Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 55
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM einstökum púlsum sem einkum örva grennstu og mest rýrnuðu vöðvaþræðina, hins vegar með 20 Hz rafpúlsum sem tryggja samfelldan samdrátt (tetanus). Raförvun eykst smám saman, frá 2x4 mínútur á hvorn máta með mínútu hléi á milli, upp í allt að 6x5 mínútur. Pegar nægileg hnésveifla fæst hefst kraftþjálfun með lóðum um ökkla. Niðurstöður: Niðurstöður verkefnisins sýna að vöðvarnir vaxa að stærð og krafti ef sjúklingur er meðferðarheldin. Pó er árangur háður tíma frá skaða - því styttri tími sem er liðinn frá slysi, því fyrr fæst góð vöðvasvörun við raförvuninni. Kraftur vöðvans fylgir á eftir stærð hans, þó með minni kraft en sambærilegur ítaugaður vöðvi. Fimm af þeim 20 sem kláruðu rannsóknina náðu að standa upp og ganga með aðstoð raförvunar. Ályktun: Orðin er til meðferð til að byggja upp aftaugaða vöðva hjá einstaklingum meðmænuskaða af útlægri gerð, en áður var engin meðferð til hjá þessum sjúklingahóp. Meðferðin bætir vöðvamassa, kraft, blóðrás, beinþéttni, húðþykkt, og stóreykur þar með lífsgæði einstaklinga með útlæga mænuskaða - því fyrr eftir slys, því betra. Frumgerðir af meðferðar- og greiningarbúnaði hefur verið þróaður innan verkefnisins. V107 Aðskilnaður vöðvabúka í spíral TS myndum: Ný aðferð við að fylgjast með vexti aftaugaðra og rýrra vöðva í raförvunarmeðferð ■Paolo Gargiulo, 'Póröur Helgason, 'Björg Guðjónsdóttir, 2Páll Ingvarsson, 2Sigrún Knútsdóttir, 2Vilborg Guðmundsdóttir, 2Stefán Yngvason 'Rannsóknar- og þróunarstofu, heilbrigðistæknisviði Landspítala, 2endur- hæfingardeild, Landspítala Grensási thordur@landspitali. is Inngangur: Flóknar aðferðir við að vinna þrívíðar myndir og aðgreiningarleiðir eru þróaðar til að einangra einstaka vöðvabúka sjúklinga með slappa vöðvalömun neðan mittis. Sjúklingarnir eru þátttakendur í evrópsku verkefni, RISE, þar sem raförvun er notuð til að endurhæfa uppstöðu þessara sjúklinga. Markmið: Pessi tækni er notuð til þess að: • Fylgjast með vexti vöðva í raförvunarmeðferð. • Mæla og kortleggja rúmmál og þéttni vöðva í RISE meðferð. Aðferð: Til að greina vöðva úr TS/MRI myndum er notaður hugbúnaður kallaður MIMICS. Sjálfvirk og hálfsjálfvirk verkfæri hugbúnaðarins eru notuð til að einangra úr sneiðmyndunum vöðvabúka læris RISE sjúklinganna. Einangraðir vöðvar eru síðan mældir reglulega og mælingar frá öllum nreðferðartímanum bornar saman. Þannig er mjög nákvæmlega og á alveg nýjan hátt fylgst með breytingum í rúmmáli, lögun og þéttni vöðva. Vöðvaaðgreiningin leyfir einnig að fundin er fylgni milli vöðvavaxtar og staðsetningu rafskauta. Jafnvel þótt vöðvar beint fyrir neðan rafskautin séu mest raförvaðir er einnig hægt að sjá þjálfun vöðva í öðrum hluta lærisins. Niðurstöður: f þessari vinnu er fylgst með framvindu RISE meðferðarinnar á alveg nýjan hátt. Tæknin sýnir magnfærð og ómagnfærð áhrif raförvunarinnar á meðferðartímanum. Raförvunin stöðvar vöðvarýrnun og hvetur vöðvavöxt á svæðum sem hún nær til. Umræður: Fyrir utan upplýsingar um framvindu meðferðar eykur aðgreining vöðva skilning á hegðun aftaugaðra vöðva í raförvunarmeðferð. Vöktunartæknin sem þróuð er í þessu verkefni skapar grunn til hönnunar á líkönum af raförvunarmeðferð. Þau má nota til að þróa áfram RISE meðferðina, t.d. með þróun nýrra rafskauta og nýrra raförvunarhátta. V 108 Notkun þrívíðra líkana og tækni til hraðra frum-gerð- arsmíða í kjálkaskurðaðgerðum 'Paolo Gargiulo, ‘Þóröur Helgason, * 2Guömundur Á. Björnsson 'Rannsóknar- og þróunarstofu, heilbrigðistæknisviði Landspítala, 2háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala thordur@landspitali.is Inngangur:Tölvulíkön og tækni við hraða frumgerðasmíð eru notuð til að gera líkön sem notuð eru til að skipuleggja og undirbúa kjálkaskurðaðgerðir. Alvarleg slys og leiðrétting aflögunar eins og kjálkalenging hafa verið megin klínísku notkunarsviðin. Markmið: • Styðja við skipulagningu skurðaðgerða á erfiðum and- litsslysum með þrívíðum líkönum. • Stytta aðgerðartíma kjálkalenginga.. Aðferð:TS og MRI myndir eru unnar með sérstökum hugbúnaði sem gerir mögulegt á gagnvirkan hátt að aðskilja vefjagerðir. Smáatriði í lögun vefja, sem skipta máli, er hægt að draga fram í efnisgerðu líkani. Aðallega eru notaðar tvær aðferðir við að smíða líkönin: þrívíð prentun og stereolithography. Aðeins fyrri aðferðin er til reiðu á íslandi og því oftast notuð. Kostnaður við líkanagerðina er háður smíðaaðferð, hversu flókin úrvinnsla mynda er, stærð líkans og úr hvaða efni þau eru gerð. Niðurstaða: Tveggja ára reynsla og um 20 aðgerðir á Landspítala studdar þessari aðferð sýna að notkun þrívíðra líkana í skipulagningu kjálkalengingarskurðaðgerða styttir aðgerðartíma um 25-35%. Notkun þrívíðra líkana upplýsir einnig sjúkling og eykur öryggi hans og þátttöku í meðferðinni. Fyrir utan að stytta meðferðartíma eykur notkun þrívíðra líkana gæði aðgerðar og þar með gæði meðferðar sjúklings. Umræður: Tölvulíkön og tækni við hraða frumgerðarsmíð verða sífellt meira notuð og mikilvægari tól í klínískri vinnu á íslandi, en enn hafa ekki allir möguleikar verið kannaðir. Nú þarf að kanna notkun hugbúnaðartóla til að herma hegðun mjúkvefja í aðgerð. Flóknar aðgerðir er hægt að herma á tölvu og birta niðurstöðurnar, þar með talið mjúkvefjaútlit og breytingar áður en hafist er handa við aðgerðina sjálfa. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.