Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 51
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 97 Ónæmissvörun og verndandi áhrif prótínbóluefna gegn pneumókokkum í nýburamúsum Þórunn Ásta Ólafsdóttir'Pétur Sigurjónsson* 1-2, James C. Paton3, Ingileif Jónsdóttir1'2 ‘Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HI, ’University of Adelaide, Ástralíu thorasta@landspitali. is Inngangur: Flest prótín eru ónæmisvekjandi frá fæðingu og því ættu pneumókokka-prótínbóluefni að geta vakið upp ónæmissvar í nýburum. Vel varðveitt prótín gætu veitt vernd gegn mörgum hjúpgerðum í mismunandi heimssvæðum. PspA, CbpA og PdB eru vel skilgreind pneumókokkaprótín sem hafa verið rannsökuð með tilliti til bóluefnagerðar. MarkmiðrMarkmiðrannsóknarinnarvaraðmetaónæmisvekjandi og verndandi áhrif þessara þriggja prótína í nýburamúsum. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar þrisvar, undir húð (s.c) eða um nef (i.n) með PspA einu sér eða í blöndu með CbpA og PdB, með eða án CpG2006. IgG mótefni voru mæld með ELISA. Tveimur vikum eftir þriðju bólusetningu voru mýsnar sýktar um nef með S. pneumoniae og lungna- og blóðsýking metin með því að telja kóloníu myndandi einingar (CFU). Mýs sem fengu blöndu allra prótínanna s.c. voru með marktækt hærri mótefni gegn CbpA og PdB en óbólusetti hópurinn. CpG2006 jók mótefnasvarið gegn PdB (p=0,002) eftir i.n. bólusetningu miðað við ef enginn ónæmisglæðir var gefinn með bóluefninu og mótefnasvör gegn CbpA voru marktækt hærri (p=0,038) ef CpG var gefinn með bóluefninu um nef miðað við óbólusetta hópinn. Hærri PspA mótefni mældust í músum sem bólusettar voru með PspA og CpG2006 s.c. (p<0,001) og i.n. (p=0,01) og þær höfðu færri CFU í blóði (s.c. p<0,001, i.n. p=0,041) og lungum (s.c. p=0,004, i.n. p<0,001) en óbólusettar mýs. Mýs sem fengu blöndu allra þriggja prótínanna höfðu einnig minni sýkingu í lungum en óbólusettu mýsnar, en ekki var munur á sýkingu í blóði. Niðurstöður: Niðurstöður okkar sýna að PspA, CbpA og PdB eru ónæmisvekjandi í nýburamúsa líkani og að mótefni gegn PspA veita mesta vernd gegn pneumókokkasýkingu um nef. Þetta nýburamúsalíkan er hægt að nota til að prófa ný prótínbóluefni fyrir yngsta markhóp pneumókokkabólusetninga. V 98 Áhrif æðaþelsfrumna á þekjufrumur brjóstkirtils Sævar Ingþórsson1-2, Valgarður Sigurðsson1-2, Magnús Karl Magnússon1, Þórarinn Guðjónsson1 1 Blóðmeinafræðideild Landspítala, 2 rannsóknastofu Krabbameinsfélags íslands og HÍ í sameinda- og frumulíffræði saevari@hi.is Inngangur: Það verður sífellt greinilegra að ekki er nóg að horfa á einstakar frumugerðir þegar kanna á form og starfsemi líffæra. Innan sérhvers vefjar eru fjölmargar frumugerðir í nánum samskiptum hver við aðra og hver og ein hefur áhrif á umhverfi sitt. í brjóstkirtlinum er grunneiningin hið tvílaga kirtilber og er það háð samskiptum við millifrumefni og frumur stoðvefjar. Við framþróun æxlisvaxtar riðlast samskipti fruma sem leiðir til taps á eðlilegri