. Hinsvegar hamlaði það ekki myndun inósítól fosfata. Klóbindiefnið BAPTA hindraði örvun eNOS af völdum histamíns. Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að virkjun G-próteintengdra viðtaka með histamíni eða þrombíni örvar eNOS. Jónferja örvar einnig eNOS sem undirstrikar mikilvægi hækkaðs innanfrumu Ca2+ styrks í stjórnun ensímsins. Hindrun af völdum BAPTA undirstrikar að Ca2+ er nauðsynlegur þáttur í virkni eNOS. Áhrif H89 sem hindrar NO myndun af völdum allra áverkunarefnanna bendir til að fosfórun eNOS sé einnig nauðsynlegur þáttur í virkjun þess. Að H89 hindri ekki myndun inósítól fosfata sýnir fram á að hömlun H89 er ekki vegna hömlunar á Ca2+ búskap. Niðurstöður þessarar rannsóknar árétta hversu margþætt og flókin stjórnun NO myndunar er í æðaþelsfrumum. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.