Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 52
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM mótefnalitun, western blot, og Real time-PCR. Niðurstöður: Mótefnalitanir á vefjasneiðum úr brjóstkirtli sýna að sprouty-2 er tjáð í Þekjufrumum og í nokkru mæli í æðaþelsfrumum en ekki sást nein tjáning í bandvefsfrumum. Tjáning á sprouty-3 fannst í meira mæli í vöðvaþekjufrumum og frekar í stærri göngum en endastykkjum og kirtilberjum. Unnið er að því að fá niðurstöður úr frumuræktunum en fyrstu niöurstöður benda til þess að bæði þekjufrumur og stoðvefsfrumur tjái sprouty-2 í rækt. Niðurstöður á sprouty-3 í ræktuðum frumum úr brjóstkirtli liggja ekki fyrir. Ályktun: Niðurstöður okkar sýna að sprouty-2 og -3 eru tjáð í brjóstkirtli en á mismunandi stöðum. Sprouty-2 finnst bæði í þekjufrumum og stoðvefsfrumum en sprouty-3 aðallega í vöðvaþekjufrumum. Pað að sprouty 3 sé meira tjáð í stærri göngum bendir til að hlutverk þess í brjóstkirtlinum gæti verið að hindra greinótta formgerð sem er meira einkennandi fyrir endastykki brjóstkirtilsins. V 100 Vinnsla stofnfrumna fyrir háskammtalyfjameðferð á Íslandí 2003-2006 Stcinunn J. Matthíasdóttir', Leifur Þorsteinsson', Björgvin Hilmars- son1, Kristbjörn Orri Guömundsson', Ólafur E Sigurjónsson1, Erna Guðmundsdóttir1, Svala Karlsdóttir', Guðmundur Rúnarsson2, Sig- rún Reykdal2, Brynjar Viðarsson,2 Hlíf Steingrímsdóttir2, Þórunn Sævarsdóttir2,Þorbjörn Jónsson', Sveinn Guðmundsson11 Blóðbankinn', blóðlækningadeild Landspítalans2 steinmat@lsh.is Inngangur: Háskammtalyfjameðferð með stofnfrumustuðningi þar sem frumur eru einangraðar frá sjúklingi (autologous) í sjúkdómshléi (remission), hefur verið hratt vaxandi með- ferðarform gegn ýmsum illkynja sjúkdómum frá upphafi níunda áratugarins. Frumurnar eru ýmist einangraðar úr beinmerg eða blóði eftir tilfærslu úr merg í blóð. Fyrsta söfnun og vinnsla af þessu tagi var framkvæmd á Landspítala í desember 2003. Markmiö: Markmiðið er að draga saman niðurstöður stofnfrumuvinnslunnar fyrstu þrjú ár starfseminnar á Landspítala. Efniviður og aöferöir: í lok árs 2006 höfðu 48 sjúklingar hafið meðferð, 29 með eitlakrabbamein (lymphoma), þar af sex ineð Hodgkins sjúkdóm, 16 með mergfrumuæxli (multiple myeloma) og þrír með hvítblæði.Tilfærsla á stofnfrumum (CD34+) úr merg í blóð var gerð með frumuvaxtaþætti (G-CSF) eða vebeside að undangenginni meðferð með frumuhemjandi lyfjum. Stofnfrumum var safnað með blóðskilunarvél (apheresis). CD34+ frumur voru taldar með frumuflæðissjá. Fjöldi lifandi frumna (viability) var ákvarðaður með 7-AAD. Niðurstöður: Frá sjúklingunum 46 þar sem tilfærsla tókst var safnað 114 sinnum, meðaltal 2,5 (1-5). Meðalheildarfjöldi CD34+ frumna sem tókst að safna frá hverjum sjúklingi var 9,0xl06/kg (3,0xl06/kg-31,0xl06/kg). Þrjátíu og þrír sjúklingar hafa fengið sínar frumur til baka að hluta eða öllu leyti. Allir fengu lifandi CD34+ frumur, >2,0xl06/kg, sem er það lágmark sem fjölmargir rannsóknarhópar leggja til viðmiðunar svo að rótun (engraftment) verði í beinmergnum. Hjá öllum sjúklingunum