Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 48
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM Aðferðir: IgG mótefni gegn CbpA, Ply, PsaA og PspA voru mæld með ELISA í átta börnum sem fengu sjúkdóminn undir 7 ára aldri og 15 börnum af sama aldri og kyni, sem báru pneumókokka af sömu/skyldri hjúpgerðí nefkoki. Heildarmagn immunóglóbúlina og IgG undirflokka og mannan-bindilektíns (MBL var einnig mælt. Niðurstöður: Ónæmisgeta allra barna í báðum hópum var eðlileg, þau höfðu eðlilegt heildarmagn IgM, IgG og IgA m.v. aldur, en 2/8 tilfella og 5/15 viðmiða höfðu hækkað IgE. Magn IgGl, IgG2 og IgG4 undirflokka var innan eðlilegra marka hjá öllum, en 1/8 tilfella og 1/15 viðmiða höfðu hækkað IgG3. Styrkur MBL í sermi var sambærilegur milli hópa (p=0,455), en 1/8 tilfella og 3/15 viðmiða höfðu lágt MBL (<500 mg/L). Við upphaf ífarandi pneumókokkasjúkdóms höfðu börnin lægri IgG mótefni gegn pneumókokkapróteinum en viðmiðin, og var munur á styrk gegn CbpA 26-faldur (p=0,005), PsaA 4-faldur (p=0,005), Ply 4-faldur (p=0,009) og PspA 13-faldur (p<0,001). Mótefnin hækkuðu í kjölfar sýkingarinnar, en voru mánuði síðar ennþá lægri en hjá viðmiðum gegn öllum fjórum próteinum. Alyktun: Lág mótefni gegn CbpA, PsaA, PspA og Ply tengjast áhættu á að fá ífarandi pneumókokkasjúkdóm. Virkt ónæmissvar gegn meinvirknipróteinunum virðist skipti máli fyrir vernd gegn ífarandi pneumókokkasjúkdómi. Skortur á mótefnum í upphafi sýkinga getur bent til að viðkomandi prótein gegni mikilvægu hlutverki í sjúkdómsferlinu og séu því líklega heppileg til notkunar í bóluefni. V 90 Hlutverk adipókína í meingerð sóra Johnston A.1, Arndís Sigmarsdóttir2, Sverrir I. Gunnarsson2, Sigurlaug Árnadóttir2, Steingrímur Davíðsson3, Helgi Valdimarsson12 ‘Ónæmisfræðideild, Landspítala, 2læknadeild HÍ, ’Bláa Lónið Heilsulind, 240 Grindavík andrewj@Iandspitali. is Inngangur: Fituvefur er ekki lengur álitinn óvirk orkubirgðageymsla heldur mögulegur áhrifavaldur í meingerð sumra ónæmisfræðilegra sjúkdóma. Sóri (psoriasis) er algengur sjálfsofnæmissjúkdómur er hrjáir 2% íbúa Norður Evrópu og sýnt hefur verið að offita sem er áhættuþáttur fyrir þennan sjúkdóm, tengist beint virkni sjúkdómsins. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna sambandið milli offitu og sóra og þá sérstaklega þeirra frumuboðefna sem eru að öllu eða einhverju leyti framleidd af fituvef (adipókína), þ.e. leptín, resistín, adipónektín, IL-8 og IL-18. Vitað er að þessi adipónektín geta haft áhrif á virkni T frumna og sýnifrumna og þar með á virkni sórans. Efniviður og aðferðir: Hæð, þyngd og mittismál voru mæld og sjúkdómsvirkni metin (PASI) hjá sórasjúklingum (n=32) sem komu til meðferðar í Heilsulind Bláa Lónsins. Blóðsýni voru tekin úr fastandi sjúklingum fyrir og eftir UVB Ijósameðferð og böðun í lóninu. ELISA aðferð var notuð til að mæla þéttni leptíns, leptínviðtaka, resistíns, adipónektíns, IL-8, IL-18 og IL- 22 í sermi. Viðmiðunarhópur (n=32) samanstóð af einstaklingum sem voru sambærilegir sjúklingunum að því er