Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 19
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM being), ýmis kjarnaeinkenni geðraskana (problems/symptoms), virkni (functioning) og áhættu (risk). Heildarstig þáttanna að undanskildum þeim sem metur áhættu gefur til kynna vanlíðan. Áreiðanleiki og réttmæti listans hefur verið staðfest í Bretlandi. Markmið: Markmiðið er að kanna próffræðilega eiginleika íslensku útgáfunnar af CORE-OM. Aöferð: CORE-OM var lagður fyrir 595 þátttakendur. Af þeim voru 207 háskólastúdentar, 290 skjólstæðingar við upphaf fimm vikna hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) við þunglyndi og kvíða á heilsugæslustöðvum og 98 skjólstæðingar við upphaf fimrn vikna HAM meðferðar á göngudeild geðdeildar. Niðurstöður: Áreiðanleiki CORE-OM var viðunandi og marktækur bæði í almenna úrtakinu og klínísku úrtökunum. Innri áreiðanleiki er fullnægjandi fyrir alla þættina að undanskildum áhættuþættinum þar sem hann reyndist miðlungs. Endurprófunaráreiðanleiki var kannaður í háskólaúrtakinu. Listinnvarlagðurfyrirmeðvikumillibiliogbyggjaniðurstöðurnar á svörum 154 nemenda. Endurprófunaráreiðanleiki CORE-OM er viðunandi. Stöðugleiki þáttanna er góður (0,75-0,80) nema fyrir áhættuþáttinn (0,48). Uniræða: Niðurstöður benda til þess að próffræðilegir eiginleikar CORE-OM séu viðunandi þar sem hann uppfyllir hefðbundin viðmið urn áreiðanleika og réttmæti mælitækja. CORE-OM gæti verið gagnleg viðbót við þau mælitæki sem nú eru í notkun á göngudeild geðdeildar Landspítala, einkum sem staðlað verklag til að meta árangur af meðferð óháð kennilegum bakgrunni meðferðarinnar. V 23 Gildi afbrigðilegra augnhreyfinga sem innri svipgerð- ar í rannsóknum á arfgerð geðklofa á íslandi H. Magnús Haraldsson1, Ulrich Ettinger2, Brynja B. Magnúsdóttira, Þórður Sigmundsson', Engilbert Sigurðsson1, Hannes Pétursson' 'Landspítala, 2Institute of Psychiatry, King's College, London hmagnus@landspitali.is Inngangur: Afbrigðilegar augnhreyfingar („antisaccade“=AS og „smooth pursuit“=SP) eru mögulegar innri svipgerðir sem kunna að nýtast í rannsóknum á arfgerð geðklofa. „Prosaccade“ (PS) og „fixation" (F) eru samanburðarmælingar fyrir AP og SP. Flestar rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar með geðklofa og nánir ættingjar þeirra hafa meiri frávik á mælingum þessara augnhreyfinga en heilbrigðir. Pessi frávik kunna að orsakast af svipuðum truflunum í heilastarfsemi og sum einkenni geðklofa. Markmið: Að rannsaka gildi AS og SP augnhreyfinga sem innri svipgerða í íslensku þýði vegna leitar að áhættuarfgerðum geðklofa. Aðferðir: Augnhreyfingar voru mældar með innrauðri ljóstæk ni (infrared oculography) hjá pöruðum hópum sjúklinga með geðklofa (N=118) og heilbrigðra (N=109). Mældar voru AS og PS augnhreyfingar til samanburðar annars vegar og hins vegar SP augnhreyfingar (á þremur hraðastigum; 0,25, 0,50 og 0,75 Hz) og F-mæling til samanburðar. Niðurstöður: Sjúklingar með geðklofa höfðu marktækt meiri frávik á öllum helstu AP og SP mælingum. Munurinn á hópunum jókst með auknum hraða. Innra samræmi mælinga var hátt fyrir allar breytur í báðum hópum að undanskildri AS rýmisvillu (spatial error): Cronbach's alpha > 0,77 fyrir AS og > 0,85 fyrir SP, PS og F. Ályktun: Veruleg frávik í AS og SP augnhreyfingum eru til staðar í stórum hópi íslenskra geðklofasjúklinga. Næsta skref er að nota þessar áreiðanlegu mælingar sem innri svipgerð í rannsóknum á mögulegum áhættuarfgerðum geðklofa í íslensku þýði. V 24 Fyrsta og annars stigs innsæisleysi (anosognosia) í Alzheimerssjúkdómi - kynning á vitrænu módeli Kristín Hannesdóttir1, R.G. Morris2, ■Geðsviöi Landspítala,2 Institute of Psychiatry, King’s College, University of London khannesd@landspitali. is Inngangur: Innsæi er oft skert hjá einstaklingum með Alzheimerssjúkdóm. Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að hanna vitrænt módel til að útskýra mismunandi stig innsæisleysis og hins vegar að skoða þrenns konar aðferðir til að meta innsæi í Alzheimerrsjúkdómi og bera saman niðurstöður þeirra við módelið auk frammistöðu á taugasálfræðilegum prófum. Aðferð: 92 sjúklingar með Alzheimerssjúkdóm (meðalaldur =75.30±6.54) og 92 viðmið,pöruð á aldri tóku þátt í rannsókninni. Auk þess tóku 184 aðstandendur þátt. Innsæi var metið út frá 1) klínísku mati (Experimenter Rating Scale; ERS),2) samanburði á mati aðstandanda og sjúklings á vitrænni getu sjúklings (Subjective Rating Discrepancy; SRD) og 3) samanburði á mati sjúklings á eigin frammistöðu og raunverulegri frammistöðu á taugasálfræðilegum prófum (Objective Judgement Discrepancy; OJD). Niðurstöður þessara mælitækja voru skoðuð með tilliti til minnisgetu, máls, sjónrænnar úrvinnslu og stýrikerfis heilans með því markmiði að kanna hvort skerðing á vitrænni getu gæti átt þátt í myndun innsæisleysis í Alzheimerssjúkdómi. Niðurstöður: Marktækt samband fannst aðeins á milli OJD mælingarinnar og frammistöðu á minnisprófum og á milli OJD mælingarinnar og tíðni á ákveðnum villum (intrusion errors) sem talin eru tengjast stýrikerfi heilans. Ályktun: Skert minnisgeta og stýrikerfi heilans kunna að hafa áhrif á tafarlaust innsæi í vitræna getu (annars stigs innsæisleysi). Slík vitræn geta hefur hinsvegar síður áhrif á langtíma innsæi í vitræna getu (fyrsta stigs innsæisleysi) sem stýrist frekar af hrörnun á ‘metahugsun’ (metacognition). V 25 Taugasálfræðileg og segulómunarrannsókn á vit- rænni skerðingu í háþrýstingi og samband hennar við hvítavefsbreytingar í heilanum Kristín Hannesdóttir1-2, Nitkunan A2, Charlton RA2, Barrick TR2, MacGregor GA’, Markus HS2 'Geðsviði, Landspítala, 2Clinical Neuroscience, 3Blood Pressure Unit, St Georges University of London khannesd@landspitali. is Inngangur: Háþrýstingur getur haft skaðleg áhrif á vitræna getu óháð afleiðingum heilablóðfalla og hvítavefsbreytinga. Vitræn Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 19

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.