varð rótun (fjöldi hvítfrumna mælist >0,5xl09/ L) aðeins 12-14 dögum eftir ígræðslu. Á sama hátt var fjöldi á blóðflögum kominn upp í >25,0xl09/L á 15-17 dögum eftir ígræðslu. Ályktanir: Á fyrstu þremur árum starfseminnar hefur verið safnað stofnfrumum hjá 46 sjúklingum. Að meðaltali þurfti að safna 2,5 sinnum hjá hverjum sjúklingi. Söfnun stofnfrumna hjá sjúklingum sem fá háskammtameðferð er vaxandi meðferðarform hér á landi. Fyrstu niðurstöður benda til árangurs í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. V 101 Eðlileg enduruppsetning á bak-kviðlægri genatjáningu eftir endurmyndun á fósturmænu kjúklinga Ólafur E. Sigurjónsson1-2-3', Gabor Halasi3', Kobra Sultani3, Torstein Egeland2, Joel C. Glover3 Blóðbanki Landspítalans1, Institute of Immunology, Rikshospitalet University Hospital and University of Oslo2, Department of Physiology, Institute of Basic Medical Science, University of Oslo, 0319 Oslo, Norway3 oes@landspitali.is Inngangur: Mismunandi laugar í fósturmænu kjúklinga myndast frá mismunandi taugaforverafrumum sem er að finna í afmörkuðum forverasvæðum í fósturmænunni. Þessi svæði er hægt að aðgreina með því að skoða bak-kviðlæg (dorsal- ventral) tjáningu mismunandi umritunarþátta. Fósturmæna kjúklinga getur endurmyndast mjög sértækt snemma í þroskun þeirra. Við höfum áður sýnt fram á að við slíka endurmyndun þroskast taugar á réttan hátt og myndast á réttum stöðum. Hins vegar er lítið vitað um það hvernig þetta á sér stað eða hvort enduruppsetning á bak-kviðlægri tjáningu umritunarþátta, sem eru taldir stýra því hvar ákveðnar tegundir tauga myndast í fósturmænunni, eigi sér stað og þá hvenær í endurmynduninni. Markmið:Aðathugahvortendurmyndunáfósturmænukjúklinga leiði til enduruppsetningar á sértækri bak-kviðlægri tjáningu umritunarþátta í taugaforverafrumum og taugafrumum. Aðferðir: Um það bil lOOpm langur hluti (öðru megin) á fósturmænu kjúklinga (HHI5, HH16 og HH17) var fjarlægður með örskurði og látinn endurmyndast (í allt að 36 t). Tjáning á umritunarþáttum (Pax-7, Pax6, Nkx2.2) og taugafrumugenum (HB9, Isll, Isl2, Pax-2, Enl, Liml/2, Lim3, Lmxl, Brn3a) í fósturmænunni var athuguð með mótefnalitun, 4,8,12,24 og 36 tímum eftir örskurðinn. Image J softwear (NIH) var notað til að telja frumur og meta stærð endurmyndaðs svæðis. Niðurstöður: I þeim tilfellum þar sem endurmyndun á fósturmænu verður (36% tilfella), á sér stað enduruppsetning á taugaforverasvæðum samkvæmt tjáningu umritunarþátta. Þegar við skoðum þetta á meðan endurnýjun á sér stað, benda niðurstöður til þess að enduruppsetning á taugaforverasvæðum eigi sér stað á meðan endurnýjun á fósturmænunni fer fram, frekar en að endurnýjun á fósturmænunni eigi sér stað og svo séu taugaforverafrumusvæði sett upp eftir að mænan er fullmynduð. Ályktanir: Aukinn skilningur á endurmyndun fósturmænu í kjúklingafóstrum gefur okkur innsýn í bæði almenna líffræði fósturþroska taugakerfisins og gefur einnig hugmyndir um mögulega endurmyndun á taugakerfinu í fullorðnum einstaklingum. 52 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.