varðar kyn, aldur og BMI. Niðurstöður: Við upphaf rannsóknarinnar var enginn marktækur munur á styrk leptíns, leptínsviðtaka, adipónektíns, IL-18 eða IL- 22 milli sórasjúklinga og viðmiðunarhóps. Hins vegar var þéttni bæði resistíns og IL-8 marktækt hækkað í sjúklingahópnum (p<0,005) og auk þess var jákvæð fylgni milli þéttni resistíns í sermi og sjúkdómsvirkni (r=0.412, p=0,019). Við lok meðferðar voru marktæk tengsl milli bötnunar og lækkunar á styrk IL-8 og IL-22 í sermi. Hins vegar hækkaði IL-18. Alyktun: Þessar niðurstöður benda til þess að sum frumuboðefni sem uppruna sinn eiga í fituvef séu mikilvægir bólgumiðlar og gætu verið tengdir meingerð sóra í of feitum einstaklingum. V 91 Genatjáning í forverafrumum: Samanburður á genatjáningu í óræktuðum blóðmyndandi forvera frumum (CD34+) og óræktuðum bandvefsforverafrumum (CD105+CD34+CD31 -CD45-) Katrine Frpnsdal', Aboulghassem Shahdadfar', Xiaolin Wang1, Ólafur E. Sigurjónsson1, Andrew C. Boquest2 Siv H.Tunheim4 Jan E. Brinchmannl) 'Institute of Immunology, Osló, 2Blóðbanka Landspítala 3Centre for Occupational and Environmental Medicine, Rikshospitalet- Radiumhospitalet Medical Centre, Oslo, 4Institute of Basic Medical Sciences, Oslóarháskóla oes@landspitali. is Inngangur: Vitað hefur verið um tilvist blóðmyndandi stofnfrumna og bandvefsstofnfrumna í beinmerg í áratugi. Erfiðlega hefur gengið að einangra bandvefstofnfrumur beint úr beinmerg í nægjanlegu magni (á frumuræktunar) til að hægt sé að framkvæma örflögugreiningar á þeim. Nýlega voru einangraðar fjölhæfar (sérhæfast yfir í brjósk, bein og fituvef) bandvefsstofnfrumur úr fituvef (CD105+CD34+CD31- CD45-) í nægjanlegu magni þannig að hægt var að gera á þeim örflögugreiningu (cDNA microarray) og bera saman við örflögugreiningu á CD34+ blóðmyndandi forverafrumum. Markmið:Berasaman genatjáningarmynsturtveggjafrumugerða með stofnfrumu eiginleika, úr mesoderm, sem ekki hafa verið einangraðar með frumuræktun. Aðferðir: CD34+ frumur (blóðmyndandi forverafrumur) og CD105+CD34+CD31-CD45- frumur (bandvefsforverafrumur) voru einangraðar með segulkúluaðferðum, RNA einangrað úr þeim og örflögugreining framkvæmd og borin saman. Real time PCR aðferðum var beitt til að staðfesta niðurstöður úr völdum genum af örflögunum. Borin var saman tjáning úr þremur einstaklingum fyrir hvora frumugerð. Niðurstöður: Niðurstöður okkar benda til þess að í báðum frumuhópunum er að finna gen sem hafa tengsl við stofnfrumueiginleika. f bandvefsforverafrumunum fundust meira af genum sem eru tengd mesoderm og ectoderm sérhæfingu en gen sem tengjast endoderm sérhæfingu var að finna í báðum frumugerðum. Viðtakar sem tengjast WNT og TGFþ ferlunum var að finna í meira mæli í bandvefsforverafrumunum auk þess sem gen sem tengjast taugamyndun voru í töluverðum mæli. Alyktanir: Flest bendir til þess að í CD34+ forverafrumum sé búið að slökkva á flestum genum sem tengjast stofnfrumuhæfni en í bandvefsforverafrumum er fjöldi þessara gena tjáður. Þetta Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.