Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 18
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VlSINDI Á VORDÖGUM
sig undir miklu vinnuálagi. Þrátt fyrir að flestir teldu að
úthlutun verkefna fæli í sér tímasparnað taldi 17% þeirra sig
ekki hafa tíma til að úthluta verkefnum á viðeigandi hátt. 23%
þátttakenda voru óvissir um eða þekktu ekki lagalega ábyrgð
sína við úthlutun verkefna. 35% voru óvissir eða töldu ekki
nægjanlega skýrt hvaða verkefnum væri heimilt að úthluta
og að ábyrgð þeirra á hjúkrunarverkum hamlaði úthlutun til
annarra. Ríflega fjórðungur taldi sig ekki geta úthlutað eins
miklu og þeir vildu þar sem þeir töldu aðstoðarmenn sína skorta
reynslu. Helmingur þátttakenda taldi mikinn tíma fara í að
vinna verkefni sem ekki krefjast fagkunnáttu þeirra og næstum
allir (89%) töldu að starfskrafta sjúkraliða mætti nýta betur
með úthlutun verkefna. 65% hafði áhugi á að sækja námskeið
í úthlutun verkefna. Yngri og reynsluminni hjúkrunarfræðingar
úthlutuðu minna og voru óöruggari í úthlutun verkefna en þeir
eldri og reynslumeiri,
Alyktun: Niðurstöður benda til að auka megi færni
hjúkrunarfræðinga í úthlutun verkefna og þannig lágmarka
þann tíma sem þeir eyða i störf sem ekki krefjast fagkunnáttu
þeirra.
V 20 Vitræn starfsemi í geðklofa og áhrif Neuregulin 1
Brynja B. Magnúsdóttir1'2, H.M. Haraldsson', R. Morris2, R. Murray2, E.
Sigurðsson1, Hannes Pétursson', Þórður Sigmundsson1
1 Geðdeild Landspítala,2 Institute of Psychiatry, London
brynjabm@landspitali.is
Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni milli Neuregulin
1 gensins (NRGl) og geðklofa1. NRGl tekur þátt í tjáningu og
virnki NMDA, sem er glútamat viðtaki. Tengsl eru talin vera á
milli neikvæðra einkenna geðklofa og skertrar glútamatvirkni.
Neikvæð einkenni hafa einnig verið tengd verri frammistöðu
á taugasálfræðilegum prófum og erfiðari sjúkdómi. Markmið
þessarar rannsóknar er að kanna áhrif NRGl á vitræna
starfsemi í geðklofa.
Aðferð: Þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir því hvort þeir
hefðu íslensku 5 SNP áhættuarfgerðina á NRGl, 77 sjúklingar
með geðklofa (38 með og 39 án áhættuarfgerðarinnar) og 76
heilbrigðir einstaklingar (28 með og 48 án áhættuarfgerðarinnar).
Taugasálfræðipróf sem meta m.a. minni, stýrihæfni og athygli
voru lögð fyrir þátttakendur.
Niðurstöður: Niðurstöður benda til tilheigingar til verri
útkomu geðklofasjúklinga með áhættuarfgerðina á
taugasálfræðilegum prófum samanborið við geðklofasjúklinga
án áhættuarfgerðarinnar á nánast öllum taugasálfræðilegum
mælingum. Munurinn er þó ekki marktækur. Ekki kom fram
marktækur munur á frammistöðu heilbrigðs samanburðarhóps
með áhættuarfgerðina þegar hann var borinn saman við
samanburðarhóp án áhættuarfgerðarinnar.
Ályktun: Niðurstöðurnar gefa til kynna að NRGl hafi
hugsanlega áhrif á vitræna starfsemi í geðklofa en frekari
rannsókna með stærri úrtökum er þörf.
V 21 Forvarnir þunglyndis með margmiðlun
Eiríkur Örn Arnarson1, Sjöfn Agústsdóttir2, W. Ed Craighead3
'Sálfræðiþjónustu Landspftala, læknadeild HÍ, 2Félagsvísindadeild HÍ,
’Emory University, Georgíu, Bandaríkjunum
eirikur@landspitali. is
Inngangur: Þunglyndi er algengt og þungbært. Talið er að um
helmingur ungmenna sem greinist með mörg einkenni þunglyndis
á aldrinum 14-15 ára fái fyrsta þunglyndiskastið (MDE: major
depressive episode) fyrir tvítugt. Neikvæður þankagangur sem
einkennir þunglyndi mótast á táningsaldri. Verkefnið beinist
að því að nýta margmiðlunartækni til að setja fram námskeið
byggt á hugmyndum hugrænnar atferlismeðferðar og ætlað að
fyrirbyggja þróun þunglyndis meðal ungmenna. Námskeiðið
Hugarheill tekur 12 vikur/28 stundir hefur þegar verið þróað
með forvarnir að leiðarljósi og árangur þess marktækur. Mikil
og löng þróunarvinna er að baki námsefninu, sem sett er fram á
uppeldisfræðilegan hátt.
Efniviður og aðferðir: Efni Hugarheillar hefur verið fært á
form margmiðlunar í þeim tilgangi að höfða til ungmenna og
sjónum beint að viðbrögðum þeirra við vandamálum. Námsefni
miðar að því að kenna unglingum að taka á niðurrifshugsunum
og neikvæðum skýringarstíl; með því að hafa áhrif á hugsun
og hegðun sé hægt að breyta líðan. Ungmenni fá fræðslu og
leiðbeiningar og úrlausn vandamála kennd. Markmið verkefnis
er að nýta tækni margmiðlunar við að fyrirbyggja fyrsta
þunglyndiskast ungmenna og þróa árangursríka forvörn við
þunglyndi.
Ályktunir: Það er nýnæmi í meðferð sálrænna vandkvæða að
nýta margmiðlun. Hefðbundin sálfræðileg meðferð er að jafnaði
veitt einstaklingum eða fleirum. Því er brýnt að leita leiða til
að ná til sem flestra á sem hagkvæmastan hátt. Margmiðlun
opnar nýjar leiðir og gæti orðið kjöraðferð til þess. Ávinningur
að koma efninu á form margmiðlunar er margvíslegur. Þannig
gæti orðið mögulegt að bjóða efnið í skólum, á spítulum,
heilsugæslustöðvum og innan félagmálageirans og ná til fleiri
en nú er unnt, kenna aðferðir til að takast á við þunglyndi og
byrgja brunninn.
Hér er ný aðferð til að fyrirbyggja/meðhöndla þunglyndi,
sjálfshjálparefni gert aðgengilegra og miðill sem höfðar til yngri
kynslóðarinnar nýttur til að koma á framfæri sjálfshjálparefni
ætluðu að koma í veg fyrir þróun þunglyndis og meðhöndla
það.
V 22 Áreiðanleiki árangursmælitækisins Clinical Outcomes
for Routine Evaluation - Outcome IVIeasure (CORE-OM)
Eva Dögg Gylfadóttir* 1, Hafrún Kristjánsdóttir1, Daníel Ólason2, Jón Friðrik
Sigurðsson1-1
'Geðsviði Landspítala,2sálfræðideild HÍ.3læknadeild HÍ
jonfsig@landspitali. is
Inngangur: Sífellt aukin áhersla hefur verið lögð á rannsóknir
á árangursmati meðferðar. CORE-OM árangursmatslistinn er
ávöxtur slíkrar vinnu. Hann nýtist til að meta árangur meðferðar
óháð kenningarlegum bakgrunni hennar. CORE-OM er ætlað
að meta grunnþætti í líðan skjólstæðinga eins og vellíðan (well-
18
Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
J