formgerð og ífarandi vaxtar. Sýnt hefur verið fram á að æðamyndun er mikilvægur þáttur í framþróun æxlisvaxtar þar sem nýjar æðar flytja súrefni og næringarefni til æxlisins. Lítið er hins vegar vitað hvaða áhrif æðaþelsfrumur hafa vöxt og sérhæfingu þekjufruma. Markmið: Að kanna áhrif æðaþelsfruma á þekjufrumur brjóstkirtilsins og greina hvaða þættir það eru sem áhrifunum valda. Aðferðir: Notast var við þrívíð frumuræktunarlíkön sem endurspegla betur en hefðbundin tvívíð frumuræktun umhverfi frumnanna í líkamanum. Við höfurn nýlega þróað aðferð til einangrunar og langtíma ræktunar á æðaþelsfrumum úr brjóstkirtli. Æðaþeli og þekjufrumum var steypt inn í gel og áhrif á vöxt metin. Frumuþyrpingar í gelum voru taldar og stæð þeirra mæld. Að loknum ræktunartíma voru gelin fixeruð og mótefnalituð með flúrljómandi mótefnum gegn frumusértækum kennipróteinum.Til að greina áhrif æðaþelsins á þekjufrumurnar voru frumur ræktaðar aðskildar á transwell filtrum ásamt því að æti af æðaþelsfrumum var notað á þekjufrumur. Ennfremur voru hindrar gegn tyrosín-kínasa viðtökum notaðir til að bera kennsl á þá þætti sem mest áhrif hafa. Niðurstöður: Æðaþelsfrumur höfðu vaxtarhvetjandi áhrif á þekjuvefsfrumur. Æðaþelsfrumurnar vaxa ekki sjálfar þegar þær eru ræktaðar í geli sem auðveldar að þekja þær frá þekjufrumum í rækt. Hægt var að hindra áhrif æðaþelsins með því að nota mótefni sem hindra starfræna virkni tyrosín-kínasa viðtaka á þekjufrumunum. Ályktun: Æðaþelsfrumur örva vöxt þekjufruma og þessum áhrifum er að hluta til miðlað gegnum tyrosín-kínasa viðtaka á yfirborði þekjufruma. Áframhaldandi rannsóknir miða að því að skilgreina hlutverk tyrosín-kínasa viðtaka í þroskun og sérhæfingu brjóstkirtilsins. V 99 Tjáningarmynstur Sprouty stjórnpróteina í eðlilegum brjóstkirtli Valgaröur Sigurðsson1-2, Katrín Briem1, Sævar Ingþórsson1-2, Þórarinn Guðjónsson1 Magnús Karl Magnússon1 ‘Rannsóknastofa í frumulíffræði, blóðmeinafræðideild Landspítala, 2rann- sóknastofu í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélag íslands og HÍ valgardiir@krabb. is Inngangur: Boðferlar sem taldir eru mikilvægir fyrir greinótta formgerð ýmissa vefja eru vel varðveittir milli mismunandi líffæra og mismunandi dýrategunda og eru boð gegnum tyrosín- kínasa viðtaka dæmi um slíka boðferla. Innanfrumustjórnprótein sem tilheyra sprouty fjölskyldunni hafa áhrif á virkni tyrosín- kínasa viðtaka og hafa þannig virk áhrif á greinótta formgerð ýmissa líffæra. Fundist hafa fjögur mismunandi sprouty gen í manninum; sprouty-1, 2, 3 og 4. Sýnt hefur verið að sprouty prótein gegna mikilvægu hlutverki í myndun greinóttrar formgerðar í lungum, nýrum og æðakerfi en hlutverk þeirra í brjóstkirtli manna hefur lítið verið kannað. Markmiö: Skilgreining á tjáningarmynstri sprouty próteina í brjóstkirtli. Aðferðir: Tjáning sprouty próteina í brjóstvef frá brjósta- minnkunaraðgerðum og í ræktuðum frumum var metin með Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.