Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 32
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 54 Tíðaloftbrjóst - snúin greining og meðferð. - Sjúkra- tilfelli GuArún Fönn Tómasdóttir'. Bjarni Torfasonu,Tómas Guðbjartsson1-2 ‘Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala tomasgud@lcmdspitali. is InnganguriTíðaloftbrjóst er skilgreint sem endurtekið loftbrjóst sem greinist <72 klukkustunum frá upphafi tíða. Einkenni eru iðulega lúmsk sem getur tafið greiningu. Oftast er um að ræða ungar konur með loftbrjóst hægra megin. Orsök tíðaloftbrjóst er ekki þekkt en uppi eru getgátur um að legslímuflakk í brjóstholi geti átt hlut að máli. I nýlegri rannsókn á Landspítala gengust 50 konur undir aðgerð vegna sjálfkrafa loftbrjósts frá 1990-2005. Ein þessara kvenna (2%) reyndist hafa tíðaloftbrjóst en hún hafði þekkt legslímuflakk (endometriosis) í grindarbotni. Tilfelli: 26 ára kona var lögð inn á bráðamóttöku Landspítala með 4 cm loftbrjóst yfir hægri lungnatoppi. Hún hafði tveggja daga sögu um takverk hægra megin sem gerði vart við sig skömmu eftir að tíðir hófust. Sex árum áður hafði hún greinst með legslímuflakk í grindarbotni og sem var brennt í kviðsjárspeglun. Auk þess hafði hún fengið hormónameðferð vegna legslímuflakks. A bráðamóttöku kom fram að hún hafði á síðastliðnum 5 árum fundið fyrir svipuðum einkennum (þ.e. takverk) að minnsta kosti fjórum sinnum og þá ávallt í tengslum við tíðir. Hún leitaði þó ekki læknis í þau skipti þar sem einkenni gengu yfir á nokkrum dögum. A bráðamóttöku var komið fyrir brjóstholskera sem tengdur var við sog. Loftlekinn stöðvaðist á nokkrum dögum og hún var send heim. Viku síðar greindist hjá henni endurtekið loftbrjóst sömu megin á lungnamynd og var þá settur inn keri.Tölvusneiðmyndir af lungum reyndust eðlilegar. Loftleki hélt áfram og var því ákveðið að taka sjúkling til aðgerðar. Þar var hægri lungnatoppur fjarlægður (fleygskurður) í gegnum hægri brjóstholsskurð (mini-axillar thoracotomy). Lungnatoppurinn og fleiðran litu eðlilega út í aðgerðinni. Vefjaskoðun sýndi minniháttar blöðrur en engin merki um legslímuflakk. Hún var útskrifuð fimm dögum eftir aðgerð en var lögð inn að nýju viku síðar með takverk. Lungnamynd staðfesti endurtekið loftbrjóst hægra megin (3,5 cm). Ákveðið var að gera fleiðrulímingu (pleurodesis) þar sem talkúmi var sprautað inn í fleiðruholið í gegnum brjóstholskera. Stöðvaðist loftlekinn við þetta og var hún útskrifuð þremur dögum síðar. Ekki hefur borið á endurteknu loftbrjósti síðan en liðin eru tveimur ár frá fleiðurlímingu. Ályktun: Tíðaloftbrjóst er sjaldgæft fyrirbæri og sennilega vangreint. Eins og sést í þessu tilfelli eru einkenni oft væg og endurtekið loftbrjóst algengt. Ekki tókst að sýna fram á legslímuflakk í brjóstholi hjá þessum sjúklingi, þrátt fyrir fyrri sögu um legslímuflakk í grindarbotni. Þetta tilfelli undirstrikar því hversu flókið fyrirbæri meingerð tíðaloftbrjósts er og að meðferð getur verið flókin. V 55 Samanburður á opnum aðgerðum og aðgerðum með brjóstholssjá við sjálfkrafa loftbrjósti Guðrún Fönn Tómasdóttir1-3, Bjarni Torfason'\ Helgi ísaksson2, Tómas Guðbjartsson1-3 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspftala, 2rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala, 3læknadeild HI gft@hi.is Inngangur: Hér á landi hafa skurðaðgerðir við loftbrjósti verið framkvæmdar jöfnum höndum með opinni aðgerð og brjóstholsspeglun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara aðgerða og bera þær saman, sérstaklega með tilliti til fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er óslembuð og náði til allra sjúklinga sem fóru í aðgerð vegna sjálfkrafa loftbrjósts á Landspítala 1991-2005. Af 210 sjúklingum (160 karlar, meðalaldur 28,7 ár) voru 200 með loftbrjóst án undirliggjandi lungnasjúkdóms (95%). Sjúklingum var skipt í tvo hópa: 134 sjúklinga sem fóru í brjóstholsspeglun og 100 í opna aðgerð (axillar minithoracotomy). Af sjö skurðlæknum framkvæmdu fjórir þeirra brjóstholsspeglun og val á aðgerðartækni fór því eftir því hvaða læknir var á vakt hverju sinni. Snemmkomnir fylgikvillar, ásamt endurteknu loftbrjósti sem þarfnaðisl aðgerðar, voru meðal þeirra breyta sem skráðar voru niður. Niðurstöður: Fleygskurður á lungnatoppi var framkvæmdur í öllum aðgerðum og fleiðruerlingu bætt við í 25% brjóstholsspeglana og 67% opnu aðgerðanna. Aðgerðartími (meðaltal) var marktækt lengri fyrir speglunarhópinn, eða 65 mínútur á móti 51 mínútu fyrir opna hópinn (p=0,001). Enduraðgerðir vegna síðkomins endurtekins loftbrjósts voru þrjár eftir opna aðgerð og 10 eftir brjóstholsspeglun (p=0,004) og viðvarandi loftleki sást hjá 2 og 14 sjúklingum í sömu hópum (p<0,05). Enduraðgerðir vegna blæðinga voru hins vegar sambærilegar (2%). Enginn lést eftir aðgerð. Legutími (miðgildi) var lengri eftir opna aðgerð, eða fjórir dagar á móti þremur. Ályktanir: Enduraðgerðir eftir brjóstholsspeglanir eru algengari samanborið við opnar brjóstholsaðgerðir. Skýringin á þessu felst aðallega í hærra hlutfalli viðvarandi loftleka og endurtekins loftbrjósts. Báðar aðgerðirnar eru öruggar og meiriháttar fylgikvillar sjaldgæfir. Legutími er styttri eftir brjóstholsspeglun, en á móti kemur að aðgerðartími er lengri. Meiri áhyggjum veldur þó hærri tíðni enduraðgerða samanborið við opna aðgerð og er brýnt að finna lausnir á því. V 56 Meðfædd ósæðarþrenging hjá börnum á íslandi 1990-2006 Sverrir I. Gunnarsson1-2, Bjarni Torfason21, Gunnlaugur Sigfússon31, Hróðmar Helgason3,Tómas Guðbjartsson2-1 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins Inngangur: Ósæðarþrenging (aortic coarctation) er fremur algengur meðfæddur hjartagalli. Þrengingin er á brjóstholshluta ósæðar, oftast rétt neðan við vinstri a. subclavia. Þrengingin 32 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.